Pólland rúllaði yfir Litháen í síðasta vináttulandsleik Póllands fyrir HM en Pólverjarnir náðu að skora fjögur mörk og halda hreinu. Lokatölur 4-0.
Robert Lewandowski kom Pólverjum yfir strax á nítjándu mínútu leiksins og fjórtán mínútum síðar tvöfaldaði hann forystuna. Staðan var 2-0 í hálfleik, Pólverjum í vil.
Í síðari hálfleik bættu Pólverjarnir við tveimur mörkum. Dawid Kownacki skoraði þriða markið á 70. mínútu og átta mínútum fyrir leikslok skoraði Jakub Blaszczykowski fjórða og síðasta markið.
Eftir viku spilar Pólland fyrsta leikinn á HM en þá mætir liðið Senegal. Í kjölfarið koma svo leikir gegn Kólumbíu og Japan.
Lewandowski með tvö og Pólverjar koma heitir inn á HM
Anton Ingi Leifsson skrifar
