Bréfið var skrifað í janúar. Í því segja lögmennirnir að ekki sé hægt að knýja forsetann til að mæta í viðtal við saksóknarann. Forsetinn hafi fullkomin yfirráð yfir bandarískri stjórnsýslu, þar á meðal rannsóknum eins og þeirri sem Muller stýrir.
Trump sjálfur kvartaði undan birtingu bréfsins í tísti og spurði hvenær endir yrði bundinn á þessar „mjög dýru nornaveiðar,“ eins og hann skrifaði á Twitter.