Ísland upplifði eina sína stærstu stund í íþróttasögu sinni þegar strákarnir okkar þreyttu frumraun sína í lokakeppni HM í knattspyrnu í fyrsta sinn. Andstæðingurinn var Argentína og niðurstaðan 1-1 jafntefli.
Sergio Agüero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik en fjórum mínútum síðar jafnaði Ísland metin. Þar var Alfreð Finnbogason að verki. Hann reyndist þó ekki hetja leiksins, það kom í hlut Hannesar Þórs Halldórssonar sem varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í síðari hálfleik.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á Spartak-leikvanginum í dag og fangaði þessar glæsilegu myndir sem má sjá hér fyrir neðan.
