Styrkur Argentínumanna hefur ekkert breyst Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2018 22:30 Lionel Messi er fyrirliði argentínska landsliðsins og langbesti leikmaður. Vísir/Getty Það var létt yfir Helga Kolviðssyni aðstoðarlandsliðsþjálfara þegar hann ræddi við blaðamann Fréttablaðsins eftir fyrstu æfingu íslenska liðsins eftir komuna til Rússlands. Um 2.000 manns fylgdust með æfingunni sem fór fram í Kabardinka, bæ skammt frá Gelendzhik þar sem landsliðið dvelur. „Við komum með mikinn farangur í gær og þurftum að koma honum í gegnum tollinn. Þetta var mikil vinna og það voru margir sem sváfu lítið í nótt,“ sagði Helgi eftir æfinguna. Hann segir að fyrsta æfing í Rússlandi hafi farið í það að koma mönnum aftur í gang eftir langt ferðalag, hrista skankana og átta sig á aðstæðum. Taktík hafi ekkert komið við sögu. „Þetta var opin æfing og við gerðum ekkert sem við munum gera í leikjum. Við vorum bara að koma mönnum af stað, aðlagast hitanum og tímamismuninum,“ sagði Helgi. Öll orka þjálfarateymisins fer nú í að undirbúa leikinn gegn Argentínu í Moskvu 16. júní. „Einbeitingin fer algjörlega á Argentínuleikinn. Við æfðum mikið áður en við komum og nú er að fara enn betur yfir leik Argentínu. Það styttist óðum í hann,“ sagði Helgi.Argentínska liðið kom til Rússlands á laugardaginn, líkt og það íslenska. Það hefur gengið á ýmsu í undirbúningi Argentínumanna fyrir HM en tveir leikmenn sem hefðu væntanlega verið í byrjunarliðinu í Rússlandi, Sergio Romero og Manuel Lanzini, meiddust og verða ekkert með á mótinu. Þá hætti Argentína við að mæta Ísrael í vináttulandsleik sem átti að fara fram í Jerúsalem á laugardaginn af pólitískum ástæðum. „Það er verra fyrir okkur, að sjá þá ekki einu sinni í viðbót. En hvort það breyti einhverju veit ég ekki. Við höfum séð marga leiki með þeim og það á ekki að vera margt sem ætti að koma okkur á óvart. Við vitum allt um styrkleika þeirra. Þeir hafa ekkert breyst þótt þeir hafi sleppt þessum leik,“ sagði Helgi að lokum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Það var létt yfir Helga Kolviðssyni aðstoðarlandsliðsþjálfara þegar hann ræddi við blaðamann Fréttablaðsins eftir fyrstu æfingu íslenska liðsins eftir komuna til Rússlands. Um 2.000 manns fylgdust með æfingunni sem fór fram í Kabardinka, bæ skammt frá Gelendzhik þar sem landsliðið dvelur. „Við komum með mikinn farangur í gær og þurftum að koma honum í gegnum tollinn. Þetta var mikil vinna og það voru margir sem sváfu lítið í nótt,“ sagði Helgi eftir æfinguna. Hann segir að fyrsta æfing í Rússlandi hafi farið í það að koma mönnum aftur í gang eftir langt ferðalag, hrista skankana og átta sig á aðstæðum. Taktík hafi ekkert komið við sögu. „Þetta var opin æfing og við gerðum ekkert sem við munum gera í leikjum. Við vorum bara að koma mönnum af stað, aðlagast hitanum og tímamismuninum,“ sagði Helgi. Öll orka þjálfarateymisins fer nú í að undirbúa leikinn gegn Argentínu í Moskvu 16. júní. „Einbeitingin fer algjörlega á Argentínuleikinn. Við æfðum mikið áður en við komum og nú er að fara enn betur yfir leik Argentínu. Það styttist óðum í hann,“ sagði Helgi.Argentínska liðið kom til Rússlands á laugardaginn, líkt og það íslenska. Það hefur gengið á ýmsu í undirbúningi Argentínumanna fyrir HM en tveir leikmenn sem hefðu væntanlega verið í byrjunarliðinu í Rússlandi, Sergio Romero og Manuel Lanzini, meiddust og verða ekkert með á mótinu. Þá hætti Argentína við að mæta Ísrael í vináttulandsleik sem átti að fara fram í Jerúsalem á laugardaginn af pólitískum ástæðum. „Það er verra fyrir okkur, að sjá þá ekki einu sinni í viðbót. En hvort það breyti einhverju veit ég ekki. Við höfum séð marga leiki með þeim og það á ekki að vera margt sem ætti að koma okkur á óvart. Við vitum allt um styrkleika þeirra. Þeir hafa ekkert breyst þótt þeir hafi sleppt þessum leik,“ sagði Helgi að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira