Hæsta þorskveiðiráðgjöf frá því aflamarkskerfi var tekið upp Heimir Már Pétursson skrifar 13. júní 2018 21:00 Ráðlagður heildarafli á þorski á næsta fiskveiðiári er einn sá mesti sem Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til frá því aflamarkskerfið var tekið upp. Þrátt fyrir það eru ekki horfur á að þorskstofninn vaxi mjög hratt á næstu árum að mati sérfræðinga stofnunarinnar. Mestu munar hins vegar um mikla aflaaukningu á ýsu en stofn hennar hefur vaxið hratt eftir að hafa dregist mikið saman á árum áður. Þótt ferðaþjónustan skipti þjóðarbúið miklu máli og hafi vaxið umfram aðrar greinar á undanförnum árum hvað gjaldeyristekjur varðar skiptir sjávarútvegurinn enn mjög miklu máli fyrir efnahag þjóðarinnar. Hafrannsóknarstofnun kynnti í dag ráðgjöf sína um veiðar á næsta fiskveiðiári sem hefst hinn 1. september. Það eru bæði góðar og slæmar fréttir í veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar fyrir næsta fiskveiðiár. Góðu fréttirnar eru þær að lögð er til mikil aukning á veiðum á dýrmætustu fiskveiðitegundunum; þorski, ýsu og ufsa og þá alveg sérstaklega á ýsunni.Ráðlagður heildarafli á þorski á næsta fiskveiðiári er einn sá mesti sem Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til frá því aflamarkskerfið var tekið upp.Mynd/Stöð 2Það felast mikil verðmæti í tæplega sjö þúsund tonna viðbót í þorski, tæplega 36 þúsund tonna aukningu í ýsu og tæplega 19 þúsund tonna aukningu í ufsa. En undanfarin ár hefur ýsustofnin barist í bökkum. Guðmundur Þórðarson sviðsstjóri botnsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar segir ánægjulegt að hægt sé að auka aflaheimildir á helstu nytjastofnum. „Nú eru að koma inn þrír árgangar sem eru nokkuð sæmilegir. En einnig hefur vöxtur ýsu aukist mjög mikið. Þannig að meðalþyngd eftir aldri hefur aukist. Sem leiðir til þessarar niðurstöðu að því er spáð að stofninn vaxi hratt núna þegar þessir árgangar koma inn,” segir Guðmundur. Þorskurinn er einning heldur að braggast en Íslendingar eru þó enn langt frá því að veiða eins mikinn þorsk á íslandsmiðum og gert var upp úr 1950 þegar yfir hálf milljón tonna voru veidd, enda var stofninn ofveiddur og veiðar síðar dregnar stórlega saman. Nú er talið óhætt að veiða rúm 264 þúsund tonn án þess að koma í veg fyrir að stofninn vaxi.Hvað er það í í sögulegu samhengi þorskveiða á Íslandi?„Þetta er ein hæsta ráðgjöf frá því aflaregla var tekin upp. En ef litið er til tímabilnsins fyrir 1994 til 1995 er þetta ekki hátt í því samhengi,” segir Guðmundur. Og ekki er víst að þetta sé ávísun á hraða aukningu í þorskveiðum á næstu árum. „Miðað við það sem við vitum núna er kannski ekki hægt að sjá einhverjar stórkostlegar breytingar. Það sem okkur vantar er aukin nýliðun. Stærri árganga. Því sú nýliðun sem við sjáum núna og okkur finnst nokkuð góð miðað við það sem hefur verið frá kannski aldamótum, er bara meðalnýliðun miðað við það sem var á tímabilinu frá 1955 til 1980,” segir Guðmundur Þórðarson. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Þorskverð hækkar en síldarverð lækkar Stóru síldveiðiskipin eru á landleið. 18. október 2017 08:02 Spá 4 prósent aukningu útflutningsverðmætis sjávarafurða á næsta ári Greiningardeild Íslandsbanka spáir 4 prósent aukningu útflutningsverðmætis sjávarafurða á næsta ári fyrir tilstilli veikari krónu, hærra heimsmarkaðsverðs og aukins kvóta. 20. nóvember 2017 14:32 Þorskurinn minni en áður Þorskurinn í Eystrasalti er ekki jafnstór og áður, að því er segir í frétt sænska ríkisútvarpsins. 4. janúar 2018 06:00 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Sjá meira
Ráðlagður heildarafli á þorski á næsta fiskveiðiári er einn sá mesti sem Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til frá því aflamarkskerfið var tekið upp. Þrátt fyrir það eru ekki horfur á að þorskstofninn vaxi mjög hratt á næstu árum að mati sérfræðinga stofnunarinnar. Mestu munar hins vegar um mikla aflaaukningu á ýsu en stofn hennar hefur vaxið hratt eftir að hafa dregist mikið saman á árum áður. Þótt ferðaþjónustan skipti þjóðarbúið miklu máli og hafi vaxið umfram aðrar greinar á undanförnum árum hvað gjaldeyristekjur varðar skiptir sjávarútvegurinn enn mjög miklu máli fyrir efnahag þjóðarinnar. Hafrannsóknarstofnun kynnti í dag ráðgjöf sína um veiðar á næsta fiskveiðiári sem hefst hinn 1. september. Það eru bæði góðar og slæmar fréttir í veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar fyrir næsta fiskveiðiár. Góðu fréttirnar eru þær að lögð er til mikil aukning á veiðum á dýrmætustu fiskveiðitegundunum; þorski, ýsu og ufsa og þá alveg sérstaklega á ýsunni.Ráðlagður heildarafli á þorski á næsta fiskveiðiári er einn sá mesti sem Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til frá því aflamarkskerfið var tekið upp.Mynd/Stöð 2Það felast mikil verðmæti í tæplega sjö þúsund tonna viðbót í þorski, tæplega 36 þúsund tonna aukningu í ýsu og tæplega 19 þúsund tonna aukningu í ufsa. En undanfarin ár hefur ýsustofnin barist í bökkum. Guðmundur Þórðarson sviðsstjóri botnsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar segir ánægjulegt að hægt sé að auka aflaheimildir á helstu nytjastofnum. „Nú eru að koma inn þrír árgangar sem eru nokkuð sæmilegir. En einnig hefur vöxtur ýsu aukist mjög mikið. Þannig að meðalþyngd eftir aldri hefur aukist. Sem leiðir til þessarar niðurstöðu að því er spáð að stofninn vaxi hratt núna þegar þessir árgangar koma inn,” segir Guðmundur. Þorskurinn er einning heldur að braggast en Íslendingar eru þó enn langt frá því að veiða eins mikinn þorsk á íslandsmiðum og gert var upp úr 1950 þegar yfir hálf milljón tonna voru veidd, enda var stofninn ofveiddur og veiðar síðar dregnar stórlega saman. Nú er talið óhætt að veiða rúm 264 þúsund tonn án þess að koma í veg fyrir að stofninn vaxi.Hvað er það í í sögulegu samhengi þorskveiða á Íslandi?„Þetta er ein hæsta ráðgjöf frá því aflaregla var tekin upp. En ef litið er til tímabilnsins fyrir 1994 til 1995 er þetta ekki hátt í því samhengi,” segir Guðmundur. Og ekki er víst að þetta sé ávísun á hraða aukningu í þorskveiðum á næstu árum. „Miðað við það sem við vitum núna er kannski ekki hægt að sjá einhverjar stórkostlegar breytingar. Það sem okkur vantar er aukin nýliðun. Stærri árganga. Því sú nýliðun sem við sjáum núna og okkur finnst nokkuð góð miðað við það sem hefur verið frá kannski aldamótum, er bara meðalnýliðun miðað við það sem var á tímabilinu frá 1955 til 1980,” segir Guðmundur Þórðarson.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Þorskverð hækkar en síldarverð lækkar Stóru síldveiðiskipin eru á landleið. 18. október 2017 08:02 Spá 4 prósent aukningu útflutningsverðmætis sjávarafurða á næsta ári Greiningardeild Íslandsbanka spáir 4 prósent aukningu útflutningsverðmætis sjávarafurða á næsta ári fyrir tilstilli veikari krónu, hærra heimsmarkaðsverðs og aukins kvóta. 20. nóvember 2017 14:32 Þorskurinn minni en áður Þorskurinn í Eystrasalti er ekki jafnstór og áður, að því er segir í frétt sænska ríkisútvarpsins. 4. janúar 2018 06:00 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Sjá meira
Spá 4 prósent aukningu útflutningsverðmætis sjávarafurða á næsta ári Greiningardeild Íslandsbanka spáir 4 prósent aukningu útflutningsverðmætis sjávarafurða á næsta ári fyrir tilstilli veikari krónu, hærra heimsmarkaðsverðs og aukins kvóta. 20. nóvember 2017 14:32
Þorskurinn minni en áður Þorskurinn í Eystrasalti er ekki jafnstór og áður, að því er segir í frétt sænska ríkisútvarpsins. 4. janúar 2018 06:00