Hæ hó jibbi jei og jibbí jó jibbi jei Þórlindur Kjartansson skrifar 15. júní 2018 07:00 Ég vaknaði ringlaður einn morgun í vikunni eftir að hafa dreymt furðulega. Mig dreymdi að Ísland væri að fara að keppa við Argentínu á HM í fótbolta og að Dennis Rodman væri kominn til Singapúr, í sérstöku boði rafræns kannabisgjaldmiðils, til þess að vera viðstaddur leiðtogafund Donalds Trump og Kim Jong-un. En þetta var víst enginn draumur heldur fréttayfirlit dagsins. Það eru auðvitað deildar meiningar um það hver stjórni í þessum heimi; en það mætti halda að handritshöfundur veraldarsögunnar sé dottinn í sama pytt og höfundar seríunnar Lost á sínum tíma, þar sem söguþráðurinn varð sífellt geggjaðri og persónurnar stöðugt ótrúverðugri eftir því sem á leið. Svo leit ég út um gluggann og sá að regndroparnir sem börðu á rúðunni voru sjónarmun frá því að kristallast í slyddukennda snjókomu. En það hlýnaði eftir því sem leið á daginn og hitastigið komst langt yfir fimm gráður áður en það byrjaði að kólna aftur. Samt eru margar húsmæður í Vesturbænum líklega farnar að sjá eftir því að hafa í maíbyrjun keyrt á Volvo jeppunum sínum út í Rauða kross til að losa skápana undan Paratroopers úlpunum. Verður þetta árið þar sem ekkert sumar kemur yfir sæinn og ekkert sólskin ljómar um bæinn?Sumarkvöldin fjögur Að sjálfsögðu er sumarleysið farið að hafa áhrif á sameiginlegt geðlag þjóðarinnar. Í vikunni gengu ýmis afbrigði af sama brandaranum á miklum hraða um allt internetið: Það er spáð 18 stiga hita í Reykjavík um helgina, tíu stigum á laugardag og átta á sunnudag. Íslendingar eru orðnir ansi hreint þreyttir á því að bíða eftir því að það rætist úr veðrinu og sumarið láti á sér kræla. Þetta er líka stærsti ókosturinn við að búa á Íslandi. Það er nefnilega óhætt að segja að við búum á mörkum hins byggilega heims—og það má jafnvel deila um hvorum megin við mörkin við erum. Langtímaspár Veðurstofunnar eru farnar að líkjast grunsamlega öðrum illkvittnum internetbrandara sem var dreift fyrir nokkrum vikum þar sem gert var ráð fyrir að í Reykjavík sæist ekki til sólar nema einn dag í júní og að hitastigið héldist kirfilega undir tveggja stafa tölum. Til hamingju Ísland. En það er víst satt að á morgun keppir Ísland í fyrsta skipti á HM í fótbolta og á sunnudaginn er þjóðhátíðardagurinn þegar við reynum að fyllast þakklæti yfir þeirri gæfu að búa á þessum veðurbarða Norður-Atlantshafskletti með okkar eigið tungumál, menningu, ævintýragjan gjaldmiðil og séríslenska blöndu af mikilmennskubrjálæði og minnimáttarkennd. Og svo má ekki gleyma blessuðu fámenninu sem gerir jafnvel merkilegasta fólki illmögulegt að vera mjög merkilegt með sig. Ekki þvælast fyrir Þegar forsetar og ráðherrar stórþjóða fara á milli staða í heimalöndum sínum er það gjarnan gert með mikilli fyrirhöfn og brambolti. Ferðalög Donalds Trump frá Washington til Flórída kosta til dæmis milljónir dollara og þegar hann þarf að nota göturnar þá skulu almennir borgara gera sig sæla með að bíða þolinmóðir eftir að brynvörð bílalestin bruni fram hjá. Og þetta gildir ekki bara um Trump, því í forsetatíð Baracks Obama eru tvö dæmi um að umferðartafir hafi verið svo miklar vegna ferðalags forsetans að konur í barnsnauð hafi orðið léttari í farþegasætum bíla sinna en ekki verið hleypt á sjúkrahús. Þessu er nokkuð öðruvísi farið hér á landi. Þetta get ég vottað, því í þessari viku var ég á gangi meðfram fáfarinni götu í Reykjavík og sé að á móti mér kemur ung kona aðvífandi á dágóðum skokkhraða eftir miðri götunni. Hún var klædd í hefðbundinn keppnislegan hlaupagalla, með hvít heyrnartól hangandi úr eyrunum. Þótt hún hafi reyndar hlaupið nokkuð rösklega þá fannst ökumanni bílsins fyrir aftan það ekki nóg og lá á flautunni þangað til hann náði loksins athygli hlauparans. Hún leit snöggt við, vinkaði og stökk fimlega upp á gangstétt svo bíllinn gæti komist fram hjá. Bíllinn brunaði áfram sína leið, og forsætisráðherra íslensku þjóðarinnar hélt áfram síðdegisskokki sínu, fullkomlega óáreitt og í eigin heimi með hvítu heyrnartólin hangandi eyrunum, eflaust hugsi yfir að hafa verið skömmuð fyrir að þvælast fyrir bílaumferðinni. En ökumaður bílsins hefur getað muldrað fyrir munni sér einhverja romsu um þetta unga fólk í dag. Ef við skiptum út Katrínu Jakobsdóttur fyrir Donald Trump, þá hefði þessi atburðarás passað ágætlega inn í súrrealíska drauminn um Dennis Rodman og kannabismyntina. Fyrirgefum veðráttuna Við höfum það ekki slæmt á þessu skeri. Líklega er óhætt að fullyrða að í allri veraldarsögunni séu fá dæmi um annan eins forréttindahóp og okkur. Um allan heim er litið til Íslands með öfundar- og aðdáunaraugum, og nú um helgina munu milljónir manna halda í einlægni með hinu ótrúlega íslenska knattspyrnulandsliði, þar sem það mætir í hlutverki Davíðs gegn Golíat. Og hvernig sem það fer allt saman, þá á Ísland margfaldlega skilið að við fyrirgefum því veðráttuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég vaknaði ringlaður einn morgun í vikunni eftir að hafa dreymt furðulega. Mig dreymdi að Ísland væri að fara að keppa við Argentínu á HM í fótbolta og að Dennis Rodman væri kominn til Singapúr, í sérstöku boði rafræns kannabisgjaldmiðils, til þess að vera viðstaddur leiðtogafund Donalds Trump og Kim Jong-un. En þetta var víst enginn draumur heldur fréttayfirlit dagsins. Það eru auðvitað deildar meiningar um það hver stjórni í þessum heimi; en það mætti halda að handritshöfundur veraldarsögunnar sé dottinn í sama pytt og höfundar seríunnar Lost á sínum tíma, þar sem söguþráðurinn varð sífellt geggjaðri og persónurnar stöðugt ótrúverðugri eftir því sem á leið. Svo leit ég út um gluggann og sá að regndroparnir sem börðu á rúðunni voru sjónarmun frá því að kristallast í slyddukennda snjókomu. En það hlýnaði eftir því sem leið á daginn og hitastigið komst langt yfir fimm gráður áður en það byrjaði að kólna aftur. Samt eru margar húsmæður í Vesturbænum líklega farnar að sjá eftir því að hafa í maíbyrjun keyrt á Volvo jeppunum sínum út í Rauða kross til að losa skápana undan Paratroopers úlpunum. Verður þetta árið þar sem ekkert sumar kemur yfir sæinn og ekkert sólskin ljómar um bæinn?Sumarkvöldin fjögur Að sjálfsögðu er sumarleysið farið að hafa áhrif á sameiginlegt geðlag þjóðarinnar. Í vikunni gengu ýmis afbrigði af sama brandaranum á miklum hraða um allt internetið: Það er spáð 18 stiga hita í Reykjavík um helgina, tíu stigum á laugardag og átta á sunnudag. Íslendingar eru orðnir ansi hreint þreyttir á því að bíða eftir því að það rætist úr veðrinu og sumarið