Íslendingur í Moskvu gerði viðskipti aldarinnar eftir Argentínuleikinn Kolbeinn Tumi Daðason í Moskvu skrifar 17. júní 2018 07:49 Atli Björn Eggertsson Levy fyrir miðju með Mexíkóanum með miðana, hattana og hjálmana sem viðskiptin snerust um. Vísir/KTD Hann var ekkert lítið sáttur stuðningsmaður Íslands sem var mættur í Risapartý Tólfunnar í Moskvu í gærkvöldi eftir jafntefli okkar manna gegn Argentínu í gær. Fyrir utan úrslitin og geggjaðan dag í Moskvu hafði Mexíkói gefið honum tvo miða á leik Íslands og Nígeríu. Hann er þegar búinn að tryggja sér gistingu fram yfir leikinn í Volgograd föstudaginn 22. júní en á eftir að ganga frá smáatriðum. Atli Björn Eggertsson Levy, 38 ára Sauðkrækingur, var mættur með konu sinni og vini á leikinn í gær ásamt líklega á fimmta þúsund Íslendingum. Klæddur í landsliðstreyju en vantaði tilfinnanlega höfuðfat, að eigin mati. Það var allavega niðurstaðan þegar hann sá þrjá Rússa með víkingahjálma.Íslenskir stuðningsmenn fögnuðu vel eftir „sigurinn“ í Moskvu í gær. Þessir Vesturbæingar voru í banastuði.Vísir/Kolbeinn TumiVarð að fá hjálminn „Ég verð að kaupa af þér þennan hatt, hve mikið,“ spurði hann fyrsta Rússann. Sá hristi bara hausinn. Ætlaði ekki að selja hjálminn fyrir nokkra upphæð. Félagi hans var í betra skapi og ansi gjafmildur. „Hérna, taktu hann. Velkominn til Rússlands,“ sagði Rússinn og skellti víkingahjálminum á höfuðið á Atla. Hann var ekkert lítið sáttur og þakkaði kærlega fyrir sig. Næstu tveir klukkutímar voru ógleymanlegir eins og líklega fyrir 99% Íslendinga. Frækinn „sigur“ á Argentínu og allir í yndislegu stuði, sérstaklega þeir sem gengu í spennufalli af Spartak-leikvanginum, þakklátir fyrir það sem þeir upplifðu. Íslendingar í treyjum og sérstaklega þeir enn betur skreyttu fengu að finna fyrir athygli heimsins á Íslandi. Myndatökur og sjónvarpsviðtöl var eitthvað sem svo til allir lentu í. Atli Björn var líklega búinn með fimm viðtöl eftir leikinn þegar Mexíkóar nokkrir stilltu sér upp á mynd. Þeir spjölluðu saman og spurðu Atla hvort hann ætlaði á næstu leiki. Nei, ekki var það svo gott. Heimferð framundan, eða svo hélt hann.Okkar menn fyrir leikinn í gær.Vísir/VilhelmGrín eða ekki grín? „Hérna taktu þetta miða,“ sagði einn Mexíkóinn og rétti Atla miða. Atli vissi ekki alveg hvað hann átti að gera. Var gæinn ekki að grínast? hugsaði Atli á meðan fleiri myndir voru teknar. Í framhaldinu kom Mexíkóinn aftur til hans og hrósaði honum fyrir víkingahjálminn. „Hann er þinn,“ sagði Atli og plantaði honum á hausinn á Mexíkóanum sem var ekkert lítið ánægður með hjálminn. Víkingahjálmur, úr plasti og lítils virði, í skiptum fyrir tvo miða á Nígeríuleikinn. „Viðskipti aldarinnar,“ segir Atli Björn og hlær. Hann átti þó eftir að heyra í vinnuveitendum sínum en átti ekki von á öðru en að mæta skilningi þar á bæ. Atli Björn verður því í Volgograd á föstudaginn þegar Íslendingar mæta Nígeríu, eitthvað sem var alls ekki planið fyrr en gjafmildur Mexíkói færði honum einhverja óvæntustu gjöf aldarinnar. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Sjá meira
Hann var ekkert lítið sáttur stuðningsmaður Íslands sem var mættur í Risapartý Tólfunnar í Moskvu í gærkvöldi eftir jafntefli okkar manna gegn Argentínu í gær. Fyrir utan úrslitin og geggjaðan dag í Moskvu hafði Mexíkói gefið honum tvo miða á leik Íslands og Nígeríu. Hann er þegar búinn að tryggja sér gistingu fram yfir leikinn í Volgograd föstudaginn 22. júní en á eftir að ganga frá smáatriðum. Atli Björn Eggertsson Levy, 38 ára Sauðkrækingur, var mættur með konu sinni og vini á leikinn í gær ásamt líklega á fimmta þúsund Íslendingum. Klæddur í landsliðstreyju en vantaði tilfinnanlega höfuðfat, að eigin mati. Það var allavega niðurstaðan þegar hann sá þrjá Rússa með víkingahjálma.Íslenskir stuðningsmenn fögnuðu vel eftir „sigurinn“ í Moskvu í gær. Þessir Vesturbæingar voru í banastuði.Vísir/Kolbeinn TumiVarð að fá hjálminn „Ég verð að kaupa af þér þennan hatt, hve mikið,“ spurði hann fyrsta Rússann. Sá hristi bara hausinn. Ætlaði ekki að selja hjálminn fyrir nokkra upphæð. Félagi hans var í betra skapi og ansi gjafmildur. „Hérna, taktu hann. Velkominn til Rússlands,“ sagði Rússinn og skellti víkingahjálminum á höfuðið á Atla. Hann var ekkert lítið sáttur og þakkaði kærlega fyrir sig. Næstu tveir klukkutímar voru ógleymanlegir eins og líklega fyrir 99% Íslendinga. Frækinn „sigur“ á Argentínu og allir í yndislegu stuði, sérstaklega þeir sem gengu í spennufalli af Spartak-leikvanginum, þakklátir fyrir það sem þeir upplifðu. Íslendingar í treyjum og sérstaklega þeir enn betur skreyttu fengu að finna fyrir athygli heimsins á Íslandi. Myndatökur og sjónvarpsviðtöl var eitthvað sem svo til allir lentu í. Atli Björn var líklega búinn með fimm viðtöl eftir leikinn þegar Mexíkóar nokkrir stilltu sér upp á mynd. Þeir spjölluðu saman og spurðu Atla hvort hann ætlaði á næstu leiki. Nei, ekki var það svo gott. Heimferð framundan, eða svo hélt hann.Okkar menn fyrir leikinn í gær.Vísir/VilhelmGrín eða ekki grín? „Hérna taktu þetta miða,“ sagði einn Mexíkóinn og rétti Atla miða. Atli vissi ekki alveg hvað hann átti að gera. Var gæinn ekki að grínast? hugsaði Atli á meðan fleiri myndir voru teknar. Í framhaldinu kom Mexíkóinn aftur til hans og hrósaði honum fyrir víkingahjálminn. „Hann er þinn,“ sagði Atli og plantaði honum á hausinn á Mexíkóanum sem var ekkert lítið ánægður með hjálminn. Víkingahjálmur, úr plasti og lítils virði, í skiptum fyrir tvo miða á Nígeríuleikinn. „Viðskipti aldarinnar,“ segir Atli Björn og hlær. Hann átti þó eftir að heyra í vinnuveitendum sínum en átti ekki von á öðru en að mæta skilningi þar á bæ. Atli Björn verður því í Volgograd á föstudaginn þegar Íslendingar mæta Nígeríu, eitthvað sem var alls ekki planið fyrr en gjafmildur Mexíkói færði honum einhverja óvæntustu gjöf aldarinnar.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Sjá meira