BBC segir Belga vinna HM Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. júní 2018 17:00 Lyfta þessir gullstyttunni í Moskvu? Vísir/getty Belgar munu standa uppi sem heimsmeistarar samkvæmt útreikningum breska ríkisútvarpsins þar sem tekið var mið af sögu heimsmeistaramótsins. Mál málanna í heimi íþrótta þessa dagana er heimsmeistaramótið í Rússlandi sem hefst eftir aðeins tvo daga. 32 lið mæta til leiks og keppast um einn eftirsóttasta titil íþróttanna. Fréttamenn BBC litu yfir sögu síðustu móta og sigurvegara þeirra og fundu út hvaða lið lyftir bikarnum þann 15. júlí í Moskvu. Fyrsta skref í að skera niður þjóðirnar 32 var að taka út alla sem voru ekki í fyrsta styrkleikaflokki. Síðan HM var stækkað í þrjátíu og tveggja þjóða mót árið 1998 hefur sigurvegarinn alltaf verið í fyrsta styrkleikaflokki. Þá standa eftir Frakkar, Þjóðverjar, Brasilíumenn, Portúgalir, Argentínumenn, Belgar, Pólverjar og Rússar. Liðin í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla á HMmynd/bbcRússar eru aðeins í 66. sæti heimslistans en eru í fyrsta styrkleikaflokki sem gestgjafar. Staða þeirra sem gestgjafar hjálpar þeim þó ekki lengra, því síðan 1978 hefur gestgjafinn aðeins einu sinni unnið HM, í Frakklandi 1998. Enginn af þeim fimm þjóðum sem unnið hefur 32ja liða HM hefur fengið á sig meira en fjögur mörk í leikjunum sjö í mótinu. Af þeim sjö þjóðum sem eftir eru í pottinum eru Pólverjar með verstu vörnina, þeir fengu á sig 1,4 mark í leik í undankeppninni. Þeir detta því út. Tíu sinnum hefur HM verið haldið í Evrópu. Aðeins einu sinni hefur þjóð frá Suður-Ameríku unnið HM í Evrópu, Brasilía í Svíþjóð 1958. Því detta Suður-Ameríkuþjóðirnar út hér og eftir standa Frakkland, Belgía, Þýskaland og Portúgal..mynd/bbcNæsta skref var að skoða markmennina. Góð vörn hefur einkennt sigurvegara heimsmeistaramótsins í tíðina frekar en mikil markaskorun. Í fjórum af síðustu fimm keppnum hefur markmaður heimsmeistaranna fengið gullhanskann. Manuel Neuer, Hugo Lloris og Thibaut Courtois eru þrír af best metnu markmönnum heims svo það féll í skaut Rui Patricio og Portúgal að detta úr keppni. Þá var litið á reynsluna. Eftir að fjölgað var í 32 lið fór reynslan að skipta meira og meira máli og hefur meðaltal landsleikja innan sigurliðsins farið hækkandi síðan þá. Af þeim þremur liðum sem eftir er eru Frakkar með reynsluminnsta liðið, aðiens 24,6 landsleiki að meðaltali á meðan Þjóðverjar eru með 43,3 og Belgar 45,1. Til þess að skera um á milli Belga og Þjóðverja var gripið á það ráð að það er mjög erfitt að verja heimsmeistaratitilinn. Enginn hefur unnið tvær keppnir í röð síðan Brasilía gerði það 1958 og 1962. Þrátt fyrir mjög gott gengi Þjóðverja í HM sögunni þá vinnur hún gegn þeim hér og BBC segir Belga verða heimsmeistara. „Nema einhver annar geri það. Sem er möguleiki...“Munu Belgar vinna HM?mynd/bbc HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Belgar munu standa uppi sem heimsmeistarar samkvæmt útreikningum breska ríkisútvarpsins þar sem tekið var mið af sögu heimsmeistaramótsins. Mál málanna í heimi íþrótta þessa dagana er heimsmeistaramótið í Rússlandi sem hefst eftir aðeins tvo daga. 32 lið mæta til leiks og keppast um einn eftirsóttasta titil íþróttanna. Fréttamenn BBC litu yfir sögu síðustu móta og sigurvegara þeirra og fundu út hvaða lið lyftir bikarnum þann 15. júlí í Moskvu. Fyrsta skref í að skera niður þjóðirnar 32 var að taka út alla sem voru ekki í fyrsta styrkleikaflokki. Síðan HM var stækkað í þrjátíu og tveggja þjóða mót árið 1998 hefur sigurvegarinn alltaf verið í fyrsta styrkleikaflokki. Þá standa eftir Frakkar, Þjóðverjar, Brasilíumenn, Portúgalir, Argentínumenn, Belgar, Pólverjar og Rússar. Liðin í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla á HMmynd/bbcRússar eru aðeins í 66. sæti heimslistans en eru í fyrsta styrkleikaflokki sem gestgjafar. Staða þeirra sem gestgjafar hjálpar þeim þó ekki lengra, því síðan 1978 hefur gestgjafinn aðeins einu sinni unnið HM, í Frakklandi 1998. Enginn af þeim fimm þjóðum sem unnið hefur 32ja liða HM hefur fengið á sig meira en fjögur mörk í leikjunum sjö í mótinu. Af þeim sjö þjóðum sem eftir eru í pottinum eru Pólverjar með verstu vörnina, þeir fengu á sig 1,4 mark í leik í undankeppninni. Þeir detta því út. Tíu sinnum hefur HM verið haldið í Evrópu. Aðeins einu sinni hefur þjóð frá Suður-Ameríku unnið HM í Evrópu, Brasilía í Svíþjóð 1958. Því detta Suður-Ameríkuþjóðirnar út hér og eftir standa Frakkland, Belgía, Þýskaland og Portúgal..mynd/bbcNæsta skref var að skoða markmennina. Góð vörn hefur einkennt sigurvegara heimsmeistaramótsins í tíðina frekar en mikil markaskorun. Í fjórum af síðustu fimm keppnum hefur markmaður heimsmeistaranna fengið gullhanskann. Manuel Neuer, Hugo Lloris og Thibaut Courtois eru þrír af best metnu markmönnum heims svo það féll í skaut Rui Patricio og Portúgal að detta úr keppni. Þá var litið á reynsluna. Eftir að fjölgað var í 32 lið fór reynslan að skipta meira og meira máli og hefur meðaltal landsleikja innan sigurliðsins farið hækkandi síðan þá. Af þeim þremur liðum sem eftir er eru Frakkar með reynsluminnsta liðið, aðiens 24,6 landsleiki að meðaltali á meðan Þjóðverjar eru með 43,3 og Belgar 45,1. Til þess að skera um á milli Belga og Þjóðverja var gripið á það ráð að það er mjög erfitt að verja heimsmeistaratitilinn. Enginn hefur unnið tvær keppnir í röð síðan Brasilía gerði það 1958 og 1962. Þrátt fyrir mjög gott gengi Þjóðverja í HM sögunni þá vinnur hún gegn þeim hér og BBC segir Belga verða heimsmeistara. „Nema einhver annar geri það. Sem er möguleiki...“Munu Belgar vinna HM?mynd/bbc
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira