Styrkur Argentínumanna hefur ekkert breyst Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2018 22:30 Lionel Messi er fyrirliði argentínska landsliðsins og langbesti leikmaður. Vísir/Getty Það var létt yfir Helga Kolviðssyni aðstoðarlandsliðsþjálfara þegar hann ræddi við blaðamann Fréttablaðsins eftir fyrstu æfingu íslenska liðsins eftir komuna til Rússlands. Um 2.000 manns fylgdust með æfingunni sem fór fram í Kabardinka, bæ skammt frá Gelendzhik þar sem landsliðið dvelur. „Við komum með mikinn farangur í gær og þurftum að koma honum í gegnum tollinn. Þetta var mikil vinna og það voru margir sem sváfu lítið í nótt,“ sagði Helgi eftir æfinguna. Hann segir að fyrsta æfing í Rússlandi hafi farið í það að koma mönnum aftur í gang eftir langt ferðalag, hrista skankana og átta sig á aðstæðum. Taktík hafi ekkert komið við sögu. „Þetta var opin æfing og við gerðum ekkert sem við munum gera í leikjum. Við vorum bara að koma mönnum af stað, aðlagast hitanum og tímamismuninum,“ sagði Helgi. Öll orka þjálfarateymisins fer nú í að undirbúa leikinn gegn Argentínu í Moskvu 16. júní. „Einbeitingin fer algjörlega á Argentínuleikinn. Við æfðum mikið áður en við komum og nú er að fara enn betur yfir leik Argentínu. Það styttist óðum í hann,“ sagði Helgi.Argentínska liðið kom til Rússlands á laugardaginn, líkt og það íslenska. Það hefur gengið á ýmsu í undirbúningi Argentínumanna fyrir HM en tveir leikmenn sem hefðu væntanlega verið í byrjunarliðinu í Rússlandi, Sergio Romero og Manuel Lanzini, meiddust og verða ekkert með á mótinu. Þá hætti Argentína við að mæta Ísrael í vináttulandsleik sem átti að fara fram í Jerúsalem á laugardaginn af pólitískum ástæðum. „Það er verra fyrir okkur, að sjá þá ekki einu sinni í viðbót. En hvort það breyti einhverju veit ég ekki. Við höfum séð marga leiki með þeim og það á ekki að vera margt sem ætti að koma okkur á óvart. Við vitum allt um styrkleika þeirra. Þeir hafa ekkert breyst þótt þeir hafi sleppt þessum leik,“ sagði Helgi að lokum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
Það var létt yfir Helga Kolviðssyni aðstoðarlandsliðsþjálfara þegar hann ræddi við blaðamann Fréttablaðsins eftir fyrstu æfingu íslenska liðsins eftir komuna til Rússlands. Um 2.000 manns fylgdust með æfingunni sem fór fram í Kabardinka, bæ skammt frá Gelendzhik þar sem landsliðið dvelur. „Við komum með mikinn farangur í gær og þurftum að koma honum í gegnum tollinn. Þetta var mikil vinna og það voru margir sem sváfu lítið í nótt,“ sagði Helgi eftir æfinguna. Hann segir að fyrsta æfing í Rússlandi hafi farið í það að koma mönnum aftur í gang eftir langt ferðalag, hrista skankana og átta sig á aðstæðum. Taktík hafi ekkert komið við sögu. „Þetta var opin æfing og við gerðum ekkert sem við munum gera í leikjum. Við vorum bara að koma mönnum af stað, aðlagast hitanum og tímamismuninum,“ sagði Helgi. Öll orka þjálfarateymisins fer nú í að undirbúa leikinn gegn Argentínu í Moskvu 16. júní. „Einbeitingin fer algjörlega á Argentínuleikinn. Við æfðum mikið áður en við komum og nú er að fara enn betur yfir leik Argentínu. Það styttist óðum í hann,“ sagði Helgi.Argentínska liðið kom til Rússlands á laugardaginn, líkt og það íslenska. Það hefur gengið á ýmsu í undirbúningi Argentínumanna fyrir HM en tveir leikmenn sem hefðu væntanlega verið í byrjunarliðinu í Rússlandi, Sergio Romero og Manuel Lanzini, meiddust og verða ekkert með á mótinu. Þá hætti Argentína við að mæta Ísrael í vináttulandsleik sem átti að fara fram í Jerúsalem á laugardaginn af pólitískum ástæðum. „Það er verra fyrir okkur, að sjá þá ekki einu sinni í viðbót. En hvort það breyti einhverju veit ég ekki. Við höfum séð marga leiki með þeim og það á ekki að vera margt sem ætti að koma okkur á óvart. Við vitum allt um styrkleika þeirra. Þeir hafa ekkert breyst þótt þeir hafi sleppt þessum leik,“ sagði Helgi að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira