Lygileg saga íslensks vegabréfs í Moskvu Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 17. júní 2018 17:00 Þessir Íslendingar voru á meðal á fimmta þúsund sem skelltu sér á leik Íslands gegn Argentínu í gær. Vísir/Vilhelm Það er óhætt að segja að litla Ísland sé víða, segir Þurý Björk Björgvinsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu. Hún hefur verið í því hlutverki að aðstoða íslenska stuðningsmenn eftir þörfum en borgaraþjónustan á Íslandi, sendiráð Íslands í Rússlandi og ríkislögreglustjóri hafa unnið náið saman og tekið á því sem upp hefur komið. „Þær hafa verið algjörlega minimal aðgerðirnar sem við höfum þurft að fara út í,“ segir Þurý. Helst hafi borið á því að fólk hafi glatað vegabréfi sínu. Fjöldinn sé þó líklega innan við tíu manns. Glati fólk vegabréfi sínu getur það haft samband við sendiráð Íslands í Moskvu og fengið útvegið neyðarvegabréf.Íslenskir stuðningsmenn á Spartak-leikvanginum í gær.Vísir/VilhelmMálum bjargað á methraða „Það hefur verið hægt að bregðast mjög hratt og örugglega við því þegar eitthvað hefur komið upp á,“ segir Þurý. Fjöldi Íslendinga hélt heim í morgun og í þeim hópi voru vegabréfalausir einstaklingar. Þurý segir Hafrúnu Stefánsdóttur, starfsmann sendiráðsins hér úti, hafa bjargað þeim málum á núll einni. „Allir sem voru á leið úr landi í morgun og höfðu glatað vegabréfinu sínu komust samt úr landi,“ segir Þurý. Almennt séu slík skilríki ekki tekin gild en í ljósi aðstæðna, og að Rússar hafa engan sérstakan áhuga á að sitja uppi stuðningsmenn, hafi þau verið tekin gild. „Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel,“ segir Þurý og nefnir lygilega sögu af vegabréfi sem Íslendingur glataði í vikunni.Þessir voru í banastuði í risapartýi Tólfunnar í gærkvöldi, eftir leik.Vísir/Kolbeinn Tumi„Veistu hvað það eru margir leigubílar í Moskvu“ „Við fengum símtal á föstudaginn frá Íslendingi sem hafði glatað vegabréfinu sínu. Hann var ekki að fara heim fyrr en í dag,“ segir Þurý en aðstoða átti manninn með neyðarvegabréfi. Nema að í millitíðinni voru aðrir íslenskir stuðningsmenn á ferðalagi um Moskvu, þessa risastóru borg sem telur þrettán milljónir manna og mun meira ef allt er meðtalið, í leigubíl í borginni. „Leigubílstjórinn spyr þau hvort þau séu íslensk, sem þau játtu. Þá segist hann hafa fengið gest í bílinn sem gleymdi vegabréfinu sínu. Hann bað fólkið um að koma því til skila,“ segir Þurý. „Veistu hvað það eru margir leigubílar í Moskvu?“ Fólkið hafði samband við sendiráðið og vegabréfið komst til skila. Eðli málsins samkvæmt var eigandi vegabréfsins sáttur og telja má kraftaverki líkast að það hafi komið í leitirnar. Íbúafjöldi í Moskvu er helmingi meiri en í London og fjórum sinnum meiri en í Berlín. Risaborg, sú næstfjölmennasta í Evrópu á eftir Istanbúl. „Litla Ísland er víða,“ segir Þurý. Hún þakkar góðum undirbúningi fyrir hve vel hafi gengið. „Við undirbúum okkur rosalega þegar svona mikill fjöldi er að fara utan, og erum við öllu búin.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íslendingur í Moskvu gerði viðskipti aldarinnar eftir Argentínuleikinn 17. júní 2018 07:49 Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Það er óhætt að segja að litla Ísland sé víða, segir Þurý Björk Björgvinsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu. Hún hefur verið í því hlutverki að aðstoða íslenska stuðningsmenn eftir þörfum en borgaraþjónustan á Íslandi, sendiráð Íslands í Rússlandi og ríkislögreglustjóri hafa unnið náið saman og tekið á því sem upp hefur komið. „Þær hafa verið algjörlega minimal aðgerðirnar sem við höfum þurft að fara út í,“ segir Þurý. Helst hafi borið á því að fólk hafi glatað vegabréfi sínu. Fjöldinn sé þó líklega innan við tíu manns. Glati fólk vegabréfi sínu getur það haft samband við sendiráð Íslands í Moskvu og fengið útvegið neyðarvegabréf.Íslenskir stuðningsmenn á Spartak-leikvanginum í gær.Vísir/VilhelmMálum bjargað á methraða „Það hefur verið hægt að bregðast mjög hratt og örugglega við því þegar eitthvað hefur komið upp á,“ segir Þurý. Fjöldi Íslendinga hélt heim í morgun og í þeim hópi voru vegabréfalausir einstaklingar. Þurý segir Hafrúnu Stefánsdóttur, starfsmann sendiráðsins hér úti, hafa bjargað þeim málum á núll einni. „Allir sem voru á leið úr landi í morgun og höfðu glatað vegabréfinu sínu komust samt úr landi,“ segir Þurý. Almennt séu slík skilríki ekki tekin gild en í ljósi aðstæðna, og að Rússar hafa engan sérstakan áhuga á að sitja uppi stuðningsmenn, hafi þau verið tekin gild. „Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel,“ segir Þurý og nefnir lygilega sögu af vegabréfi sem Íslendingur glataði í vikunni.Þessir voru í banastuði í risapartýi Tólfunnar í gærkvöldi, eftir leik.Vísir/Kolbeinn Tumi„Veistu hvað það eru margir leigubílar í Moskvu“ „Við fengum símtal á föstudaginn frá Íslendingi sem hafði glatað vegabréfinu sínu. Hann var ekki að fara heim fyrr en í dag,“ segir Þurý en aðstoða átti manninn með neyðarvegabréfi. Nema að í millitíðinni voru aðrir íslenskir stuðningsmenn á ferðalagi um Moskvu, þessa risastóru borg sem telur þrettán milljónir manna og mun meira ef allt er meðtalið, í leigubíl í borginni. „Leigubílstjórinn spyr þau hvort þau séu íslensk, sem þau játtu. Þá segist hann hafa fengið gest í bílinn sem gleymdi vegabréfinu sínu. Hann bað fólkið um að koma því til skila,“ segir Þurý. „Veistu hvað það eru margir leigubílar í Moskvu?“ Fólkið hafði samband við sendiráðið og vegabréfið komst til skila. Eðli málsins samkvæmt var eigandi vegabréfsins sáttur og telja má kraftaverki líkast að það hafi komið í leitirnar. Íbúafjöldi í Moskvu er helmingi meiri en í London og fjórum sinnum meiri en í Berlín. Risaborg, sú næstfjölmennasta í Evrópu á eftir Istanbúl. „Litla Ísland er víða,“ segir Þurý. Hún þakkar góðum undirbúningi fyrir hve vel hafi gengið. „Við undirbúum okkur rosalega þegar svona mikill fjöldi er að fara utan, og erum við öllu búin.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íslendingur í Moskvu gerði viðskipti aldarinnar eftir Argentínuleikinn 17. júní 2018 07:49 Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira