Glódís: Ákveðinn léttir að ná inn fyrsta markinu Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar 11. júní 2018 20:30 Glódís fagnar fyrra marki sínu í kvöld. vísir/andri marinó Glódís Perla Viggósdóttir tryggði Íslandi toppsæti riðilsins í undankeppni HM 2019 í fótbolta með því að skora bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Slóveníu í Laugardalnum í kvöld. „Mér fannst við spila fínt í dag. Við vorum að mæta góðu liði sem voru taktískt góðar og voru með flott upplegg fyrir leikinn þannig að það var erfitt að brjóta þær niður. Gaman að fá að skora tvö mörk,“ sagði markaskorarinn Glódís Perla eftir leikinn. Íslenska liðið náði lítið að skapa sér í fyrri hálfleik og voru ekki mjög sannfærandi þrátt fyrir að hafa verið meira með boltann. Þegar fyrra markið kom létti þó yfir liðinu og það fór að ganga betur. „Það var ákveðinn léttir að ná fyrsta markinu. Við vissum að við yrðum að vinna þennan leik ef við ætluðum að fá úrslitaleik hérna í september en nú erum við búnar að ná því og erum gríðarlega ánægðar með það.“ „Við vissum alveg sjálfar að við þurftum að gera betur,“ sagði Glódís aðspurð hvort Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hafi lesið aðeins yfir þeim í hálfleiknum. „Það voru ákveðnir áherslupunktar sem hann kom með sem við náðum að framkvæma miklu betur í seinni hálfleik og við áttum bara seinni hálfleikinn fannst mér.“ Ísland er nú á toppi riðilsins, stigi á undan Þjóðverjum, þegar tvær umferðir eru eftir af undankeppninni. Ísland mætir Þjóðverjum í hreinum úrslitaleik um efsta sætið á Laugardalsvelli þann 1. september. „Algjör draumastaða. Gaman að vera efst í töflunni núna og ráða þessu. Þetta er í okkar höndum og ef við spilum vel á móti Þýskalandi þá getur allt gerst.“ „Þetta verða hörku leikir hérna í september sem við eigum eftir og við verðum að klára þá og koma okkur á HM,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir tryggði Íslandi toppsæti riðilsins í undankeppni HM 2019 í fótbolta með því að skora bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Slóveníu í Laugardalnum í kvöld. „Mér fannst við spila fínt í dag. Við vorum að mæta góðu liði sem voru taktískt góðar og voru með flott upplegg fyrir leikinn þannig að það var erfitt að brjóta þær niður. Gaman að fá að skora tvö mörk,“ sagði markaskorarinn Glódís Perla eftir leikinn. Íslenska liðið náði lítið að skapa sér í fyrri hálfleik og voru ekki mjög sannfærandi þrátt fyrir að hafa verið meira með boltann. Þegar fyrra markið kom létti þó yfir liðinu og það fór að ganga betur. „Það var ákveðinn léttir að ná fyrsta markinu. Við vissum að við yrðum að vinna þennan leik ef við ætluðum að fá úrslitaleik hérna í september en nú erum við búnar að ná því og erum gríðarlega ánægðar með það.“ „Við vissum alveg sjálfar að við þurftum að gera betur,“ sagði Glódís aðspurð hvort Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hafi lesið aðeins yfir þeim í hálfleiknum. „Það voru ákveðnir áherslupunktar sem hann kom með sem við náðum að framkvæma miklu betur í seinni hálfleik og við áttum bara seinni hálfleikinn fannst mér.“ Ísland er nú á toppi riðilsins, stigi á undan Þjóðverjum, þegar tvær umferðir eru eftir af undankeppninni. Ísland mætir Þjóðverjum í hreinum úrslitaleik um efsta sætið á Laugardalsvelli þann 1. september. „Algjör draumastaða. Gaman að vera efst í töflunni núna og ráða þessu. Þetta er í okkar höndum og ef við spilum vel á móti Þýskalandi þá getur allt gerst.“ „Þetta verða hörku leikir hérna í september sem við eigum eftir og við verðum að klára þá og koma okkur á HM,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira