10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir? Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júní 2018 11:00 Robin van Persie skorar markið ótrúlega. vísir/getty Heimsmeistaramótið í fótbolta er stærsta og sterkasta fótboltamót í heimi og því er eðlilegt að þar láti ljós sitt skína bestu fótboltamenn í heimi. Bestu fótboltamenn í heimi eiga það til að gera flotta hluti inn á vellinum eins og að skora falleg mörk og þau hafa sést nokkur ótrúleg í gegnum tíðina. Eins og bara síðast á HM 2014 í Brasilíu. Markið sem vakti mest umtal var klárlega höfrungaskalli Robins van Persie fyrir Holland á móti Spáni en það mark var samt sem áður ekki kjörið það besta af FIFA. Flottasta markið skoraði Kólumbíumaðurinn James Rodríguez með ótrúlegu skoti á móti Úrúgvæ en þessi hæfileikaríki miðjumaður skoraði tvö af þremur flottustu mörkum mótsins.James Rodríguez fagnar markinu ótrúlega.vísir/gettySeldur og aftur seldur Það vissu ekki margir hver James Rodríguez var þegar að franska liðið AS Monaco, þá í eigu moldríks auðjöfurs, keypti þennan 22 ára gamla Kólumbíumann frá Porto fyrir 45 milljónir Evra og gerði hann að einum dýrasta leikmanni sögunnar á þeim tíma. Ári síðar átti heimsbyggðin eftir að vita hver hann var. James fór á kostum með kólumbíska landsliðinu á HM 2014 og skoraði þriðja flottasta markið að mati FIFA í þriðja leik liðsins í riðlakeppninni á móti Japan. Það var þriðja markið hans í keppninni en miðjumaðurinn magnaði skoraði í öllum leikjum riðlakeppninnar. Afgreiðsla hans í fjórða og síðasta marki Kólumbíu á móti Japan var einstaklega snyrtileg. James hélt áfram að gera frábæra hluti í 16 liða úrslitunum þar sem að Kólumbía vann Úrúgvæ. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri en seinna markið var hreint ótrúlegt og var á endanum kjörið besta mark HM 2014. Hann hélt svo áfram að skora í átta liða úrslitunum þegar að hann setti eitt úr víti á móti Brasilíu en það dugði ekki til því Brassarnir unnu, 2-1, og komust í undanúrslitin þar sem að þeir fengu svo 7-1 skell á móti Þýskalandi. James var búinn að gera nóg til að heilla Real Madrid. Hann var keyptur þangað fyrir 74 milljónir evra eftir HM en samtals var búið að greiða fyrir hann rétt tæpar 100 milljónir evra á tveimur árum. Hann lauk keppni á HM 2014 sem markakóngur mótsins.James fékk gullskóinn á HM 2014 sem markakóngur mótsins.vísir/gettyHollenski höfrungurinn Spánverjar mættu til leiks á HM 2014 sem ríkjandi heims- og Evrópumeistarar. Þeir voru búnir að drottna yfir fótboltanum í ein sex ár þegar að kom að fyrsta leik á móti Hollandi á HM í Brasilíu. Skemmst er frá að segja að þar endaði drottnun Spánverja. Louis van Gaal og hans menn völtuðu yfir Hollendinga, 5-1. Robin van Persie skoraði tvö mörk og annað þeirra var eitt það ótrúlegasta sem sést hefur í lokakeppni stórmóts og þó víðar væri leitað. Van Persie tókst á einhvern ótrúlegan hátt að skalla boltann eftir langa sendingu yfir Iker Casillas og í markið með höfrungahoppi. Hreint mögnuð tilþrif hjá honum og hollenska liðinu sem vann alla leiki sína í riðlinum. Hollendingar komust alla leið í undanúrslitin en töpuðu þar fyrir Argentínu í vítaspyrnukeppni eftir að þeir unnu Kosta Ríka í vítaspyrnukeppni í átta liða úrslitunum. Þeir hirtu bronsið á endanum með 3-0 sigri á særðum Brössum sem voru enn í áfalli eftir 7-1 tapið í undanúrslitaleiknum á móti Þýskalandi.Mörkin voru glæsileg á HM 2014 í fótbolta en tíu flottust mörkin má sjá með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Sjá meira
Heimsmeistaramótið í fótbolta er stærsta og sterkasta fótboltamót í heimi og því er eðlilegt að þar láti ljós sitt skína bestu fótboltamenn í heimi. Bestu fótboltamenn í heimi eiga það til að gera flotta hluti inn á vellinum eins og að skora falleg mörk og þau hafa sést nokkur ótrúleg í gegnum tíðina. Eins og bara síðast á HM 2014 í Brasilíu. Markið sem vakti mest umtal var klárlega höfrungaskalli Robins van Persie fyrir Holland á móti Spáni en það mark var samt sem áður ekki kjörið það besta af FIFA. Flottasta markið skoraði Kólumbíumaðurinn James Rodríguez með ótrúlegu skoti á móti Úrúgvæ en þessi hæfileikaríki miðjumaður skoraði tvö af þremur flottustu mörkum mótsins.James Rodríguez fagnar markinu ótrúlega.vísir/gettySeldur og aftur seldur Það vissu ekki margir hver James Rodríguez var þegar að franska liðið AS Monaco, þá í eigu moldríks auðjöfurs, keypti þennan 22 ára gamla Kólumbíumann frá Porto fyrir 45 milljónir Evra og gerði hann að einum dýrasta leikmanni sögunnar á þeim tíma. Ári síðar átti heimsbyggðin eftir að vita hver hann var. James fór á kostum með kólumbíska landsliðinu á HM 2014 og skoraði þriðja flottasta markið að mati FIFA í þriðja leik liðsins í riðlakeppninni á móti Japan. Það var þriðja markið hans í keppninni en miðjumaðurinn magnaði skoraði í öllum leikjum riðlakeppninnar. Afgreiðsla hans í fjórða og síðasta marki Kólumbíu á móti Japan var einstaklega snyrtileg. James hélt áfram að gera frábæra hluti í 16 liða úrslitunum þar sem að Kólumbía vann Úrúgvæ. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri en seinna markið var hreint ótrúlegt og var á endanum kjörið besta mark HM 2014. Hann hélt svo áfram að skora í átta liða úrslitunum þegar að hann setti eitt úr víti á móti Brasilíu en það dugði ekki til því Brassarnir unnu, 2-1, og komust í undanúrslitin þar sem að þeir fengu svo 7-1 skell á móti Þýskalandi. James var búinn að gera nóg til að heilla Real Madrid. Hann var keyptur þangað fyrir 74 milljónir evra eftir HM en samtals var búið að greiða fyrir hann rétt tæpar 100 milljónir evra á tveimur árum. Hann lauk keppni á HM 2014 sem markakóngur mótsins.James fékk gullskóinn á HM 2014 sem markakóngur mótsins.vísir/gettyHollenski höfrungurinn Spánverjar mættu til leiks á HM 2014 sem ríkjandi heims- og Evrópumeistarar. Þeir voru búnir að drottna yfir fótboltanum í ein sex ár þegar að kom að fyrsta leik á móti Hollandi á HM í Brasilíu. Skemmst er frá að segja að þar endaði drottnun Spánverja. Louis van Gaal og hans menn völtuðu yfir Hollendinga, 5-1. Robin van Persie skoraði tvö mörk og annað þeirra var eitt það ótrúlegasta sem sést hefur í lokakeppni stórmóts og þó víðar væri leitað. Van Persie tókst á einhvern ótrúlegan hátt að skalla boltann eftir langa sendingu yfir Iker Casillas og í markið með höfrungahoppi. Hreint mögnuð tilþrif hjá honum og hollenska liðinu sem vann alla leiki sína í riðlinum. Hollendingar komust alla leið í undanúrslitin en töpuðu þar fyrir Argentínu í vítaspyrnukeppni eftir að þeir unnu Kosta Ríka í vítaspyrnukeppni í átta liða úrslitunum. Þeir hirtu bronsið á endanum með 3-0 sigri á særðum Brössum sem voru enn í áfalli eftir 7-1 tapið í undanúrslitaleiknum á móti Þýskalandi.Mörkin voru glæsileg á HM 2014 í fótbolta en tíu flottust mörkin má sjá með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Sjá meira