Engri vél snúið frá Keflavíkurflugvelli sökum þoku Birgir Olgeirsson skrifar 5. júní 2018 12:27 Keflavíkurflugvöllur. Vísir/Anton Brink. Aðstæður á Keflavíkurflugvelli í nótt voru ekki með besta móti sökum þoku sem olli því að aðeins mátti ein vél lenda eða taka á loft í einu. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir vinnureglur hjá Keflavíkurflugvelli skýrar þegar skyggnið verður svo slæmt sökum þoku. „Þá er bara ein hreyfing í einu, hvort sem það er flugtak eða lending. Þá þurfti hver og ein vél að koma inn og lenda og fara á sína endastöð. Þegar því var lokið mátti næsta vél koma inn og svo framvegis. Það þurftu nokkrar vélar að bíða þar til þeim var hleypt í röðina til að lenda. Þetta er bara staðan þegar skyggnið var eins og það var í morgun,“ segir Guðjón. Flugstjóri farþegaþotu WOW Air, sem var á leið frá Barcelona til Keflavíkur, hætti við að lenda í Keflavík í nótt sökum þotu og lenti þess í stað á flugvelli í Shannon á Írlandi. Upplýsingafulltrúi WOW Air sagði í samtali við Vísi að það hefði verið ákvörðun flugstjórans að lenda ekki. Farþegaþota Icelandair, sem var á leið frá Denver til Keflavíkur, stoppaði í um klukkutíma á Iqaluit-flugvellinum í Norður Kanada til að taka eldsneyti áður en förinni var aftur heitið til Keflavíkur. Ástæðan fyrir því að millilent var í Kanada var sú að um langa flugferð er að ræða og sá flugstjórinn fyrir þó nokkra bið sökum þoku í Keflavík. Guðjón Helgason segir að allar vélar sem áttu að lenda á Keflavíkurflugvelli í nótt hefðu fengið leyfi til þess en þurftu að bíða í einhvern tíma sökum þoku. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar WOW strandaglópar á Írlandi Farþegar í flugi WOW Air frá Barcelona til Keflavíkur furða sig á takmarkaðri upplýsingagjöf frá flugfélaginu. 5. júní 2018 06:15 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Aðstæður á Keflavíkurflugvelli í nótt voru ekki með besta móti sökum þoku sem olli því að aðeins mátti ein vél lenda eða taka á loft í einu. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir vinnureglur hjá Keflavíkurflugvelli skýrar þegar skyggnið verður svo slæmt sökum þoku. „Þá er bara ein hreyfing í einu, hvort sem það er flugtak eða lending. Þá þurfti hver og ein vél að koma inn og lenda og fara á sína endastöð. Þegar því var lokið mátti næsta vél koma inn og svo framvegis. Það þurftu nokkrar vélar að bíða þar til þeim var hleypt í röðina til að lenda. Þetta er bara staðan þegar skyggnið var eins og það var í morgun,“ segir Guðjón. Flugstjóri farþegaþotu WOW Air, sem var á leið frá Barcelona til Keflavíkur, hætti við að lenda í Keflavík í nótt sökum þotu og lenti þess í stað á flugvelli í Shannon á Írlandi. Upplýsingafulltrúi WOW Air sagði í samtali við Vísi að það hefði verið ákvörðun flugstjórans að lenda ekki. Farþegaþota Icelandair, sem var á leið frá Denver til Keflavíkur, stoppaði í um klukkutíma á Iqaluit-flugvellinum í Norður Kanada til að taka eldsneyti áður en förinni var aftur heitið til Keflavíkur. Ástæðan fyrir því að millilent var í Kanada var sú að um langa flugferð er að ræða og sá flugstjórinn fyrir þó nokkra bið sökum þoku í Keflavík. Guðjón Helgason segir að allar vélar sem áttu að lenda á Keflavíkurflugvelli í nótt hefðu fengið leyfi til þess en þurftu að bíða í einhvern tíma sökum þoku.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar WOW strandaglópar á Írlandi Farþegar í flugi WOW Air frá Barcelona til Keflavíkur furða sig á takmarkaðri upplýsingagjöf frá flugfélaginu. 5. júní 2018 06:15 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Farþegar WOW strandaglópar á Írlandi Farþegar í flugi WOW Air frá Barcelona til Keflavíkur furða sig á takmarkaðri upplýsingagjöf frá flugfélaginu. 5. júní 2018 06:15