Kanadíska þingið fordæmir Trump og félaga Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2018 13:57 Justin Trudeau við þinghúsið í Ottawa. Vísir/EPA Neðri deild kanadíska þingsins samþykkti einróma að fordæma árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta og ráðgjafa hans á Justin Trudeau, forsætisráðherra. Þingmennirnir telja persónuárásir þeirra skaða tvíhliða samskipti nágrannaríkjanna. Trump sakaði Trudeau um tvískinnung eftir G7-leiðtogafundinn sem fór fram í Kanada um síðustu helgi. Sagði hann kanadíska forsætisráðherrann „mjög óheiðarlegan og veikan“. Peter Navarro, efnahagsráðgjafi Trump, gekk enn lengra í sjónvarpsviðtali og sagði „sérstakan stað í helvíti“ fyrir Trudeau vegna meintra svika hans við Trump. Stjórnarandstöðuflokkurinn Nýju demókratarnir lagði fram þingsályktunartillögu um að fordæma persónuárásirnar á mánudag. Hún var samþykkt einróma. Þingmenn gáfu ríkisstjórninni einnig standandi lófaklapp fyrir viðbrögð hennar við árásum ríkisstjórnar Trump á Trudeau, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það voru orð Trudeau um að Kanadamenn létu ekki ráðskast með sig með tolla á blaðamannafundi eftir að Trump hafði yfirgefið G7-fundinn sem fór svo mjög fyrir brjóstið á Bandaríkjaforseta og fylgitunglum hans. Ekkert nýtt var þó í yfirlýsingum Trudeau á blaðamannafundinum. Sambærileg ummæli hafði hann látið falla í bandarískum fjölmiðlum vikuna fyrir G7-fundinn og við Trump sjálfan eftir að bandaríska ríkisstjórnin setti verndartolla á innflutt stál og ál. Ofsi bandarískra ráðamanna í garð nágranna sinna og nánustu bandamanna hefur almennt fallið í grýttan jarðveg í Kanada. Þar hefur jafnvel verið kallað eftir sniðgöngu á bandarískum vörum. Donald Trump Tengdar fréttir Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Annar ráðgjafi forsetans segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsætisráðherra Kanada. 10. júní 2018 14:37 Andar köldu milli Bandaríkjanna og Kanada eftir G7 ráðstefnuna Að mati stjórnar Donalds Trump er sérstakur staður í helvíti fyrir kanadíska forsætisráðherrann Justin Trudeau. Framganga hans á blaðamannafundi reitti stjórnvöld í nágrannaríkinu til reiði. 11. júní 2018 06:00 Trudeau segir að Trump muni ekki ráðskast með Kanadamenn Ég mun alltaf vernda kanadíska verkamenn og hagsmuni Kanada, sagði forsætisráðherra Kanada. 9. júní 2018 22:01 Evrópa og Kanada verða að taka af skarið um stefnu heimsins Stjórnmálafræðingur og fyrrverandi ráðherra leggja mat á stöðu vestrænnar samvinnu eftir spennuþrunginn G7-fund um helgina. 11. júní 2018 13:45 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Neðri deild kanadíska þingsins samþykkti einróma að fordæma árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta og ráðgjafa hans á Justin Trudeau, forsætisráðherra. Þingmennirnir telja persónuárásir þeirra skaða tvíhliða samskipti nágrannaríkjanna. Trump sakaði Trudeau um tvískinnung eftir G7-leiðtogafundinn sem fór fram í Kanada um síðustu helgi. Sagði hann kanadíska forsætisráðherrann „mjög óheiðarlegan og veikan“. Peter Navarro, efnahagsráðgjafi Trump, gekk enn lengra í sjónvarpsviðtali og sagði „sérstakan stað í helvíti“ fyrir Trudeau vegna meintra svika hans við Trump. Stjórnarandstöðuflokkurinn Nýju demókratarnir lagði fram þingsályktunartillögu um að fordæma persónuárásirnar á mánudag. Hún var samþykkt einróma. Þingmenn gáfu ríkisstjórninni einnig standandi lófaklapp fyrir viðbrögð hennar við árásum ríkisstjórnar Trump á Trudeau, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það voru orð Trudeau um að Kanadamenn létu ekki ráðskast með sig með tolla á blaðamannafundi eftir að Trump hafði yfirgefið G7-fundinn sem fór svo mjög fyrir brjóstið á Bandaríkjaforseta og fylgitunglum hans. Ekkert nýtt var þó í yfirlýsingum Trudeau á blaðamannafundinum. Sambærileg ummæli hafði hann látið falla í bandarískum fjölmiðlum vikuna fyrir G7-fundinn og við Trump sjálfan eftir að bandaríska ríkisstjórnin setti verndartolla á innflutt stál og ál. Ofsi bandarískra ráðamanna í garð nágranna sinna og nánustu bandamanna hefur almennt fallið í grýttan jarðveg í Kanada. Þar hefur jafnvel verið kallað eftir sniðgöngu á bandarískum vörum.
Donald Trump Tengdar fréttir Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Annar ráðgjafi forsetans segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsætisráðherra Kanada. 10. júní 2018 14:37 Andar köldu milli Bandaríkjanna og Kanada eftir G7 ráðstefnuna Að mati stjórnar Donalds Trump er sérstakur staður í helvíti fyrir kanadíska forsætisráðherrann Justin Trudeau. Framganga hans á blaðamannafundi reitti stjórnvöld í nágrannaríkinu til reiði. 11. júní 2018 06:00 Trudeau segir að Trump muni ekki ráðskast með Kanadamenn Ég mun alltaf vernda kanadíska verkamenn og hagsmuni Kanada, sagði forsætisráðherra Kanada. 9. júní 2018 22:01 Evrópa og Kanada verða að taka af skarið um stefnu heimsins Stjórnmálafræðingur og fyrrverandi ráðherra leggja mat á stöðu vestrænnar samvinnu eftir spennuþrunginn G7-fund um helgina. 11. júní 2018 13:45 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Annar ráðgjafi forsetans segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsætisráðherra Kanada. 10. júní 2018 14:37
Andar köldu milli Bandaríkjanna og Kanada eftir G7 ráðstefnuna Að mati stjórnar Donalds Trump er sérstakur staður í helvíti fyrir kanadíska forsætisráðherrann Justin Trudeau. Framganga hans á blaðamannafundi reitti stjórnvöld í nágrannaríkinu til reiði. 11. júní 2018 06:00
Trudeau segir að Trump muni ekki ráðskast með Kanadamenn Ég mun alltaf vernda kanadíska verkamenn og hagsmuni Kanada, sagði forsætisráðherra Kanada. 9. júní 2018 22:01
Evrópa og Kanada verða að taka af skarið um stefnu heimsins Stjórnmálafræðingur og fyrrverandi ráðherra leggja mat á stöðu vestrænnar samvinnu eftir spennuþrunginn G7-fund um helgina. 11. júní 2018 13:45