láti á sér kræla. Þetta er líka stærsti ókosturinn við að búa á Íslandi. Það er nefnilega óhætt að segja að við búum á mörkum hins byggilega heims—og það má jafnvel deila um hvorum megin við mörkin við erum. Langtímaspár Veðurstofunnar eru farnar að líkjast grunsamlega öðrum illkvittnum internetbrandara sem var dreift fyrir nokkrum vikum þar sem gert var ráð fyrir að í Reykjavík sæist ekki til sólar nema einn dag í júní og að hitastigið héldist kirfilega undir tveggja stafa tölum. Til hamingju Ísland. En það er víst satt að á morgun keppir Ísland í fyrsta skipti á HM í fótbolta og á sunnudaginn er þjóðhátíðardagurinn þegar við reynum að fyllast þakklæti yfir þeirri gæfu að búa á þessum veðurbarða Norður-Atlantshafskletti með okkar eigið tungumál, menningu, ævintýragjan gjaldmiðil og séríslenska blöndu af mikilmennskubrjálæði og minnimáttarkennd. Og svo má ekki gleyma blessuðu fámenninu sem gerir jafnvel merkilegasta fólki illmögulegt að vera mjög merkilegt með sig. Ekki þvælast fyrir Þegar forsetar og ráðherrar stórþjóða fara á milli staða í heimalöndum sínum er það gjarnan gert með mikilli fyrirhöfn og brambolti. Ferðalög Donalds Trump frá Washington til Flórída kosta til dæmis milljónir dollara og þegar hann þarf að nota göturnar þá skulu almennir borgara gera sig sæla með að bíða þolinmóðir eftir að brynvörð bílalestin bruni fram hjá. Og þetta gildir ekki bara um Trump, því í forsetatíð Baracks Obama eru tvö dæmi um að umferðartafir hafi verið svo miklar vegna ferðalags forsetans að konur í barnsnauð hafi orðið léttari í farþegasætum bíla sinna en ekki verið hleypt á sjúkrahús. Þessu er nokkuð öðruvísi farið hér á landi. Þetta get ég vottað, því í þessari viku var ég á gangi meðfram fáfarinni götu í Reykjavík og sé að á móti mér kemur ung kona aðvífandi á dágóðum skokkhraða eftir miðri götunni. Hún var klædd í hefðbundinn keppnislegan hlaupagalla, með hvít heyrnartól hangandi úr eyrunum. Þótt hún hafi reyndar hlaupið nokkuð rösklega þá fannst ökumanni bílsins fyrir aftan það ekki nóg og lá á flautunni þangað til hann náði loksins athygli hlauparans. Hún leit snöggt við, vinkaði og stökk fimlega upp á gangstétt svo bíllinn gæti komist fram hjá. Bíllinn brunaði áfram sína leið, og forsætisráðherra íslensku þjóðarinnar hélt áfram síðdegisskokki sínu, fullkomlega óáreitt og í eigin heimi með hvítu heyrnartólin hangandi eyrunum, eflaust hugsi yfir að hafa verið skömmuð fyrir að þvælast fyrir bílaumferðinni. En ökumaður bílsins hefur getað muldrað fyrir munni sér einhverja romsu um þetta unga fólk í dag. Ef við skiptum út Katrínu Jakobsdóttur fyrir Donald Trump, þá hefði þessi atburðarás passað ágætlega inn í súrrealíska drauminn um Dennis Rodman og kannabismyntina. Fyrirgefum veðráttuna Við höfum það ekki slæmt á þessu skeri. Líklega er óhætt að fullyrða að í allri veraldarsögunni séu fá dæmi um annan eins forréttindahóp og okkur. Um allan heim er litið til Íslands með öfundar- og aðdáunaraugum, og nú um helgina munu milljónir manna halda í einlægni með hinu ótrúlega íslenska knattspyrnulandsliði, þar sem það mætir í hlutverki Davíðs gegn Golíat. Og hvernig sem það fer allt saman, þá á Ísland margfaldlega skilið að við fyrirgefum því veðráttuna.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar