Tollstjóri verður ríkisskattstjóri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2018 11:59 Snorri Olsen tekur við starfinu þann 1. október. Vísir/Pjetur Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið skipa Snorra Olsen tollstjóra í embætti ríkisskattstjóra frá og með 1. október 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Skúli Eggert Þórðarson var skipaður ríkisskattsstjóri árið 2006 þegar hann tók við af Indriða H. Þorlákssyni. Skúli lét af störfum 1. maí þegar hann tók við embætti ríkisendurskoðanda. Síðan þá hefur Ingvar J. Rögnvaldsson verið settur ríkisskattstjóri og verður í embættinu til 1. október þegar Snorri tekur til starfa. Athygli vekur að starfið var ekki auglýst til umsóknar heldur skipaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Snorra í starfið. Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir í samtali við RÚV að Bjarni hafi nýtt sér heimild í lögum til að flytja opinberan starfsmann á milli embætta. Snorri lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands árið 1984. Hann hóf störf í fjármálaráðuneytinu í apríl 1984 og gegndi þar m.a. starfi skrifstofustjóra á sviði skattamála. Snorri var settur ríkisskattstjóri á árunum 1995 til 1997. Snorri hefur verið tollstjóri frá 1. október 1997. Á þeim tíma hefur embætti tollstjóra tekið miklum breytingum í ljósi samfélagsþróunar, ekki síst m.t.t. aukinnar rafvæðingar. Verkefni hafa verið sameinuð sem leitt hefur til aukinnar skilvirkni, hagræðingar og bættrar þjónustu. Sú þróun hófst árið 1998 þegar Gjaldheimtan í Reykjavík var sameinuð tollstjóranum í Reykjavík. Árið 2001 var embætti ríkistollstjóra lagt niður og verkefnin fluttust til tollstjórans í Reykjavík. Árið 2009 varð embætti tollstjóra til, tók við verkefnum annarra tollstjóra og landið varð eitt tollumdæmi. Kjarnaverkefni tollstjóra eru tvö, annað á sviði tollamála og tolleftirlits og hitt er innheimta opinberra gjalda. Gert er ráð fyrir að embætti tollstjóra verði auglýst að loknum sumarleyfum. Embætti ríkisskattstjóra var stofnað 1. október 1962. Í ársbyrjun 2010 voru embætti ríkisskattstjóra og níu skattstjóra sameinuð í eitt. Starfsmenn þess eru nú u.þ.b. 240 sem starfa víðs vegar um landið á átta starfsstöðvum. Meginverkefni ríkisskattstjóra er að annast álagningu skatta og gjalda og hafa með höndum skatteftirlit. „Á undanförnum árum hefur ríkisskattstjóri verið leiðandi í rafrænni stjórnsýslu og m.a. er gerð og skil skattframtala og annarra skýrslna nánast eingöngu rafræn. Af því tilefni hlaut ríkisskattstjóri og embættið upplýsingatækniverðlaun SKÝ árið 2016. Ríkisskattstjóri hefur á undanförnum tíu árum verið í fremstu röð í kjöri um stofnun ársins á vegum stéttarfélaga, og þar af fjórum sinnum í fyrsta sæti,“ segir í tilkynningunni. Ráðningar Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið skipa Snorra Olsen tollstjóra í embætti ríkisskattstjóra frá og með 1. október 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Skúli Eggert Þórðarson var skipaður ríkisskattsstjóri árið 2006 þegar hann tók við af Indriða H. Þorlákssyni. Skúli lét af störfum 1. maí þegar hann tók við embætti ríkisendurskoðanda. Síðan þá hefur Ingvar J. Rögnvaldsson verið settur ríkisskattstjóri og verður í embættinu til 1. október þegar Snorri tekur til starfa. Athygli vekur að starfið var ekki auglýst til umsóknar heldur skipaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Snorra í starfið. Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir í samtali við RÚV að Bjarni hafi nýtt sér heimild í lögum til að flytja opinberan starfsmann á milli embætta. Snorri lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands árið 1984. Hann hóf störf í fjármálaráðuneytinu í apríl 1984 og gegndi þar m.a. starfi skrifstofustjóra á sviði skattamála. Snorri var settur ríkisskattstjóri á árunum 1995 til 1997. Snorri hefur verið tollstjóri frá 1. október 1997. Á þeim tíma hefur embætti tollstjóra tekið miklum breytingum í ljósi samfélagsþróunar, ekki síst m.t.t. aukinnar rafvæðingar. Verkefni hafa verið sameinuð sem leitt hefur til aukinnar skilvirkni, hagræðingar og bættrar þjónustu. Sú þróun hófst árið 1998 þegar Gjaldheimtan í Reykjavík var sameinuð tollstjóranum í Reykjavík. Árið 2001 var embætti ríkistollstjóra lagt niður og verkefnin fluttust til tollstjórans í Reykjavík. Árið 2009 varð embætti tollstjóra til, tók við verkefnum annarra tollstjóra og landið varð eitt tollumdæmi. Kjarnaverkefni tollstjóra eru tvö, annað á sviði tollamála og tolleftirlits og hitt er innheimta opinberra gjalda. Gert er ráð fyrir að embætti tollstjóra verði auglýst að loknum sumarleyfum. Embætti ríkisskattstjóra var stofnað 1. október 1962. Í ársbyrjun 2010 voru embætti ríkisskattstjóra og níu skattstjóra sameinuð í eitt. Starfsmenn þess eru nú u.þ.b. 240 sem starfa víðs vegar um landið á átta starfsstöðvum. Meginverkefni ríkisskattstjóra er að annast álagningu skatta og gjalda og hafa með höndum skatteftirlit. „Á undanförnum árum hefur ríkisskattstjóri verið leiðandi í rafrænni stjórnsýslu og m.a. er gerð og skil skattframtala og annarra skýrslna nánast eingöngu rafræn. Af því tilefni hlaut ríkisskattstjóri og embættið upplýsingatækniverðlaun SKÝ árið 2016. Ríkisskattstjóri hefur á undanförnum tíu árum verið í fremstu röð í kjöri um stofnun ársins á vegum stéttarfélaga, og þar af fjórum sinnum í fyrsta sæti,“ segir í tilkynningunni.
Ráðningar Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira