Konur í smábæ nærri Barcelona kusu með því að leyfa berbrjósta sundferðir í bænum.
Bæjaryfirvöld í L'Ametlla del Vallès blésu til atkvæðagreiðslunnar eftir hávær mótmæli íbúanna. Þau má rekja til síðasta sumars þegar lögreglumenn skipuðu tveimur berbrjósta konum að hylja sig í einni af sundlaugum bæjarins.
Sambærilegt mál hefur komið upp á Íslandi. Ung stúlka sem hugðist svamla berbrjósta í sundlauginni á Akranesi í upphafi síðasta árs var vinsamlegast beðin um að fara í bikinítopp.
Sem fyrr segir leiddi skipun spænsku lögregluþjónanna til frumlegra mótmæla þar sem fólk af öllum kynjum klæddi sig í bikíní með gervigeirvörtum.
Niðurstöður kosninganna voru nokkuð afgerandi, 61% kusu með berbrjósta sundferðum en 39% á móti. Aðeins kvenkyns íbúar bæjarins sem höfðu náð 16 ára aldri máttu taka þátt í atkvæðagreiðslunni og alls bárust um 379 atkvæði.
L'Ametlla del Vallès er í um 35 kílómetra fjarlægð frá Barcelona. Þar búa um 8000 þúsund manns.
Samþykktu berbrjósta sundferðir

Tengdar fréttir

Sundlaugin á Akranesi: Gengið út frá því að konur klæðist topp en engar starfsreglur í gildi
Hörður Kári Jóhannesson, forstöðumaður Íþróttamannvirkja segir að menn greini á um hvort að free the nipple herferðin sé einn dagur á ári eða ekki og engar starfsreglur vera í gildi um berbrjósta konur.

Uppnám í Akraneslaug vegna berbrjósta stelpu: „Það er ekki free the nipple dagurinn í dag“
Diljá Sigurðardóttur var gert að klæða sig í topp af sundlaugaverði í Jaðarsbakkalaug á Akranesi vegna þess að hún var ber að ofan í sundi.

Ingó um uppákomuna á Akranesi: Brjóst verða alltaf kynferðislega örvandi
Ingólfur Þórarinsson segir sjálfsagt að stelpur séu berar að ofan. Brjóst verði þó alltaf kynferðislega örvandi.