Dansað í takt eftir laglínu samfélagsábyrgðar Eva Magnúsdóttir skrifar 19. júní 2018 07:00 Ég óska öllum sveitarfélögum til hamingju með nýjar sveitarstjórnir og þann kraft sem losnar úr læðingi. Með nýju fólki blása ferskir vindar og vona ég að vindar samfélagsábyrgðar leiki við sem flesta. Ég skora á nýjar sveitarstjórnir að setja sér virka stefnu í samfélagsábyrgð því verkefni þeirra er að skapa ábyrgara umhverfi fyrir fyrirtæki og íbúa. Markmið samfélagsábyrgðar er að stuðla að sjálfbærri þróun en rekstraraðilar eiga samkvæmt því að bera ábyrgð á áhrifum sínum á fólk, samfélagið og umhverfið. Fyrirtæki, sveitarfélög og ríkið þurfa saman að finna taktinn – það er fátt verra en að sjá tangódansara sem dansa eftir sitt hvorum taktinum og jafnvel eftir sitt hvoru laginu. Prófið að sjá það fyrir ykkur! Leiðin að samfélagsstefnu liggur í gegnum heildarstefnumótun, hún þarf að innleiðast í gildi og menningu. Samfélagsstefnan getur skapað ný tækifæri, aukið nýsköpun og styrkt samkeppnishæfni, aukið tryggð og framlegð auk minni sóunar. Rúmlega 20 íslensk fyrirtæki og eitt sveitarfélag (Seltjarnarnesbær) hafa tekið upp alþjóðlega mælikvarða um samfélagsábyrgð eftir Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar er fjallað um tíu alþjóleg viðmið sem skiptast í fjóra flokka; mannréttindi, vinnumarkaðsmál, umhverfismál og aðgerðir gegn spillingu. Tæplega tíu þúsund fyrirtæki hafa skrifað undir Global Compact í heiminum í 164 löndum. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru víðtækustu markmið sem ríki heims hafa komið sér saman um. Með markmiðunum er stefnt að því að tryggja velmegun og mannréttindi um allan heim fyrir árið 2030. Heimsmarkmiðin mynda jafnvægi á milli hinna þriggja stoða sjálfbærrar þróunar: hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. Báðar leiðir eru góðar. Ég er svo bjartsýn að telja að Ísland geti orðið fyrirmyndarsamfélag þar sem fyrirtæki og opinberir aðilar taki fulla ábyrgð á áhrifum sínum á samfélagið. Að vakna upp við vondan draum 2030 er of seint.Höfundur er stjórnendaráðgjafi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eva Magnúsdóttir Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég óska öllum sveitarfélögum til hamingju með nýjar sveitarstjórnir og þann kraft sem losnar úr læðingi. Með nýju fólki blása ferskir vindar og vona ég að vindar samfélagsábyrgðar leiki við sem flesta. Ég skora á nýjar sveitarstjórnir að setja sér virka stefnu í samfélagsábyrgð því verkefni þeirra er að skapa ábyrgara umhverfi fyrir fyrirtæki og íbúa. Markmið samfélagsábyrgðar er að stuðla að sjálfbærri þróun en rekstraraðilar eiga samkvæmt því að bera ábyrgð á áhrifum sínum á fólk, samfélagið og umhverfið. Fyrirtæki, sveitarfélög og ríkið þurfa saman að finna taktinn – það er fátt verra en að sjá tangódansara sem dansa eftir sitt hvorum taktinum og jafnvel eftir sitt hvoru laginu. Prófið að sjá það fyrir ykkur! Leiðin að samfélagsstefnu liggur í gegnum heildarstefnumótun, hún þarf að innleiðast í gildi og menningu. Samfélagsstefnan getur skapað ný tækifæri, aukið nýsköpun og styrkt samkeppnishæfni, aukið tryggð og framlegð auk minni sóunar. Rúmlega 20 íslensk fyrirtæki og eitt sveitarfélag (Seltjarnarnesbær) hafa tekið upp alþjóðlega mælikvarða um samfélagsábyrgð eftir Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar er fjallað um tíu alþjóleg viðmið sem skiptast í fjóra flokka; mannréttindi, vinnumarkaðsmál, umhverfismál og aðgerðir gegn spillingu. Tæplega tíu þúsund fyrirtæki hafa skrifað undir Global Compact í heiminum í 164 löndum. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru víðtækustu markmið sem ríki heims hafa komið sér saman um. Með markmiðunum er stefnt að því að tryggja velmegun og mannréttindi um allan heim fyrir árið 2030. Heimsmarkmiðin mynda jafnvægi á milli hinna þriggja stoða sjálfbærrar þróunar: hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. Báðar leiðir eru góðar. Ég er svo bjartsýn að telja að Ísland geti orðið fyrirmyndarsamfélag þar sem fyrirtæki og opinberir aðilar taki fulla ábyrgð á áhrifum sínum á samfélagið. Að vakna upp við vondan draum 2030 er of seint.Höfundur er stjórnendaráðgjafi
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar