„Íslendingar takið 1. september frá. Við verðum öll að hjálpast að“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar 11. júní 2018 20:30 Freyr var sáttur í leikslok. vísir/andri marinó Ísland er komið í efsta sæti riðilsins í undankeppni HM í fótbolta 2019 eftir 2-0 sigur á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var eins og við mátti búast hæst ánægður í leikslok. „Þetta var eins og ég átti von á, erfiður og óþægilegur leikur,“ sagði Freyr sem sagði fyrir leik að það væri langt síðan hann hafi verið eins órólegur fyrir leik. „Þær voru ótrúlega öflugar, ja eða ekki ótrúlega, þær eru bara orðnar öflugar.“ „Mjög feginn bara og ótrúlega stoltur að vera á toppnum með tvær umferðir eftir. Bring it on.“ Staðan var markalaus í hálfleik og þrátt fyrir að íslenska liðið hafi verið mun meira með boltann voru stelpurnar ekki sérstaklega sannfærandi og náðu lítið að skapa sér. Hélt landsliðsþjálfarinn eldræðu yfir sínum konum í leikhléi? „Ég veit það ekki. Ég var ekkert rosalega sáttur við ýmislegt en það var margt líka í lagi. Það kom eitthvað.“ Það gekk fremur erfiðlega að fá mikla leikgreiningu úr landsliðsþjálfaranum eftir leikinn þar sem fátt annað komst að en gleði og léttir yfir því að hafa klárað leikinn. „Góður sigur og við erum á toppnum. Það er það sem skiptir máli, mér er alveg sama,“ sagði hann aðspurður um mat á leiknum. Elín Metta Jensen kom með sterka innkomu af bekknum í dag og kom fyrsta markið stuttu eftir að hún kom inn á. „Frábær leikmaður. Mikið búið að ganga á hjá henni, læknisfræðin og inntökupróf og vesen. Ánægður með að hún náði þrjátíu mínútum og ég vissi að hún myndi skila þeim vel.“ Freyr fór fögrum orðum um andstæðinginn, sem þrátt fyrir að vera nokkuð langt fyrir neðan Ísland á heimslistanum var alls ekki auðveldur. „Núna þegar ég er búinn að ná í sex stig (gegn Slóveníu) og halda hreinu á móti þeim þá get ég sagt það bara að ég er ánægður með þróunina í Slóveníu og það sem er í gangi. Þær eru á réttri vegferð og það er mjög gott fyrir fótboltann að svona þjóðir á þessum kaliber séu að taka framförum.“ Ísland spilar úrslitaleik um toppsætið gegn Þjóðverjum í Laugardalnum þann 1. september en eitt stig skilur liðin að þegar tvær umferðir eru eftir. Lokaleikur Íslands er svo gegn Tékkum þann 4. september. „Þetta er geggjað. Við erum með hreinan úrslitaleik við Þýskaland 1. september. Íslendingar, takiði daginn frá. Við gerum þetta ekki án þeirra, við verðum öll að hjálpast að. Þýskaland er.. ég get ekki einu sinni lýst því. Við þurfum að hjálpast að við þetta og við erum að fara í þetta saman,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Ísland er komið í efsta sæti riðilsins í undankeppni HM í fótbolta 2019 eftir 2-0 sigur á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var eins og við mátti búast hæst ánægður í leikslok. „Þetta var eins og ég átti von á, erfiður og óþægilegur leikur,“ sagði Freyr sem sagði fyrir leik að það væri langt síðan hann hafi verið eins órólegur fyrir leik. „Þær voru ótrúlega öflugar, ja eða ekki ótrúlega, þær eru bara orðnar öflugar.“ „Mjög feginn bara og ótrúlega stoltur að vera á toppnum með tvær umferðir eftir. Bring it on.“ Staðan var markalaus í hálfleik og þrátt fyrir að íslenska liðið hafi verið mun meira með boltann voru stelpurnar ekki sérstaklega sannfærandi og náðu lítið að skapa sér. Hélt landsliðsþjálfarinn eldræðu yfir sínum konum í leikhléi? „Ég veit það ekki. Ég var ekkert rosalega sáttur við ýmislegt en það var margt líka í lagi. Það kom eitthvað.“ Það gekk fremur erfiðlega að fá mikla leikgreiningu úr landsliðsþjálfaranum eftir leikinn þar sem fátt annað komst að en gleði og léttir yfir því að hafa klárað leikinn. „Góður sigur og við erum á toppnum. Það er það sem skiptir máli, mér er alveg sama,“ sagði hann aðspurður um mat á leiknum. Elín Metta Jensen kom með sterka innkomu af bekknum í dag og kom fyrsta markið stuttu eftir að hún kom inn á. „Frábær leikmaður. Mikið búið að ganga á hjá henni, læknisfræðin og inntökupróf og vesen. Ánægður með að hún náði þrjátíu mínútum og ég vissi að hún myndi skila þeim vel.“ Freyr fór fögrum orðum um andstæðinginn, sem þrátt fyrir að vera nokkuð langt fyrir neðan Ísland á heimslistanum var alls ekki auðveldur. „Núna þegar ég er búinn að ná í sex stig (gegn Slóveníu) og halda hreinu á móti þeim þá get ég sagt það bara að ég er ánægður með þróunina í Slóveníu og það sem er í gangi. Þær eru á réttri vegferð og það er mjög gott fyrir fótboltann að svona þjóðir á þessum kaliber séu að taka framförum.“ Ísland spilar úrslitaleik um toppsætið gegn Þjóðverjum í Laugardalnum þann 1. september en eitt stig skilur liðin að þegar tvær umferðir eru eftir. Lokaleikur Íslands er svo gegn Tékkum þann 4. september. „Þetta er geggjað. Við erum með hreinan úrslitaleik við Þýskaland 1. september. Íslendingar, takiði daginn frá. Við gerum þetta ekki án þeirra, við verðum öll að hjálpast að. Þýskaland er.. ég get ekki einu sinni lýst því. Við þurfum að hjálpast að við þetta og við erum að fara í þetta saman,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira