Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skrifstofustjóri Alþingis leyfðu hálfnakta fólkið Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júní 2018 17:41 Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir gjörninginn í beinu samhengi við #MeToo-hreyfinguna og ítrekar að Alþingi eigi að vera í góðum tengslum við þjóðlífið. visir/anton brink Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skrifstofustjóri Alþingis veittu leyfi fyrir því að „hálfnakið fólk nýtti Alþingishúsið í auglýsingaskyni“, að því er fram kemur í svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Miðflokksins, um það hver hefði gefið leyfi fyrir myndatöku Demoncrazy í Alþingishúsinu á dögunum. Þá sé leyfið klæðaburði alþingismanna óviðkomandi.Sjá einnig: Segir viðbrögð Sigmundar Davíðs við berum brjóstum vera áframhald af verkinuFyrirspurn Sigmundar Davíðs var í fimm liðum en meðal þeirra upplýsinga sem hann óskaði eftir var hvort forseti Alþingis telji notkun Demoncrazy á Alþingishúsinu til þess fallna að auka virðingu þingsins. Þá vildi hann vita hvort leyfið hafi verið til marks um það hvort vænta mætti frekari tilslakana á reglum um klæðaburð alþingismanna. Fyrirspurnina má sjá í heild hér.Í beinu samhengi við #MeToo Um leyfisveitingu fyrir myndatökunni segir í svari Steingríms að þar sem myndirnar hafi verið teknar í þingflokksherbergi Sjálfstæðisflokksins hafi formaður þingflokks flokksins, sem nú er Birgir Ármannsson, veitt leyfið. Ekki hafi þótt ástæða af hálfu forseta Alþingis til að gera athugasemdir við það. „Varðandi þann listgjörning að hópur kvenna gekk berbrjósta út úr Alþingishúsinu um aðaldyr og út í bæinn, þá var leyfi til þess veitt af skrifstofustjóra Alþingis og er það sömuleiðis athugasemdalaust af hálfu forseta,“ segir enn fremur í svari Steingríms. Þá bætir hann við að gjörningurinn sé í beinu samhengi við „þá vakingu sem konur víða um heim, og einnig á Íslandi, hafa hrundið af stað undir formerkjunum „Ég líka“ (e. MeToo).“Sigmundur Davíð bíður nú eftir svari við fyrirspurn sinni um hvort og hvers vegna leyfi hafi verið gefið fyrir myndatökunni. Þessi mynd er hluti af sýningunni Demoncrazy.Mynd/Magnús AndersenSnyrtilegum klæðaburði þingmanna óviðkomandi Í svari Steingríms kemur auk þess fram að eðlilega geti verið skiptar skoðanir um það hvort umrædd notkun á þinghúsinu sé til þess fallin að auka virðingu Alþingis. Viðhorf forseta sé hins vegar að Alþingi eigi að vera í „góðum tengslum við þjóðlífið og finna til í stormum sinnar tíðar.“ Steingrímur segir enn fremur enga afstöðu af sinni hálfu hafa verið tekna til þess boðskapar sem listamennirnir vildu koma á framfæri. Hann dragi þó engan dul á að hann líti með „velvilja og aðdáun“ á baráttu kvenna síðustu misseri. Að lokum sé listviðburðurinn „rótgrónum venjum um snyrtilegan klæðaburð þingmanna við vinnu sína“ óviðkomandi með öllu. Leyfið sé þannig ekki til marks um að vænta megi frekari tilslakana á reglum um klæðaburð Alþingismanna. Gjörningurinn hefur vakið mikla athygli en hann fór fram við Austurvöll í tilefni af opnun sýningar á Listahátíð Reykjavíkur. Borghildur Indriðadóttir, sem stendur að baki sýningunni, sagði viðbrögð Sigmundar Davíðs vera áframhald af verkinu í samtali við Vísi í dag. Alþingi MeToo Tengdar fréttir Sigmundur Davíð vill vita hver leyfði „hálfnakið fólk“ í Alþingishúsinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til forseta Alþingis þess efnis hver hafi gefið leyfi fyrir myndatöku Demoncrazy í Alþingishúsinu á dögunum. 11. júní 2018 16:37 Segir viðbrögð Sigmundar Davíðs við berum brjóstum vera áframhald af verkinu Sýningin Demoncrazy hefur vakið töluvert umtal síðustu daga. 12. júní 2018 15:45 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skrifstofustjóri Alþingis veittu leyfi fyrir því að „hálfnakið fólk nýtti Alþingishúsið í auglýsingaskyni“, að því er fram kemur í svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Miðflokksins, um það hver hefði gefið leyfi fyrir myndatöku Demoncrazy í Alþingishúsinu á dögunum. Þá sé leyfið klæðaburði alþingismanna óviðkomandi.Sjá einnig: Segir viðbrögð Sigmundar Davíðs við berum brjóstum vera áframhald af verkinuFyrirspurn Sigmundar Davíðs var í fimm liðum en meðal þeirra upplýsinga sem hann óskaði eftir var hvort forseti Alþingis telji notkun Demoncrazy á Alþingishúsinu til þess fallna að auka virðingu þingsins. Þá vildi hann vita hvort leyfið hafi verið til marks um það hvort vænta mætti frekari tilslakana á reglum um klæðaburð alþingismanna. Fyrirspurnina má sjá í heild hér.Í beinu samhengi við #MeToo Um leyfisveitingu fyrir myndatökunni segir í svari Steingríms að þar sem myndirnar hafi verið teknar í þingflokksherbergi Sjálfstæðisflokksins hafi formaður þingflokks flokksins, sem nú er Birgir Ármannsson, veitt leyfið. Ekki hafi þótt ástæða af hálfu forseta Alþingis til að gera athugasemdir við það. „Varðandi þann listgjörning að hópur kvenna gekk berbrjósta út úr Alþingishúsinu um aðaldyr og út í bæinn, þá var leyfi til þess veitt af skrifstofustjóra Alþingis og er það sömuleiðis athugasemdalaust af hálfu forseta,“ segir enn fremur í svari Steingríms. Þá bætir hann við að gjörningurinn sé í beinu samhengi við „þá vakingu sem konur víða um heim, og einnig á Íslandi, hafa hrundið af stað undir formerkjunum „Ég líka“ (e. MeToo).“Sigmundur Davíð bíður nú eftir svari við fyrirspurn sinni um hvort og hvers vegna leyfi hafi verið gefið fyrir myndatökunni. Þessi mynd er hluti af sýningunni Demoncrazy.Mynd/Magnús AndersenSnyrtilegum klæðaburði þingmanna óviðkomandi Í svari Steingríms kemur auk þess fram að eðlilega geti verið skiptar skoðanir um það hvort umrædd notkun á þinghúsinu sé til þess fallin að auka virðingu Alþingis. Viðhorf forseta sé hins vegar að Alþingi eigi að vera í „góðum tengslum við þjóðlífið og finna til í stormum sinnar tíðar.“ Steingrímur segir enn fremur enga afstöðu af sinni hálfu hafa verið tekna til þess boðskapar sem listamennirnir vildu koma á framfæri. Hann dragi þó engan dul á að hann líti með „velvilja og aðdáun“ á baráttu kvenna síðustu misseri. Að lokum sé listviðburðurinn „rótgrónum venjum um snyrtilegan klæðaburð þingmanna við vinnu sína“ óviðkomandi með öllu. Leyfið sé þannig ekki til marks um að vænta megi frekari tilslakana á reglum um klæðaburð Alþingismanna. Gjörningurinn hefur vakið mikla athygli en hann fór fram við Austurvöll í tilefni af opnun sýningar á Listahátíð Reykjavíkur. Borghildur Indriðadóttir, sem stendur að baki sýningunni, sagði viðbrögð Sigmundar Davíðs vera áframhald af verkinu í samtali við Vísi í dag.
Alþingi MeToo Tengdar fréttir Sigmundur Davíð vill vita hver leyfði „hálfnakið fólk“ í Alþingishúsinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til forseta Alþingis þess efnis hver hafi gefið leyfi fyrir myndatöku Demoncrazy í Alþingishúsinu á dögunum. 11. júní 2018 16:37 Segir viðbrögð Sigmundar Davíðs við berum brjóstum vera áframhald af verkinu Sýningin Demoncrazy hefur vakið töluvert umtal síðustu daga. 12. júní 2018 15:45 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Sigmundur Davíð vill vita hver leyfði „hálfnakið fólk“ í Alþingishúsinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til forseta Alþingis þess efnis hver hafi gefið leyfi fyrir myndatöku Demoncrazy í Alþingishúsinu á dögunum. 11. júní 2018 16:37
Segir viðbrögð Sigmundar Davíðs við berum brjóstum vera áframhald af verkinu Sýningin Demoncrazy hefur vakið töluvert umtal síðustu daga. 12. júní 2018 15:45