Miðar á tónleika Guns N‘ Roses sem verða á Laugardalsvelli þann 24. júlí næstkomandi eru nú ófáanlegir hjá tónleikahöldurum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá tónleikahöldurum en þar segir að fyrir helgi hafi einungis verið um 2000 miðar eftir sem voru allir keyptir af Netgíró. Þar hefur salan gengið vel og eru um 1000 miðar þar eftir einst og stendur. Hægt er að fá miða í gegnum netgiro.is.
Guns N‘ Roses eru nú á miðju tónleikaferðalagi sínu um Evrópu en tónleikarnir hér á landi eru þeir síðustu á ferðalagi þeirra um álfuna.

