Ekkert bendir til þess að auglýsingar hulduhópanna hafi verið ólöglegar Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júní 2018 20:31 Nokkur skjáskot af þeim síðum á Facebook sem Vísir hafði samband við fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. Engar vísbendingar eru um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu á Íslandi líkt og mörg önnur ríki hafa staðið frammi fyrir. Þá bendir heldur ekkert til þess að nafnlausar auglýsingar í aðdraganda kosninga hér á landi hafi verið ólöglegar. Þetta kemur fram í skýrslu forsætisráðherra um aðkomu og hlutdeild hulduaðila í kosningum til Alþingis hér á landi. Skýrslan var unnin að beiðni Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar, og fleiri alþingismanna, en ástæðan fyrir beiðninni var m.a. fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna sem spruttu upp fyrir þingkosningarnar 2016 og 2017. Þær síður sem voru mest áberandi voru Kosningar 2016 og Kosningar 2017 sem beindu spjótum sínum að flokkum á vinstri væng stjórnmálanna og Kosningavaktin sem rak áróður gegn flokkum á hægri vængnum. Umræddar síður voru allar vistaðar á samfélagsmiðlinum Facebook en Vísir fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma. Í skýrslu forsætisráðherra kemur þó fram að ekkert bendi til þess að umræddar herferðir hafi verið ólöglegar miðað við núgildandi lög og því er vandséð hvað stjórnvöld geti gert til að grafast nánar fyrir um hverjir stóðu á bak við þær. Þá segir í niðurstöðum skýrslunnar að grípa þurfi til aðgerða til að koma í veg fyrir óeðlileg áhrif á kosningar þar sem stjórnmálasamtök og aðrir aðilar geti beitt sér með óprúttnum hætti án þess að kósendur geti áttað sig á hver eigi í hlut. Einnig væri æskilegt að í gildi væru reglur um pólitískar auglýsingar, ekki síst í aðdraganda kosninga, og óháð miðlunarformi.Sjá einnig: Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Þá fundust engar vísbendingar um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu hér á landi líkt og mörg önnur ríki hafa staðið frammi fyrir. Fyllsta ástæða sé þó til að vera á varðbergi og fylgjast þurfi vel með umræðu í öðrum Evrópuríkjum um aðgerðir til að draga úr umfangi og áhrifum rangra og villandi upplýsinga. Grípa skuli eftir atvikum til sams konar leiða hér á landi og þar er verið að ræða. Umræða um áhrif erlendra aðila á kosningar hefur borið einna hæst í Bandaríkjunum. Þar stendur yfir rannsókn alríkislögreglunnar FBI á afskiptum Rússa og mögulegu samráði þeirra við framboð Donalds Trump í bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Engar vísbendingar eru um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu á Íslandi líkt og mörg önnur ríki hafa staðið frammi fyrir. Þá bendir heldur ekkert til þess að nafnlausar auglýsingar í aðdraganda kosninga hér á landi hafi verið ólöglegar. Þetta kemur fram í skýrslu forsætisráðherra um aðkomu og hlutdeild hulduaðila í kosningum til Alþingis hér á landi. Skýrslan var unnin að beiðni Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar, og fleiri alþingismanna, en ástæðan fyrir beiðninni var m.a. fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna sem spruttu upp fyrir þingkosningarnar 2016 og 2017. Þær síður sem voru mest áberandi voru Kosningar 2016 og Kosningar 2017 sem beindu spjótum sínum að flokkum á vinstri væng stjórnmálanna og Kosningavaktin sem rak áróður gegn flokkum á hægri vængnum. Umræddar síður voru allar vistaðar á samfélagsmiðlinum Facebook en Vísir fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma. Í skýrslu forsætisráðherra kemur þó fram að ekkert bendi til þess að umræddar herferðir hafi verið ólöglegar miðað við núgildandi lög og því er vandséð hvað stjórnvöld geti gert til að grafast nánar fyrir um hverjir stóðu á bak við þær. Þá segir í niðurstöðum skýrslunnar að grípa þurfi til aðgerða til að koma í veg fyrir óeðlileg áhrif á kosningar þar sem stjórnmálasamtök og aðrir aðilar geti beitt sér með óprúttnum hætti án þess að kósendur geti áttað sig á hver eigi í hlut. Einnig væri æskilegt að í gildi væru reglur um pólitískar auglýsingar, ekki síst í aðdraganda kosninga, og óháð miðlunarformi.Sjá einnig: Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Þá fundust engar vísbendingar um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu hér á landi líkt og mörg önnur ríki hafa staðið frammi fyrir. Fyllsta ástæða sé þó til að vera á varðbergi og fylgjast þurfi vel með umræðu í öðrum Evrópuríkjum um aðgerðir til að draga úr umfangi og áhrifum rangra og villandi upplýsinga. Grípa skuli eftir atvikum til sams konar leiða hér á landi og þar er verið að ræða. Umræða um áhrif erlendra aðila á kosningar hefur borið einna hæst í Bandaríkjunum. Þar stendur yfir rannsókn alríkislögreglunnar FBI á afskiptum Rússa og mögulegu samráði þeirra við framboð Donalds Trump í bandarísku forsetakosningunum árið 2016.
Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15