Styrkur Argentínumanna hefur ekkert breyst Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2018 22:30 Lionel Messi er fyrirliði argentínska landsliðsins og langbesti leikmaður. Vísir/Getty Það var létt yfir Helga Kolviðssyni aðstoðarlandsliðsþjálfara þegar hann ræddi við blaðamann Fréttablaðsins eftir fyrstu æfingu íslenska liðsins eftir komuna til Rússlands. Um 2.000 manns fylgdust með æfingunni sem fór fram í Kabardinka, bæ skammt frá Gelendzhik þar sem landsliðið dvelur. „Við komum með mikinn farangur í gær og þurftum að koma honum í gegnum tollinn. Þetta var mikil vinna og það voru margir sem sváfu lítið í nótt,“ sagði Helgi eftir æfinguna. Hann segir að fyrsta æfing í Rússlandi hafi farið í það að koma mönnum aftur í gang eftir langt ferðalag, hrista skankana og átta sig á aðstæðum. Taktík hafi ekkert komið við sögu. „Þetta var opin æfing og við gerðum ekkert sem við munum gera í leikjum. Við vorum bara að koma mönnum af stað, aðlagast hitanum og tímamismuninum,“ sagði Helgi. Öll orka þjálfarateymisins fer nú í að undirbúa leikinn gegn Argentínu í Moskvu 16. júní. „Einbeitingin fer algjörlega á Argentínuleikinn. Við æfðum mikið áður en við komum og nú er að fara enn betur yfir leik Argentínu. Það styttist óðum í hann,“ sagði Helgi.Argentínska liðið kom til Rússlands á laugardaginn, líkt og það íslenska. Það hefur gengið á ýmsu í undirbúningi Argentínumanna fyrir HM en tveir leikmenn sem hefðu væntanlega verið í byrjunarliðinu í Rússlandi, Sergio Romero og Manuel Lanzini, meiddust og verða ekkert með á mótinu. Þá hætti Argentína við að mæta Ísrael í vináttulandsleik sem átti að fara fram í Jerúsalem á laugardaginn af pólitískum ástæðum. „Það er verra fyrir okkur, að sjá þá ekki einu sinni í viðbót. En hvort það breyti einhverju veit ég ekki. Við höfum séð marga leiki með þeim og það á ekki að vera margt sem ætti að koma okkur á óvart. Við vitum allt um styrkleika þeirra. Þeir hafa ekkert breyst þótt þeir hafi sleppt þessum leik,“ sagði Helgi að lokum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Það var létt yfir Helga Kolviðssyni aðstoðarlandsliðsþjálfara þegar hann ræddi við blaðamann Fréttablaðsins eftir fyrstu æfingu íslenska liðsins eftir komuna til Rússlands. Um 2.000 manns fylgdust með æfingunni sem fór fram í Kabardinka, bæ skammt frá Gelendzhik þar sem landsliðið dvelur. „Við komum með mikinn farangur í gær og þurftum að koma honum í gegnum tollinn. Þetta var mikil vinna og það voru margir sem sváfu lítið í nótt,“ sagði Helgi eftir æfinguna. Hann segir að fyrsta æfing í Rússlandi hafi farið í það að koma mönnum aftur í gang eftir langt ferðalag, hrista skankana og átta sig á aðstæðum. Taktík hafi ekkert komið við sögu. „Þetta var opin æfing og við gerðum ekkert sem við munum gera í leikjum. Við vorum bara að koma mönnum af stað, aðlagast hitanum og tímamismuninum,“ sagði Helgi. Öll orka þjálfarateymisins fer nú í að undirbúa leikinn gegn Argentínu í Moskvu 16. júní. „Einbeitingin fer algjörlega á Argentínuleikinn. Við æfðum mikið áður en við komum og nú er að fara enn betur yfir leik Argentínu. Það styttist óðum í hann,“ sagði Helgi.Argentínska liðið kom til Rússlands á laugardaginn, líkt og það íslenska. Það hefur gengið á ýmsu í undirbúningi Argentínumanna fyrir HM en tveir leikmenn sem hefðu væntanlega verið í byrjunarliðinu í Rússlandi, Sergio Romero og Manuel Lanzini, meiddust og verða ekkert með á mótinu. Þá hætti Argentína við að mæta Ísrael í vináttulandsleik sem átti að fara fram í Jerúsalem á laugardaginn af pólitískum ástæðum. „Það er verra fyrir okkur, að sjá þá ekki einu sinni í viðbót. En hvort það breyti einhverju veit ég ekki. Við höfum séð marga leiki með þeim og það á ekki að vera margt sem ætti að koma okkur á óvart. Við vitum allt um styrkleika þeirra. Þeir hafa ekkert breyst þótt þeir hafi sleppt þessum leik,“ sagði Helgi að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira