Rafrettufrumvarpið verður að lögum í dag Heimir Már Pétursson skrifar 12. júní 2018 13:15 Rafrettufrumvarpið er ansi umdeilt. vísir/getty Umdeilt frumvarp heilbrigðisráðherra um rafrettur verður að öllum líkindum að lögum frá Alþingi eftir hádegi. Forseti Alþingis reiknar með að það takist að ljúka þingstörfum í dag þótt þingfundur gæti dregist fram á kvöld. Beðið er eftir að frumvarp um persónuvernd komi úr nefnd svo hægt verði að afgreiða það sem lög fyrir sumarhlé Alþingis. Þingfundur hefst klukkan hálf tvö með atkvæðagreiðslum um átta mál en síðan fer fram þriðja og síðasta umræða um frumvarp til barnalaga og önnur umræða um tollalög og um veitingu ríkisborgararéttar. Í frumvarpinu um barnalög eru gerðar breytingar á því hverjir geta sótt faðernismál og í tollalagafrumvarpinu eru gerðar leiðréttingar varðandi innflutning á ostum og móðurmjólk. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis á von á að hægt verði að ljúka þingstörfum fyrir sumarhlé að minnsta kosti innan sólarhrings héðan í frá. En allsherjar- og menntamálanefnd sé enn að ræða frumvarp dómsmálaráðherra um persónuvernd og vörslu persónuupplýsinga. „Það stendur enn yfir vinna þar eiins og kunnugt er. Þannig að við erum alveg eins undir það búin að þurfa að bíða eitthvaðe eftir lokaskjölum úr þeirri átt. Eitthvað fram eftir degi eða fram eftir kvöldi. Það er það sem mun ráða ferð, hversu fljótt vinnst að klára málin þar,“ segir Steingrímur. Á meðan verði tíminn notaður til að tæma dagskrá Alþingis að mestu að öðru leyti. Það geti því vel verið að þingfundur dragist langt fram á kvöld og það gæti jafnvel farið svo að fundað verði í einhvern tíma á morgun. Flokkarnir á Alþingi náðu samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þinghlé síðast liðinn fimmtudag.En er samkomulag þegar þetta er komið út úr nefndinni með hvaða hætti umræðan um persónuverndar frumvarið fer fram? „Við göngum bara út frá því að í sama sama anda og verið hefur verði henni stillt þannig í hóf að það fari ekki afskaplegur tími í það. En að sjálfsögðu fá allir sem þess þurfa og vilja að tjá sig og það getur vel verið að sú umræða taki einhverja klukkutíma. Það bara hefur sinn gang,“ segir forseti Alþingis. Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um rafrettur verður að öllum líkindum að lögum við atkvæðagreiðslu upp úr klukkan hálf tvö í dag. Óttar Proppé fyrrverandi heilbrigðisráðherra reyndi að koma slíku frumvarpi í gegnum þingið en það tókst ekki af ýmsum ástæðum meðal annars vegna þess hvað fyrri ríkisstjórn var skammlíf. Frumvarpið setur ýmsar skorður á innflutning, sölu og dreifingu á rafrettum og efnum í þær og finsnt mörgum of langt gengið með frumvarpinu.Býstu við að margir þurfi að minnsta kosti að gera grein fyrir atkvæði sínu í því máli? „Já, já það geta orðið einhverjir nokkrir. En það eru stutter yfirlýsingar sem menn geta gefið við loka atkvæðagreiðslur,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Tengdar fréttir Þingmenn neyðast til að nota netsíur til að verjast fjöldapósti rafrettuvina Alþingismenn eru að drukkna í tölvupóstum frá reiðum rafrettu-unnendum og þingmaður Pírata segir það skemma fyrir málstað þeirra. 6. júní 2018 15:30 Samið um afgreiðslu þingmála í veipfylltum bakherbergjum 14 lagafrumvörp hafa verið borin upp til fyrri atkvæðagreiðslu og samþykkt á Alþingi í kvöld en 9 mál bíða enn afgreiðslu. Þingmenn vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum á morgun og samkvæmt heimildum fréttastofu verður öllum frekari atkvæðagreiðslum frestað til morguns. 11. júní 2018 21:11 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Sjá meira
Umdeilt frumvarp heilbrigðisráðherra um rafrettur verður að öllum líkindum að lögum frá Alþingi eftir hádegi. Forseti Alþingis reiknar með að það takist að ljúka þingstörfum í dag þótt þingfundur gæti dregist fram á kvöld. Beðið er eftir að frumvarp um persónuvernd komi úr nefnd svo hægt verði að afgreiða það sem lög fyrir sumarhlé Alþingis. Þingfundur hefst klukkan hálf tvö með atkvæðagreiðslum um átta mál en síðan fer fram þriðja og síðasta umræða um frumvarp til barnalaga og önnur umræða um tollalög og um veitingu ríkisborgararéttar. Í frumvarpinu um barnalög eru gerðar breytingar á því hverjir geta sótt faðernismál og í tollalagafrumvarpinu eru gerðar leiðréttingar varðandi innflutning á ostum og móðurmjólk. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis á von á að hægt verði að ljúka þingstörfum fyrir sumarhlé að minnsta kosti innan sólarhrings héðan í frá. En allsherjar- og menntamálanefnd sé enn að ræða frumvarp dómsmálaráðherra um persónuvernd og vörslu persónuupplýsinga. „Það stendur enn yfir vinna þar eiins og kunnugt er. Þannig að við erum alveg eins undir það búin að þurfa að bíða eitthvaðe eftir lokaskjölum úr þeirri átt. Eitthvað fram eftir degi eða fram eftir kvöldi. Það er það sem mun ráða ferð, hversu fljótt vinnst að klára málin þar,“ segir Steingrímur. Á meðan verði tíminn notaður til að tæma dagskrá Alþingis að mestu að öðru leyti. Það geti því vel verið að þingfundur dragist langt fram á kvöld og það gæti jafnvel farið svo að fundað verði í einhvern tíma á morgun. Flokkarnir á Alþingi náðu samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þinghlé síðast liðinn fimmtudag.En er samkomulag þegar þetta er komið út úr nefndinni með hvaða hætti umræðan um persónuverndar frumvarið fer fram? „Við göngum bara út frá því að í sama sama anda og verið hefur verði henni stillt þannig í hóf að það fari ekki afskaplegur tími í það. En að sjálfsögðu fá allir sem þess þurfa og vilja að tjá sig og það getur vel verið að sú umræða taki einhverja klukkutíma. Það bara hefur sinn gang,“ segir forseti Alþingis. Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um rafrettur verður að öllum líkindum að lögum við atkvæðagreiðslu upp úr klukkan hálf tvö í dag. Óttar Proppé fyrrverandi heilbrigðisráðherra reyndi að koma slíku frumvarpi í gegnum þingið en það tókst ekki af ýmsum ástæðum meðal annars vegna þess hvað fyrri ríkisstjórn var skammlíf. Frumvarpið setur ýmsar skorður á innflutning, sölu og dreifingu á rafrettum og efnum í þær og finsnt mörgum of langt gengið með frumvarpinu.Býstu við að margir þurfi að minnsta kosti að gera grein fyrir atkvæði sínu í því máli? „Já, já það geta orðið einhverjir nokkrir. En það eru stutter yfirlýsingar sem menn geta gefið við loka atkvæðagreiðslur,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Tengdar fréttir Þingmenn neyðast til að nota netsíur til að verjast fjöldapósti rafrettuvina Alþingismenn eru að drukkna í tölvupóstum frá reiðum rafrettu-unnendum og þingmaður Pírata segir það skemma fyrir málstað þeirra. 6. júní 2018 15:30 Samið um afgreiðslu þingmála í veipfylltum bakherbergjum 14 lagafrumvörp hafa verið borin upp til fyrri atkvæðagreiðslu og samþykkt á Alþingi í kvöld en 9 mál bíða enn afgreiðslu. Þingmenn vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum á morgun og samkvæmt heimildum fréttastofu verður öllum frekari atkvæðagreiðslum frestað til morguns. 11. júní 2018 21:11 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Sjá meira
Þingmenn neyðast til að nota netsíur til að verjast fjöldapósti rafrettuvina Alþingismenn eru að drukkna í tölvupóstum frá reiðum rafrettu-unnendum og þingmaður Pírata segir það skemma fyrir málstað þeirra. 6. júní 2018 15:30
Samið um afgreiðslu þingmála í veipfylltum bakherbergjum 14 lagafrumvörp hafa verið borin upp til fyrri atkvæðagreiðslu og samþykkt á Alþingi í kvöld en 9 mál bíða enn afgreiðslu. Þingmenn vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum á morgun og samkvæmt heimildum fréttastofu verður öllum frekari atkvæðagreiðslum frestað til morguns. 11. júní 2018 21:11
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent