Þráinn er langbesti hestur sem Þórarinn hefur riðið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. júní 2018 19:30 Þráinn heimsmeistari og Þórarinn Eymundsson, tamningamaður og knapi Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Stóðhesturinn Þráinn frá Flagbjarnarholti er nýr heimsmeistari eftir að hann sló öll met í kynbótadómi, auk þess að fá 9,11 fyrir hæfileika. Knapi og þjálfari Þráins er Þórarinn Eymundsson sem segist aldrei áður hafa riðið jafn góðum og flottum hesti. Þráinn sem er sex vetra er sonur Álfs frá Selfossi og Þyrlu frá Ragnheiðarstöðum í Flóa, stór og fallegur hestur. Þórarinn er með hann í hesthúsinu sínu á Sauðárkróki en hann hefur þjálfað Þráinn síðustu tvö ár. Þórarinn er einn virtasti og besti tamningamaður og knapi landsins. Eigendur Þráins eru Hollendingar. „Hann var að slá heimsmet með því að fá hæstu aðaleinkunn sem hefur verið gefin í heimi í kynbótadómi, 8,95 og hann fékk 9,11 fyrir hæfileika og 8,70 fyrir sköpulag“, segir Þórarinn. Þórarinn nýtur stundum tækifærið og ríður út með dætrum sínum á Þráni, hér eru þær Þórgunnur, 12 ára á Flipa frá Bergsstöðum og Hjördís Halla, 8 ára á Hálegg frá Saurbæ. En allt snýst þetta um nýja heimsmeistarann. „Þetta er algjör öðlingur og alltaf verið gríðarlegt hreyfieðli í honum og svo þegar hann fer að eflast líkamlega og viljinn í honum þá eru engin takmörk fyrir því sem hann getur gert“, segir Þórarinn. Þráinn vekur mikla athygli fyrir litinn sinn enda er hann fallega skjóttur.En er Þráinn besti hestur sem Þórarinn hefur riðið og tamið? „Hann sko, nú kemur hik á mig, en eins og hann er að þróast núna þá er það, algjörlega ekki spurning“. Þráinn og Þórarinn munu koma fram á landsmóti hestamanna í Reykjavík eftir nokkrar vikur. Strax eftir mótið fer Þráinn í merar á bæinn Holtsmúla í Landsveit. Nú þegar hefur hann verið notaður á nokkrar merar í Skagafirði enda margir hestamenn sem vilja leiða hryssurnar sínar undir svona glæsilegan hest og heimsmeistara. Folatollurinn kostar 150.000 krónur. Dýr Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Stóðhesturinn Þráinn frá Flagbjarnarholti er nýr heimsmeistari eftir að hann sló öll met í kynbótadómi, auk þess að fá 9,11 fyrir hæfileika. Knapi og þjálfari Þráins er Þórarinn Eymundsson sem segist aldrei áður hafa riðið jafn góðum og flottum hesti. Þráinn sem er sex vetra er sonur Álfs frá Selfossi og Þyrlu frá Ragnheiðarstöðum í Flóa, stór og fallegur hestur. Þórarinn er með hann í hesthúsinu sínu á Sauðárkróki en hann hefur þjálfað Þráinn síðustu tvö ár. Þórarinn er einn virtasti og besti tamningamaður og knapi landsins. Eigendur Þráins eru Hollendingar. „Hann var að slá heimsmet með því að fá hæstu aðaleinkunn sem hefur verið gefin í heimi í kynbótadómi, 8,95 og hann fékk 9,11 fyrir hæfileika og 8,70 fyrir sköpulag“, segir Þórarinn. Þórarinn nýtur stundum tækifærið og ríður út með dætrum sínum á Þráni, hér eru þær Þórgunnur, 12 ára á Flipa frá Bergsstöðum og Hjördís Halla, 8 ára á Hálegg frá Saurbæ. En allt snýst þetta um nýja heimsmeistarann. „Þetta er algjör öðlingur og alltaf verið gríðarlegt hreyfieðli í honum og svo þegar hann fer að eflast líkamlega og viljinn í honum þá eru engin takmörk fyrir því sem hann getur gert“, segir Þórarinn. Þráinn vekur mikla athygli fyrir litinn sinn enda er hann fallega skjóttur.En er Þráinn besti hestur sem Þórarinn hefur riðið og tamið? „Hann sko, nú kemur hik á mig, en eins og hann er að þróast núna þá er það, algjörlega ekki spurning“. Þráinn og Þórarinn munu koma fram á landsmóti hestamanna í Reykjavík eftir nokkrar vikur. Strax eftir mótið fer Þráinn í merar á bæinn Holtsmúla í Landsveit. Nú þegar hefur hann verið notaður á nokkrar merar í Skagafirði enda margir hestamenn sem vilja leiða hryssurnar sínar undir svona glæsilegan hest og heimsmeistara. Folatollurinn kostar 150.000 krónur.
Dýr Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira