„Ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júní 2018 22:07 Þorsteinn Víglundsson er þingmaður Viðreisnar. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi stefnu ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði stjórnina ríkisstjórn sérhagsmuna og kallaði hana „íhaldsstjórn“ og „ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka.“ Þingmaðurinn gerði meðal annars að umtalsefni mikla styrkingu íslensku krónunnar og áhrif hennar á íslenskt atvinnulíf. „Vaxandi ójafnvægi er nú í þjóðarbúskapnum og hagvöxtur ekki lengur knúinn áfram af útflutningsgreinum okkar heldur vaxandi einkaneyslu og útgjöldum hins opinbera. Þetta er kunnugleg sjón. Þegar raungengi íslensku krónunnar er jafn hátt og nú er, kennir sagan okkur að skuldadagar eru skammt undan. Þetta er hrjóstrugt umhverfi fyrir allt atvinnulíf í landinu, hvort heldur sem litið er til sjávarútvegs, ferðaþjónustu, iðnaðar eða tækni- og þekkingarfyrirtækja. Það er ekkert sem kemur á óvart í þessari þróun. Þetta er endurtekin „íslensk sveifla“ í boði íslensku krónunnar. Því miður hafa stjórnvöld hins vegar kosið að stinga höfðinu í sandinn og vona að „þetta reddist“,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að við aðstæður sem þessar væri styrk stjórn efnahagsmála mikilvæg; sýna þyrfti ráðdeild í rekstri hins opinbera og skapa svigrúm svo hægt væri að lækka vexti til að hjálpa atvinnulífinu í auknum þrengingum. Ríkisstjórnin kysi hins vegar að láta aðvörunarorð sem vind um eyru þjóta og blési til stórsóknar í auknum ríkisútgjöldum. „Vandi ríkisstjórnarinnar liggur í þeirri málamiðlun sem ríkisstjórnarsamstarfið byggir á. Gjarnan hefur verið vísað til sögulegra sátta í ljósi þess að flokkarnir þrír spanna hægri/vinstri ásinn ágætlega. En ríkisstjórnin er ekki mynduð um málamiðlun á þeim ás. Breytt er yfir skoðanamun flokkanna með þeirri banvænu málamiðlun að stórauka ríkisútgjöld á sama tíma og skattalækkanir eru boðaðar. Það er brúarsmíði stjórnarinnar,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði stjórnina myndaða um það sem sameinaði flokkana þrjá og það væri andstaðan við nauðsynlegar úrbætur á íslensku samfélagi. Undir lok ræðunnar lýsti Þorsteinn ríkisstjórninni svo á þennan hátt: „Hér er á ferðinni ríkisstjórn sérhagsmuna, íhaldsstjórn, ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka. Og það verður ekki betur séð en að flokkunum líði bara nokkuð vel í samstarfinu.“ Alþingi Tengdar fréttir Oddný segir Katrínu áhrifalausa í ríkisstjórninni Oddný Harðardóttir gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í eldhúsdagsumræðum og sagði hana vera bandalag um sérhagsmuni sem ynni ekki í þágu þeirra sem minnst mega sín. 4. júní 2018 19:36 Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19 Segir stjórnmálamenn eiga að takast á um hluti á uppbyggilegan hátt Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir það heyra til undantekninga að mál séu afgreidd úr nefnd í slíku ósætti líkt og var um lækkun veiðigjalda. Hún segir störf þingsins almennt ganga vel fyrir sig. 4. júní 2018 20:44 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi stefnu ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði stjórnina ríkisstjórn sérhagsmuna og kallaði hana „íhaldsstjórn“ og „ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka.“ Þingmaðurinn gerði meðal annars að umtalsefni mikla styrkingu íslensku krónunnar og áhrif hennar á íslenskt atvinnulíf. „Vaxandi ójafnvægi er nú í þjóðarbúskapnum og hagvöxtur ekki lengur knúinn áfram af útflutningsgreinum okkar heldur vaxandi einkaneyslu og útgjöldum hins opinbera. Þetta er kunnugleg sjón. Þegar raungengi íslensku krónunnar er jafn hátt og nú er, kennir sagan okkur að skuldadagar eru skammt undan. Þetta er hrjóstrugt umhverfi fyrir allt atvinnulíf í landinu, hvort heldur sem litið er til sjávarútvegs, ferðaþjónustu, iðnaðar eða tækni- og þekkingarfyrirtækja. Það er ekkert sem kemur á óvart í þessari þróun. Þetta er endurtekin „íslensk sveifla“ í boði íslensku krónunnar. Því miður hafa stjórnvöld hins vegar kosið að stinga höfðinu í sandinn og vona að „þetta reddist“,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að við aðstæður sem þessar væri styrk stjórn efnahagsmála mikilvæg; sýna þyrfti ráðdeild í rekstri hins opinbera og skapa svigrúm svo hægt væri að lækka vexti til að hjálpa atvinnulífinu í auknum þrengingum. Ríkisstjórnin kysi hins vegar að láta aðvörunarorð sem vind um eyru þjóta og blési til stórsóknar í auknum ríkisútgjöldum. „Vandi ríkisstjórnarinnar liggur í þeirri málamiðlun sem ríkisstjórnarsamstarfið byggir á. Gjarnan hefur verið vísað til sögulegra sátta í ljósi þess að flokkarnir þrír spanna hægri/vinstri ásinn ágætlega. En ríkisstjórnin er ekki mynduð um málamiðlun á þeim ás. Breytt er yfir skoðanamun flokkanna með þeirri banvænu málamiðlun að stórauka ríkisútgjöld á sama tíma og skattalækkanir eru boðaðar. Það er brúarsmíði stjórnarinnar,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði stjórnina myndaða um það sem sameinaði flokkana þrjá og það væri andstaðan við nauðsynlegar úrbætur á íslensku samfélagi. Undir lok ræðunnar lýsti Þorsteinn ríkisstjórninni svo á þennan hátt: „Hér er á ferðinni ríkisstjórn sérhagsmuna, íhaldsstjórn, ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka. Og það verður ekki betur séð en að flokkunum líði bara nokkuð vel í samstarfinu.“
Alþingi Tengdar fréttir Oddný segir Katrínu áhrifalausa í ríkisstjórninni Oddný Harðardóttir gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í eldhúsdagsumræðum og sagði hana vera bandalag um sérhagsmuni sem ynni ekki í þágu þeirra sem minnst mega sín. 4. júní 2018 19:36 Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19 Segir stjórnmálamenn eiga að takast á um hluti á uppbyggilegan hátt Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir það heyra til undantekninga að mál séu afgreidd úr nefnd í slíku ósætti líkt og var um lækkun veiðigjalda. Hún segir störf þingsins almennt ganga vel fyrir sig. 4. júní 2018 20:44 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Oddný segir Katrínu áhrifalausa í ríkisstjórninni Oddný Harðardóttir gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í eldhúsdagsumræðum og sagði hana vera bandalag um sérhagsmuni sem ynni ekki í þágu þeirra sem minnst mega sín. 4. júní 2018 19:36
Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19
Segir stjórnmálamenn eiga að takast á um hluti á uppbyggilegan hátt Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir það heyra til undantekninga að mál séu afgreidd úr nefnd í slíku ósætti líkt og var um lækkun veiðigjalda. Hún segir störf þingsins almennt ganga vel fyrir sig. 4. júní 2018 20:44