Gylfi: Man ekki eftir neinu dauðafæri frá þeim Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. júní 2018 16:45 Gylfi Þór í leiknum í dag vísir/vilhelm Ísland náði í stig gegn Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í fótbolta. Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum ánægður í leikslok en fannst liðið geta gert betur í sóknarleiknum. „Frábær tilfinning. Auðvitað mjög erfiður leikur, mikið um varnarhlaup og færslur, en mjög jákvæð úrslit. Varnarleikurinn frábær, man ekki eftir neinu dauðafæri sem þeir sköpuðu sér. Auðvitað áttu þeir mikið af skotum og hálffærum, frábært mark hjá þeim, en á móti þessum leikmönnum held ég að við höfum varist vel sem lið,“ sagði Gylfi í viðtali við Tómas Þór Þórðarson í Moskvu eftir leikinn. Íslenska liðið var nær allan leikinn í vörn, eins og við var að búast á móti jafn sterkum andstæðingi. Gylfi gat ekki tekið undir það að varnarleikurinn yrði skemmtilegri þegar hann tækist eins vel upp og raun bar vitni. „Ég myndi vilja spila meiri sóknarbolta, ég held við myndum allir vilja það. En við vitum að þetta getur náð í góð úrslit og þetta er okkar besti möguleiki í að ná í sterk úrslit.“ „Við erum mjög góðir í föstum leikatriðum og mjög góðir í skyndisóknum. Sérstaklega á móti svona þjóðum þá vitum við að við þurfum að verjast vel.“ Gylfi setti þessi úrslit á sama stall og jafnteflið í fyrsta leik á EM 2016 gegn Portúgal þar sem úrslitin urðu þau sömu, 1-1. „Erum mjög ánægðir en þetta er bara eitt stig.“ „Við erum gríðarlega sáttir, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn spilaðist. Ég held að við höfum allir verið ánægðir með hvernig við vörðumst en við getum spilað betri sóknarleik.“ „Þetta er gríðarlega erfitt og við erum í nauðvörn 70 prósent af leiknum og hin 30 prósentin erum við í venjulegri vörn.“ Þegar íslenska liðið komst í sókn mynduðust oft miklar hættur og sýndu þeir að þeir eru hættulegir fram á við. „Fyrstu 30-35 vorum við mjög góðir, náðum að pressa og setja smá spurningamerki við vörnina hjá þeim, en þetta var allt öðruvísi í seinni hálfleik.“ „Markmiðið var að ná í stig hérna í kvöld svo við erum bara í fínum málum,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Messi skaut oftar á markið en okkar menn til samans en skoraði ekki Opinber tölfræði leiksins liggur fyrir og kennir ýmissa grasa. 16. júní 2018 15:19 Emil: Súrrealískt að þurfa að pæla í Messi fyrir aftan sig Emil Hallfreðsson var einn af bestu mönnum vallarins í frábæru jafntefli Íslands og Argentínu í fyrsta leik á HM í fótbolta í dag. 16. júní 2018 16:34 Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Hörður um vítið: Var rólegur því það var komið að Nesa að bjarga okkur Hörður Björgvin Magnússon hefði getað orðið skúrkur dagsins þegar hann fékk dæmda á sig vítapsyrnu í seinni hálfleik leiks Íslands og Argentínu í fyrsta leik á HM. Hannes Þór Halldórsson bjargaði honum þó fyrir horn með því að verja vítið frá Lionel Messi. 16. júní 2018 16:25 Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10 Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Ísland náði í stig gegn Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í fótbolta. Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum ánægður í leikslok en fannst liðið geta gert betur í sóknarleiknum. „Frábær tilfinning. Auðvitað mjög erfiður leikur, mikið um varnarhlaup og færslur, en mjög jákvæð úrslit. Varnarleikurinn frábær, man ekki eftir neinu dauðafæri sem þeir sköpuðu sér. Auðvitað áttu þeir mikið af skotum og hálffærum, frábært mark hjá þeim, en á móti þessum leikmönnum held ég að við höfum varist vel sem lið,“ sagði Gylfi í viðtali við Tómas Þór Þórðarson í Moskvu eftir leikinn. Íslenska liðið var nær allan leikinn í vörn, eins og við var að búast á móti jafn sterkum andstæðingi. Gylfi gat ekki tekið undir það að varnarleikurinn yrði skemmtilegri þegar hann tækist eins vel upp og raun bar vitni. „Ég myndi vilja spila meiri sóknarbolta, ég held við myndum allir vilja það. En við vitum að þetta getur náð í góð úrslit og þetta er okkar besti möguleiki í að ná í sterk úrslit.“ „Við erum mjög góðir í föstum leikatriðum og mjög góðir í skyndisóknum. Sérstaklega á móti svona þjóðum þá vitum við að við þurfum að verjast vel.“ Gylfi setti þessi úrslit á sama stall og jafnteflið í fyrsta leik á EM 2016 gegn Portúgal þar sem úrslitin urðu þau sömu, 1-1. „Erum mjög ánægðir en þetta er bara eitt stig.“ „Við erum gríðarlega sáttir, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn spilaðist. Ég held að við höfum allir verið ánægðir með hvernig við vörðumst en við getum spilað betri sóknarleik.“ „Þetta er gríðarlega erfitt og við erum í nauðvörn 70 prósent af leiknum og hin 30 prósentin erum við í venjulegri vörn.“ Þegar íslenska liðið komst í sókn mynduðust oft miklar hættur og sýndu þeir að þeir eru hættulegir fram á við. „Fyrstu 30-35 vorum við mjög góðir, náðum að pressa og setja smá spurningamerki við vörnina hjá þeim, en þetta var allt öðruvísi í seinni hálfleik.“ „Markmiðið var að ná í stig hérna í kvöld svo við erum bara í fínum málum,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Messi skaut oftar á markið en okkar menn til samans en skoraði ekki Opinber tölfræði leiksins liggur fyrir og kennir ýmissa grasa. 16. júní 2018 15:19 Emil: Súrrealískt að þurfa að pæla í Messi fyrir aftan sig Emil Hallfreðsson var einn af bestu mönnum vallarins í frábæru jafntefli Íslands og Argentínu í fyrsta leik á HM í fótbolta í dag. 16. júní 2018 16:34 Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Hörður um vítið: Var rólegur því það var komið að Nesa að bjarga okkur Hörður Björgvin Magnússon hefði getað orðið skúrkur dagsins þegar hann fékk dæmda á sig vítapsyrnu í seinni hálfleik leiks Íslands og Argentínu í fyrsta leik á HM. Hannes Þór Halldórsson bjargaði honum þó fyrir horn með því að verja vítið frá Lionel Messi. 16. júní 2018 16:25 Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10 Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Messi skaut oftar á markið en okkar menn til samans en skoraði ekki Opinber tölfræði leiksins liggur fyrir og kennir ýmissa grasa. 16. júní 2018 15:19
Emil: Súrrealískt að þurfa að pæla í Messi fyrir aftan sig Emil Hallfreðsson var einn af bestu mönnum vallarins í frábæru jafntefli Íslands og Argentínu í fyrsta leik á HM í fótbolta í dag. 16. júní 2018 16:34
Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00
Hörður um vítið: Var rólegur því það var komið að Nesa að bjarga okkur Hörður Björgvin Magnússon hefði getað orðið skúrkur dagsins þegar hann fékk dæmda á sig vítapsyrnu í seinni hálfleik leiks Íslands og Argentínu í fyrsta leik á HM. Hannes Þór Halldórsson bjargaði honum þó fyrir horn með því að verja vítið frá Lionel Messi. 16. júní 2018 16:25
Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10