Hætta útsendingu sjónvarpsþátta vegna ásakana frá fyrrverandi kærustu Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júní 2018 22:39 Dykstra og Hardwick voru par í þrjú ár, frá árinu 2011 fram til ársins 2014. Vísir/Getty Sjónvarpsstöðin AMC hefur gert tímabundið hlé á útsendingum spjallþátta með grínistanum og þáttastjórnandanum Chris Hardwick eftir að fyrrverandi kærasta hans, leikkonan Chloe Dykstra, sakaði hann um að hafa beitt sig andlegu og kynferðislegu ofbeldi. Ásakanir Dykstra birtust á vefmiðlinum Medium síðastliðinn fimmtudag. Hún nafngreinir Hardwick raunar ekki í pistli sínum en samt sem áður þótti augljóst um hvern er rætt: fyrrverandi kærasta til þriggja ára sem er næstum 20 árum eldri en hún. Aðeins einn kom til greina. Dykstra bar Hardwick þungum sökum og sagði hann hafa bannað sér að eiga karlkyns vini auk þess sem hún hafi „leyft honum að beita sig kynferðisofbeldi.“ Hardwick þvertók fyrir ásakanirnar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér vegna málsins. Í kjölfar ásakananna á hendur Hardwick hefur fyrirtækið Nerdist, hvar Hardwick var einn stofnenda, afmáð nafn hans af vefsíðu sinni. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir jafnframt að Hardwick hafi ekkert verið viðriðinn starfsemi Nerdist síðan árið 2015. pic.twitter.com/E6ORD0TBw9— Nerdist (@nerdist) June 15, 2018 Hardwick hefur helst gert sér það til frægðar að stýra hlaðvarpsþáttum um svokallaða „nördamenningu“ auk umræðuþátta á bandarísku sjónvarpsstöðinni ACM. Hinir síðarnefndu snerust allir um vinsælar þáttaráðir sem sýndar voru á stöðinni, þ.á.m. hinar vinsælu seríur Walking Dead og Breaking Bad. Þá mun stöðin hætta útsendingum á spjallþætti Hardwick, sem ber heitið Talking with Chris Hardwick, þangað til ásakanir á hendur honum hafa verið rannsakaðar til hlítar. Pallborðsumræðum á vegum stöðvarinnar og BBC America, sem Hardwick átti að stýra á myndasöguráðstefnunni Comic Con í júlí, hefur jafnframt verið aflýst. Bíó og sjónvarp MeToo Bandaríkin Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Sjónvarpsstöðin AMC hefur gert tímabundið hlé á útsendingum spjallþátta með grínistanum og þáttastjórnandanum Chris Hardwick eftir að fyrrverandi kærasta hans, leikkonan Chloe Dykstra, sakaði hann um að hafa beitt sig andlegu og kynferðislegu ofbeldi. Ásakanir Dykstra birtust á vefmiðlinum Medium síðastliðinn fimmtudag. Hún nafngreinir Hardwick raunar ekki í pistli sínum en samt sem áður þótti augljóst um hvern er rætt: fyrrverandi kærasta til þriggja ára sem er næstum 20 árum eldri en hún. Aðeins einn kom til greina. Dykstra bar Hardwick þungum sökum og sagði hann hafa bannað sér að eiga karlkyns vini auk þess sem hún hafi „leyft honum að beita sig kynferðisofbeldi.“ Hardwick þvertók fyrir ásakanirnar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér vegna málsins. Í kjölfar ásakananna á hendur Hardwick hefur fyrirtækið Nerdist, hvar Hardwick var einn stofnenda, afmáð nafn hans af vefsíðu sinni. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir jafnframt að Hardwick hafi ekkert verið viðriðinn starfsemi Nerdist síðan árið 2015. pic.twitter.com/E6ORD0TBw9— Nerdist (@nerdist) June 15, 2018 Hardwick hefur helst gert sér það til frægðar að stýra hlaðvarpsþáttum um svokallaða „nördamenningu“ auk umræðuþátta á bandarísku sjónvarpsstöðinni ACM. Hinir síðarnefndu snerust allir um vinsælar þáttaráðir sem sýndar voru á stöðinni, þ.á.m. hinar vinsælu seríur Walking Dead og Breaking Bad. Þá mun stöðin hætta útsendingum á spjallþætti Hardwick, sem ber heitið Talking with Chris Hardwick, þangað til ásakanir á hendur honum hafa verið rannsakaðar til hlítar. Pallborðsumræðum á vegum stöðvarinnar og BBC America, sem Hardwick átti að stýra á myndasöguráðstefnunni Comic Con í júlí, hefur jafnframt verið aflýst.
Bíó og sjónvarp MeToo Bandaríkin Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira