

Lokahnykkurinn
Fyrir liggur að Kaupþing og vogunarsjóðurinn Attestor Capital selja við skráninguna umtalsverðan hlut í Arion banka á genginu 0,67 fyrir hverja krónu af eigin fé. Það er lægra verð en væntingar höfðu áður verið um – meðalverð á vel reknum norrænum bönkum er til samanburðar um 1,3 með tilliti til eigin fjár – og það þýðir jafnframt að stöðugleikaframlag Kaupþings til ríkisins verður af þeim sökum minna en ella. Sú niðurstaða þarf þó ekki að koma mjög á óvart, allra síst stjórnvöldum, enda hefur sú pólitíska stefna verið mörkuð að íslenskir bankar skuli greiða margfalt hærri opinberar álögur en þekkist almennt hjá bönkum í okkar nágrannaríkjum. Afleiðing þessa birtist í óviðunandi arðsemi sem aftur skilar sér í því að fjárfestar kaupa ekki í bönkum nema þeir fái umtalsverðan afslátt. Útboð og skráning Arion banka, þar sem bjóða þurfti fjárfestum upp á afar hagstætt verð til að fá þá að borðinu, undirstrikar þennan raunveruleika.
Það er því í besta falli til marks um misskilning eða vanþekkingu þegar því er haldið fram af sumum þingmönnum að verið sé að selja hlutabréfin á undirverði í sömu andrá og þeir hinir sömu gagnrýna ríkisstjórnina fyrir áform um að lækka bankaskattinn í skrefum 2020 til 2023. Hér fer ekki saman hljóð og mynd. Ljóst er að skatturinn, sem leggst á heildarskuldir fjármálafyrirtækja, ásamt öðrum sértækum sköttum – þeir nema samtals um 14 milljörðum á þessu ári – hefur afar neikvæð áhrif á afkomu bankanna. Arðsemi Arion í fyrra, sem var nánast á pari við ávöxtun af áhættulausum ríkisskuldabréfum, hefði þannig verið um 20 prósentum hærri ef ekki væri fyrir hina sértæku skattlagningu. Við þetta bætist að Íslendingar hafa gengið þjóða hvað lengst við innleiðingu á sérstökum eiginfjáraukum ásamt því að beita meira íþyngjandi aðferðum við útreikninga á áhættuvogum til að meta eiginfjárþörf bankanna. Niðurstaðan af þessu öllu saman er dýrasta bankakerfi í Evrópu með tilheyrandi auknum fjármögnunarkostnaði heimila og fyrirtækja og minni framleiðni.
Það er yfirlýst stefna stjórnvalda að selja hluti ríkisins í Landsbankanum og Íslandsbanka. Væntingar eru um að fyrstu skrefin verði tekin á næsta ári og þar hlýtur ætlunin að vera sú að skattgreiðendur, sem eiga þessa banka, fái sem hæst verð fyrir þær eignir. Verðlagning á Arion banka í nýafstöðnu útboði er hins vegar áminning um að það sé réttast að stilla slíkum væntingum í hóf. Ríkið getur nefnilega ekki bæði átt kökuna og borðað hana.
Skoðun

Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

Verndum vörumerki í tónlist
Eiríkur Sigurðsson skrifar

Hann valdi sér nafnið Leó
Bjarni Karlsson skrifar

Misskilin sjálfsmynd
Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Hvenær er nóg nóg?
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Byggðalína eða Borgarlína
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Úlfar sem forðast sól!
Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar

Aldrei aftur
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Tala ekki um lokamarkmiðið
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf
Einar G. Harðarson skrifar

Þétting í þágu hverra?
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu
Þórður Snær Júlíusson skrifar

POTS er ekki tískubylgja
Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar

Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024
Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar

Hvað er verið að leiðrétta?
Ægir Örn Arnarson skrifar

Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið
Arnar Þór Jónsson skrifar

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu
Clara Ganslandt skrifar

Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig!
Magnús Guðmundsson skrifar

Vetrarvirkjanir
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði
Jón Steindór Valdimarsson skrifar

Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough
Kjartan Sveinsson skrifar

Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum
Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Hvað er verið að leiðrétta?
Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar

Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur
Davíð Routley skrifar

Börn innan seilingar
Árni Guðmundsson skrifar

Hallarekstur í Hafnarfirði
Jón Ingi Hákonarson skrifar

Hvers konar Evrópuríki viljum við vera?
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu
Ólafur Adolfsson skrifar