Rafrettufrumvarpið verður að lögum í dag Heimir Már Pétursson skrifar 12. júní 2018 13:15 Rafrettufrumvarpið er ansi umdeilt. vísir/getty Umdeilt frumvarp heilbrigðisráðherra um rafrettur verður að öllum líkindum að lögum frá Alþingi eftir hádegi. Forseti Alþingis reiknar með að það takist að ljúka þingstörfum í dag þótt þingfundur gæti dregist fram á kvöld. Beðið er eftir að frumvarp um persónuvernd komi úr nefnd svo hægt verði að afgreiða það sem lög fyrir sumarhlé Alþingis. Þingfundur hefst klukkan hálf tvö með atkvæðagreiðslum um átta mál en síðan fer fram þriðja og síðasta umræða um frumvarp til barnalaga og önnur umræða um tollalög og um veitingu ríkisborgararéttar. Í frumvarpinu um barnalög eru gerðar breytingar á því hverjir geta sótt faðernismál og í tollalagafrumvarpinu eru gerðar leiðréttingar varðandi innflutning á ostum og móðurmjólk. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis á von á að hægt verði að ljúka þingstörfum fyrir sumarhlé að minnsta kosti innan sólarhrings héðan í frá. En allsherjar- og menntamálanefnd sé enn að ræða frumvarp dómsmálaráðherra um persónuvernd og vörslu persónuupplýsinga. „Það stendur enn yfir vinna þar eiins og kunnugt er. Þannig að við erum alveg eins undir það búin að þurfa að bíða eitthvaðe eftir lokaskjölum úr þeirri átt. Eitthvað fram eftir degi eða fram eftir kvöldi. Það er það sem mun ráða ferð, hversu fljótt vinnst að klára málin þar,“ segir Steingrímur. Á meðan verði tíminn notaður til að tæma dagskrá Alþingis að mestu að öðru leyti. Það geti því vel verið að þingfundur dragist langt fram á kvöld og það gæti jafnvel farið svo að fundað verði í einhvern tíma á morgun. Flokkarnir á Alþingi náðu samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þinghlé síðast liðinn fimmtudag.En er samkomulag þegar þetta er komið út úr nefndinni með hvaða hætti umræðan um persónuverndar frumvarið fer fram? „Við göngum bara út frá því að í sama sama anda og verið hefur verði henni stillt þannig í hóf að það fari ekki afskaplegur tími í það. En að sjálfsögðu fá allir sem þess þurfa og vilja að tjá sig og það getur vel verið að sú umræða taki einhverja klukkutíma. Það bara hefur sinn gang,“ segir forseti Alþingis. Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um rafrettur verður að öllum líkindum að lögum við atkvæðagreiðslu upp úr klukkan hálf tvö í dag. Óttar Proppé fyrrverandi heilbrigðisráðherra reyndi að koma slíku frumvarpi í gegnum þingið en það tókst ekki af ýmsum ástæðum meðal annars vegna þess hvað fyrri ríkisstjórn var skammlíf. Frumvarpið setur ýmsar skorður á innflutning, sölu og dreifingu á rafrettum og efnum í þær og finsnt mörgum of langt gengið með frumvarpinu.Býstu við að margir þurfi að minnsta kosti að gera grein fyrir atkvæði sínu í því máli? „Já, já það geta orðið einhverjir nokkrir. En það eru stutter yfirlýsingar sem menn geta gefið við loka atkvæðagreiðslur,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Tengdar fréttir Þingmenn neyðast til að nota netsíur til að verjast fjöldapósti rafrettuvina Alþingismenn eru að drukkna í tölvupóstum frá reiðum rafrettu-unnendum og þingmaður Pírata segir það skemma fyrir málstað þeirra. 6. júní 2018 15:30 Samið um afgreiðslu þingmála í veipfylltum bakherbergjum 14 lagafrumvörp hafa verið borin upp til fyrri atkvæðagreiðslu og samþykkt á Alþingi í kvöld en 9 mál bíða enn afgreiðslu. Þingmenn vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum á morgun og samkvæmt heimildum fréttastofu verður öllum frekari atkvæðagreiðslum frestað til morguns. 11. júní 2018 21:11 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Umdeilt frumvarp heilbrigðisráðherra um rafrettur verður að öllum líkindum að lögum frá Alþingi eftir hádegi. Forseti Alþingis reiknar með að það takist að ljúka þingstörfum í dag þótt þingfundur gæti dregist fram á kvöld. Beðið er eftir að frumvarp um persónuvernd komi úr nefnd svo hægt verði að afgreiða það sem lög fyrir sumarhlé Alþingis. Þingfundur hefst klukkan hálf tvö með atkvæðagreiðslum um átta mál en síðan fer fram þriðja og síðasta umræða um frumvarp til barnalaga og önnur umræða um tollalög og um veitingu ríkisborgararéttar. Í frumvarpinu um barnalög eru gerðar breytingar á því hverjir geta sótt faðernismál og í tollalagafrumvarpinu eru gerðar leiðréttingar varðandi innflutning á ostum og móðurmjólk. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis á von á að hægt verði að ljúka þingstörfum fyrir sumarhlé að minnsta kosti innan sólarhrings héðan í frá. En allsherjar- og menntamálanefnd sé enn að ræða frumvarp dómsmálaráðherra um persónuvernd og vörslu persónuupplýsinga. „Það stendur enn yfir vinna þar eiins og kunnugt er. Þannig að við erum alveg eins undir það búin að þurfa að bíða eitthvaðe eftir lokaskjölum úr þeirri átt. Eitthvað fram eftir degi eða fram eftir kvöldi. Það er það sem mun ráða ferð, hversu fljótt vinnst að klára málin þar,“ segir Steingrímur. Á meðan verði tíminn notaður til að tæma dagskrá Alþingis að mestu að öðru leyti. Það geti því vel verið að þingfundur dragist langt fram á kvöld og það gæti jafnvel farið svo að fundað verði í einhvern tíma á morgun. Flokkarnir á Alþingi náðu samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þinghlé síðast liðinn fimmtudag.En er samkomulag þegar þetta er komið út úr nefndinni með hvaða hætti umræðan um persónuverndar frumvarið fer fram? „Við göngum bara út frá því að í sama sama anda og verið hefur verði henni stillt þannig í hóf að það fari ekki afskaplegur tími í það. En að sjálfsögðu fá allir sem þess þurfa og vilja að tjá sig og það getur vel verið að sú umræða taki einhverja klukkutíma. Það bara hefur sinn gang,“ segir forseti Alþingis. Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um rafrettur verður að öllum líkindum að lögum við atkvæðagreiðslu upp úr klukkan hálf tvö í dag. Óttar Proppé fyrrverandi heilbrigðisráðherra reyndi að koma slíku frumvarpi í gegnum þingið en það tókst ekki af ýmsum ástæðum meðal annars vegna þess hvað fyrri ríkisstjórn var skammlíf. Frumvarpið setur ýmsar skorður á innflutning, sölu og dreifingu á rafrettum og efnum í þær og finsnt mörgum of langt gengið með frumvarpinu.Býstu við að margir þurfi að minnsta kosti að gera grein fyrir atkvæði sínu í því máli? „Já, já það geta orðið einhverjir nokkrir. En það eru stutter yfirlýsingar sem menn geta gefið við loka atkvæðagreiðslur,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Tengdar fréttir Þingmenn neyðast til að nota netsíur til að verjast fjöldapósti rafrettuvina Alþingismenn eru að drukkna í tölvupóstum frá reiðum rafrettu-unnendum og þingmaður Pírata segir það skemma fyrir málstað þeirra. 6. júní 2018 15:30 Samið um afgreiðslu þingmála í veipfylltum bakherbergjum 14 lagafrumvörp hafa verið borin upp til fyrri atkvæðagreiðslu og samþykkt á Alþingi í kvöld en 9 mál bíða enn afgreiðslu. Þingmenn vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum á morgun og samkvæmt heimildum fréttastofu verður öllum frekari atkvæðagreiðslum frestað til morguns. 11. júní 2018 21:11 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Þingmenn neyðast til að nota netsíur til að verjast fjöldapósti rafrettuvina Alþingismenn eru að drukkna í tölvupóstum frá reiðum rafrettu-unnendum og þingmaður Pírata segir það skemma fyrir málstað þeirra. 6. júní 2018 15:30
Samið um afgreiðslu þingmála í veipfylltum bakherbergjum 14 lagafrumvörp hafa verið borin upp til fyrri atkvæðagreiðslu og samþykkt á Alþingi í kvöld en 9 mál bíða enn afgreiðslu. Þingmenn vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum á morgun og samkvæmt heimildum fréttastofu verður öllum frekari atkvæðagreiðslum frestað til morguns. 11. júní 2018 21:11