Þráinn er langbesti hestur sem Þórarinn hefur riðið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. júní 2018 19:30 Þráinn heimsmeistari og Þórarinn Eymundsson, tamningamaður og knapi Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Stóðhesturinn Þráinn frá Flagbjarnarholti er nýr heimsmeistari eftir að hann sló öll met í kynbótadómi, auk þess að fá 9,11 fyrir hæfileika. Knapi og þjálfari Þráins er Þórarinn Eymundsson sem segist aldrei áður hafa riðið jafn góðum og flottum hesti. Þráinn sem er sex vetra er sonur Álfs frá Selfossi og Þyrlu frá Ragnheiðarstöðum í Flóa, stór og fallegur hestur. Þórarinn er með hann í hesthúsinu sínu á Sauðárkróki en hann hefur þjálfað Þráinn síðustu tvö ár. Þórarinn er einn virtasti og besti tamningamaður og knapi landsins. Eigendur Þráins eru Hollendingar. „Hann var að slá heimsmet með því að fá hæstu aðaleinkunn sem hefur verið gefin í heimi í kynbótadómi, 8,95 og hann fékk 9,11 fyrir hæfileika og 8,70 fyrir sköpulag“, segir Þórarinn. Þórarinn nýtur stundum tækifærið og ríður út með dætrum sínum á Þráni, hér eru þær Þórgunnur, 12 ára á Flipa frá Bergsstöðum og Hjördís Halla, 8 ára á Hálegg frá Saurbæ. En allt snýst þetta um nýja heimsmeistarann. „Þetta er algjör öðlingur og alltaf verið gríðarlegt hreyfieðli í honum og svo þegar hann fer að eflast líkamlega og viljinn í honum þá eru engin takmörk fyrir því sem hann getur gert“, segir Þórarinn. Þráinn vekur mikla athygli fyrir litinn sinn enda er hann fallega skjóttur.En er Þráinn besti hestur sem Þórarinn hefur riðið og tamið? „Hann sko, nú kemur hik á mig, en eins og hann er að þróast núna þá er það, algjörlega ekki spurning“. Þráinn og Þórarinn munu koma fram á landsmóti hestamanna í Reykjavík eftir nokkrar vikur. Strax eftir mótið fer Þráinn í merar á bæinn Holtsmúla í Landsveit. Nú þegar hefur hann verið notaður á nokkrar merar í Skagafirði enda margir hestamenn sem vilja leiða hryssurnar sínar undir svona glæsilegan hest og heimsmeistara. Folatollurinn kostar 150.000 krónur. Dýr Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Stóðhesturinn Þráinn frá Flagbjarnarholti er nýr heimsmeistari eftir að hann sló öll met í kynbótadómi, auk þess að fá 9,11 fyrir hæfileika. Knapi og þjálfari Þráins er Þórarinn Eymundsson sem segist aldrei áður hafa riðið jafn góðum og flottum hesti. Þráinn sem er sex vetra er sonur Álfs frá Selfossi og Þyrlu frá Ragnheiðarstöðum í Flóa, stór og fallegur hestur. Þórarinn er með hann í hesthúsinu sínu á Sauðárkróki en hann hefur þjálfað Þráinn síðustu tvö ár. Þórarinn er einn virtasti og besti tamningamaður og knapi landsins. Eigendur Þráins eru Hollendingar. „Hann var að slá heimsmet með því að fá hæstu aðaleinkunn sem hefur verið gefin í heimi í kynbótadómi, 8,95 og hann fékk 9,11 fyrir hæfileika og 8,70 fyrir sköpulag“, segir Þórarinn. Þórarinn nýtur stundum tækifærið og ríður út með dætrum sínum á Þráni, hér eru þær Þórgunnur, 12 ára á Flipa frá Bergsstöðum og Hjördís Halla, 8 ára á Hálegg frá Saurbæ. En allt snýst þetta um nýja heimsmeistarann. „Þetta er algjör öðlingur og alltaf verið gríðarlegt hreyfieðli í honum og svo þegar hann fer að eflast líkamlega og viljinn í honum þá eru engin takmörk fyrir því sem hann getur gert“, segir Þórarinn. Þráinn vekur mikla athygli fyrir litinn sinn enda er hann fallega skjóttur.En er Þráinn besti hestur sem Þórarinn hefur riðið og tamið? „Hann sko, nú kemur hik á mig, en eins og hann er að þróast núna þá er það, algjörlega ekki spurning“. Þráinn og Þórarinn munu koma fram á landsmóti hestamanna í Reykjavík eftir nokkrar vikur. Strax eftir mótið fer Þráinn í merar á bæinn Holtsmúla í Landsveit. Nú þegar hefur hann verið notaður á nokkrar merar í Skagafirði enda margir hestamenn sem vilja leiða hryssurnar sínar undir svona glæsilegan hest og heimsmeistara. Folatollurinn kostar 150.000 krónur.
Dýr Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira