„Skjóta þarf loku fyrir það að alþingi geti hækkað laun sín umfram almenna launaþróun“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. júní 2018 19:45 Þingmaður Pírata hefur áhyggjur af því að þingmenn komi til með að ákvarða laun sín sjálfir í gegnum fjárlög nú þegar alþingi hefur samþykkt að leggja Kjararáð niður. Fjármálaráðherra boðar nýtt frumvarp um hvernig laun embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa verði ákvörðuð. Alþing samþykkti í gærkvöldi að leggja kjararáð niður með 48 greiddum atkvæðum þingmanna. Fjórtán þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Núgildandi lög um kjararáð koma til með að falla niður 1. júlí næstkomandi.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/VilhelmStarfshópur um málefni kjararáði átti að bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndunum og leggja fram tillögur um breytingar Nýtt frumvarp er væntanlegt um hvernig laun embættismanna og þjóðkjörinna starfsmanna verði ákvörðuð. „Það frumvarp mun koma inn í samráðsgáttina núna í þessum mánuði og verða lagt fyrir í haust,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Þingmaður Pírata sem sat hjá við atkvæðagreiðsluna hefur áhyggjur af því að þingmennirnir sjálfir komi til með að ákvarða laun sín.Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm„Það er að sjálfsögðu gott að leggja niður Kjararáð í þeirri mynd sem það hefur verið þar sem það hefur tekið ákvarðanir sem flestir benda á að stangist á við lög. Aftur á móti það sem Píratar hafa bent á er, hvað kemur í staðinn? Það er að vísu gott, það sem kemur í staðinn er að ákvarðanir um launahækkanir helstu ráðamanna fylgja þá launahækkunum opinberra starfsmanna árið á undan,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og bætir við að á endanum séu það þingmenn sjálfir sem myndu þurfa að taka ákvörðun á fjárlögum um hver raunveruleg hækkun launa verði og gætu freistast til að hækka þau of mikið. „Ég átta mig ekki á í hverju freistnivandinn ætti að liggja. Hér erum við að horfa á svolítið stóra mynd og hún snýst um það að reyna teygja sig eftir meiri sátt við vinnumarkaðinn og ef menn ætla, í miðju kafi, þar sem menn eru að reyna skapa sátt að falla í einhvern freistnivanda að þá held ég að menn séu á rangri braut,“ segir Bjarni. „Þegar öllu er á botninn hvolft að þá þarf að skjóta loku fyrir það að alþingi gæti freistast til þess að hækka sín laun umfram almenna launaþróun,“ segir Jón Þór. Alþingi Tengdar fréttir Rafrettufrumvarpið samþykkt með 54 samhljóða atkvæðum Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, var samþykkt á Alþingi núna skömmu eftir klukkan 15 í dag með 54 samhljóða atkvæðum. 12. júní 2018 15:23 Samið um afgreiðslu þingmála í veipfylltum bakherbergjum 14 lagafrumvörp hafa verið borin upp til fyrri atkvæðagreiðslu og samþykkt á Alþingi í kvöld en 9 mál bíða enn afgreiðslu. Þingmenn vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum á morgun og samkvæmt heimildum fréttastofu verður öllum frekari atkvæðagreiðslum frestað til morguns. 11. júní 2018 21:11 Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Búist er við að þingfundur standi fram á kvöld og að jafnvel þurfi að funda á morgun til að afgreiða þau mál sem samkomulag er um að klára áður en þing fer í sumarhlé. 12. júní 2018 19:30 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Þingmaður Pírata hefur áhyggjur af því að þingmenn komi til með að ákvarða laun sín sjálfir í gegnum fjárlög nú þegar alþingi hefur samþykkt að leggja Kjararáð niður. Fjármálaráðherra boðar nýtt frumvarp um hvernig laun embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa verði ákvörðuð. Alþing samþykkti í gærkvöldi að leggja kjararáð niður með 48 greiddum atkvæðum þingmanna. Fjórtán þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Núgildandi lög um kjararáð koma til með að falla niður 1. júlí næstkomandi.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/VilhelmStarfshópur um málefni kjararáði átti að bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndunum og leggja fram tillögur um breytingar Nýtt frumvarp er væntanlegt um hvernig laun embættismanna og þjóðkjörinna starfsmanna verði ákvörðuð. „Það frumvarp mun koma inn í samráðsgáttina núna í þessum mánuði og verða lagt fyrir í haust,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Þingmaður Pírata sem sat hjá við atkvæðagreiðsluna hefur áhyggjur af því að þingmennirnir sjálfir komi til með að ákvarða laun sín.Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm„Það er að sjálfsögðu gott að leggja niður Kjararáð í þeirri mynd sem það hefur verið þar sem það hefur tekið ákvarðanir sem flestir benda á að stangist á við lög. Aftur á móti það sem Píratar hafa bent á er, hvað kemur í staðinn? Það er að vísu gott, það sem kemur í staðinn er að ákvarðanir um launahækkanir helstu ráðamanna fylgja þá launahækkunum opinberra starfsmanna árið á undan,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og bætir við að á endanum séu það þingmenn sjálfir sem myndu þurfa að taka ákvörðun á fjárlögum um hver raunveruleg hækkun launa verði og gætu freistast til að hækka þau of mikið. „Ég átta mig ekki á í hverju freistnivandinn ætti að liggja. Hér erum við að horfa á svolítið stóra mynd og hún snýst um það að reyna teygja sig eftir meiri sátt við vinnumarkaðinn og ef menn ætla, í miðju kafi, þar sem menn eru að reyna skapa sátt að falla í einhvern freistnivanda að þá held ég að menn séu á rangri braut,“ segir Bjarni. „Þegar öllu er á botninn hvolft að þá þarf að skjóta loku fyrir það að alþingi gæti freistast til þess að hækka sín laun umfram almenna launaþróun,“ segir Jón Þór.
Alþingi Tengdar fréttir Rafrettufrumvarpið samþykkt með 54 samhljóða atkvæðum Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, var samþykkt á Alþingi núna skömmu eftir klukkan 15 í dag með 54 samhljóða atkvæðum. 12. júní 2018 15:23 Samið um afgreiðslu þingmála í veipfylltum bakherbergjum 14 lagafrumvörp hafa verið borin upp til fyrri atkvæðagreiðslu og samþykkt á Alþingi í kvöld en 9 mál bíða enn afgreiðslu. Þingmenn vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum á morgun og samkvæmt heimildum fréttastofu verður öllum frekari atkvæðagreiðslum frestað til morguns. 11. júní 2018 21:11 Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Búist er við að þingfundur standi fram á kvöld og að jafnvel þurfi að funda á morgun til að afgreiða þau mál sem samkomulag er um að klára áður en þing fer í sumarhlé. 12. júní 2018 19:30 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Rafrettufrumvarpið samþykkt með 54 samhljóða atkvæðum Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, var samþykkt á Alþingi núna skömmu eftir klukkan 15 í dag með 54 samhljóða atkvæðum. 12. júní 2018 15:23
Samið um afgreiðslu þingmála í veipfylltum bakherbergjum 14 lagafrumvörp hafa verið borin upp til fyrri atkvæðagreiðslu og samþykkt á Alþingi í kvöld en 9 mál bíða enn afgreiðslu. Þingmenn vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum á morgun og samkvæmt heimildum fréttastofu verður öllum frekari atkvæðagreiðslum frestað til morguns. 11. júní 2018 21:11
Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Búist er við að þingfundur standi fram á kvöld og að jafnvel þurfi að funda á morgun til að afgreiða þau mál sem samkomulag er um að klára áður en þing fer í sumarhlé. 12. júní 2018 19:30