Viðræður flokkanna hófust síðasta dag maímánaðar og tóku tólf daga.
Eftir því sem fréttastofa kemst næst er gengið út frá því að Dagur B. Eggertsson verði áfram borgarstjóri í nýjum meirihluta en skipanir í embætti og áherslur nýs meirihluta verða kynntar klukkan 10:30 í fyrramálið, fyrir utan Breiðholtslaug, en viðræður flokkanna hafa að mestu leyti farið fram í Breiðholti.
Fram kemur í tilkynningu frá oddvitunum að náðst hafi niðurstaða og samkomulag um málefni, verkaskiptingu og stjórn borgarinnar á næsta kjörtímabili.
Vísir verður með beina útsendingu frá blaðamannafundinum kl. 10:30 þar sem hinn nýi meirihluti verður kynntur.
Fréttin var uppfærð kl. 7:52 þegar tilkynning barst frá oddvitunum.
