Aðalbardaginn er titilbardagi í millivigtinni þar sem Robert Whittaker reynir að verja titil sinn gegn Yoel Romero.
Næststærsti bardagi kvöldsins er um bráðabirgðabeltið í veltivigtinni. Þar mætir Brasilíumaðurinn Rafael dos Anjos, RDA, hataðasta manninum í UFC, Colby Covington.
„Ég er kóngurinn í Brasilíu og fólkið þar vill að ég deyi. RDA mun því reyna að drepa mig,“ segir Colby meðal annars í fyrsta þættinum af Embedded sem eru upphitunarþættir fyrir kvöldið stóra sem verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport.
Sjá má þáttinn hér að neðan.