Einn leikskóli í hverju hverfi opinn næsta sumar Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. júní 2018 15:12 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, í Breiðholtinu í dag þar sem nýr meirihluti í Reykjavík var kynntur. vísir/sigtryggur ari Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn og nýr formaður borgarráðs, segir að nýr meirihluti í Reykjavík muni koma til með að hafa mikil áhrif á allt sem snýr að barnafjölskyldum. Þannig verður einn leikskóli opinn í hverju hverfi næsta sumar svo júlílokanir leikskóla sem verið hafa undanfarin ár munu ekki koma til þeim leikskólum. Í samtali við fréttastofu eftir að meirihlutinn var kynntur í Breiðholti í morgun sagði Þórdís Lóa að það hefði ekki verið neitt sérstaklega flókið að setja saman málefnasamninginn. „Það var ekkert sérstaklega flókið og það vissum við svolítið áður en við fórum af stað í formlegar meirihlutaviðræður af því að við höfðum tekið landslagið vel áður. Viðreisn var þarna í svolítilli lykilstöðu þannig að við höfðum samtal við í rauninni flesta og nánast alla oddvita. Þannig að við vissum að áður en við fórum af stað að við værum mjög samstíga í mjög stórum málum. Þannig að þetta gekk vel en auðvitað eru fjögur ár langur tími og það er fullt af verkefnum framundan sem við þurfum að taka á. Við urðum að ræða okkur djúpt í málin og það gerðum við,“ sagði Þórdís Lóa.Samhugur og samvinna grunnurinn Hún segir meirihlutann leggja áherslu á að vinna sem eitt lið og einn hópur. „Auðvitað er meirihluti alltaf tæpur ef að það er mikil óánægja þannig að það er samhugur og samvinna sem verður að vera grunnurinn að þessu og það er á þeim grunni sem við byggjum.“ Viðreisn var í ákveðinni lykilstöðu eftir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí síðastliðinn. Spurð út í hvort að flokkurinn hefði beitt sér eitthvað í viðræðunum í því ljós og nýtt sér það sagði Þórdís Lóa. „Auðvitað settum við áherslu á okkar mál eins og allir flokkar. Það er mikilvægt í samningaviðræðum að allir komi vel út, ekki bara einn, þó hann sé í yfirburðastöðu til að byrja með. Þannig að við bara lögðum það svolítið á borðið að við vildum að þetta yrði þéttur og góður hópur með þétt og góð málefni sameiginleg og það gekk bara mjög vel.“ Hún segir að í fyrstu verkefnum nýs meirihluta verði horft til barnafjölskyldna. „Hann kemur til með að hafa mikil áhrif á allt sem snýr að barnafjölskyldum, í skólamálunum, við erum með mjög flottar aðgerðir þar. Sem dæmi, þá næsta sumar ætlum við að bjóða upp á það að það verði einn leikskóli opinn í hverju hverfi til að foreldrar og fjölskyldur hafi val. Það kemur til með að finnast í buddum stórra barnafjölskyldna, fyrirtæki fá lækkaðan fasteignaskatt, þetta eru svona þessar aðgerðir sem fólk kemur til með að finna strax fyrir.“ Kosningar 2018 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn og nýr formaður borgarráðs, segir að nýr meirihluti í Reykjavík muni koma til með að hafa mikil áhrif á allt sem snýr að barnafjölskyldum. Þannig verður einn leikskóli opinn í hverju hverfi næsta sumar svo júlílokanir leikskóla sem verið hafa undanfarin ár munu ekki koma til þeim leikskólum. Í samtali við fréttastofu eftir að meirihlutinn var kynntur í Breiðholti í morgun sagði Þórdís Lóa að það hefði ekki verið neitt sérstaklega flókið að setja saman málefnasamninginn. „Það var ekkert sérstaklega flókið og það vissum við svolítið áður en við fórum af stað í formlegar meirihlutaviðræður af því að við höfðum tekið landslagið vel áður. Viðreisn var þarna í svolítilli lykilstöðu þannig að við höfðum samtal við í rauninni flesta og nánast alla oddvita. Þannig að við vissum að áður en við fórum af stað að við værum mjög samstíga í mjög stórum málum. Þannig að þetta gekk vel en auðvitað eru fjögur ár langur tími og það er fullt af verkefnum framundan sem við þurfum að taka á. Við urðum að ræða okkur djúpt í málin og það gerðum við,“ sagði Þórdís Lóa.Samhugur og samvinna grunnurinn Hún segir meirihlutann leggja áherslu á að vinna sem eitt lið og einn hópur. „Auðvitað er meirihluti alltaf tæpur ef að það er mikil óánægja þannig að það er samhugur og samvinna sem verður að vera grunnurinn að þessu og það er á þeim grunni sem við byggjum.“ Viðreisn var í ákveðinni lykilstöðu eftir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí síðastliðinn. Spurð út í hvort að flokkurinn hefði beitt sér eitthvað í viðræðunum í því ljós og nýtt sér það sagði Þórdís Lóa. „Auðvitað settum við áherslu á okkar mál eins og allir flokkar. Það er mikilvægt í samningaviðræðum að allir komi vel út, ekki bara einn, þó hann sé í yfirburðastöðu til að byrja með. Þannig að við bara lögðum það svolítið á borðið að við vildum að þetta yrði þéttur og góður hópur með þétt og góð málefni sameiginleg og það gekk bara mjög vel.“ Hún segir að í fyrstu verkefnum nýs meirihluta verði horft til barnafjölskyldna. „Hann kemur til með að hafa mikil áhrif á allt sem snýr að barnafjölskyldum, í skólamálunum, við erum með mjög flottar aðgerðir þar. Sem dæmi, þá næsta sumar ætlum við að bjóða upp á það að það verði einn leikskóli opinn í hverju hverfi til að foreldrar og fjölskyldur hafi val. Það kemur til með að finnast í buddum stórra barnafjölskyldna, fyrirtæki fá lækkaðan fasteignaskatt, þetta eru svona þessar aðgerðir sem fólk kemur til með að finna strax fyrir.“
Kosningar 2018 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Sjá meira