Ólafur Ingi: Þetta gefur þessum krökkum alveg rosalega mikið Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2018 13:30 Ólafur Ingi Skúlason var einn þeirra landsliðsmanna sem fór í golf með bakhjörlum KSÍ í gær. Landsliðshópurinn er fullur af góðum kylfingum en Ólafur Ingi er ekki einn þeirra. „Ég er ekki góður í golfi. Ég spilaði síðast fyrir fimm árum í Belgíu. Ég var lélegur þá og er enn þá lélegur. Þetta var samt bara gaman. Fyrir mig var gaman að slá nokkra bolta og reyndar slá þá langt út fyrir en það er allt í lagi,“ segir Ólafur Ingi léttur. „Það var smá pressa í upphafshöggunum hjá mönnum en aðallega var þetta bara til gamans gert. Við erum misgóðir í golfi en það voru allir í stuði sem er aðalatriðið.“Ólafur Ingi segist ekki góður í golfi.vísir/vilhelmVerður raunverulegra Aðeins níu dagar eru þar til heimsmeistaramótið í Rússlandi hefst en strákarnir okkar fara út á laugardaginn. Þetta verður bara raunverulegra með hverri mínútunni. „Nú er spennan og fiðringurinn að „kikka“ inn. Nú erum við aftur á móti að gera okkur klára fyrir leikinn á móti Gana. Það er gaman að fá Afríkuþjóð hérna heim. Það verður erfiður en skemmtilegur leikur og svo erum við bara á leiðinni út á laugardaginn,“ segir Ólafur Ingi. „Þegar að maður stígur upp í vélina verður þetta virkilega raunverulegt að við séum á leiðinni á HM. Undirbúningurinn hér heima er búinn að vera góður. Maður er ekkert búinn að hugsa of mikið um þetta hérna heima á Íslandi.“ Ólafur Ingi á son með Downs-heilkennið en hann var einn þeirra nemenda úr Klettaskóla sem leikmenn íslenska landsliðsins og þess norska leiddu inn á völlinn fyrir leik þjóðanna á laugardaginn. Ljóst var að hann og skólafélagar hans nutu stundarinnar gríðarlega.Ólafur Ingi í Laugardalnum í dag.vísir/böddi tgAllir rosalega glaðir „Hann ætlaði bara að taka miðjuna á móti Noregi,“ segir Ólafur Ingi og hlær við. „Þetta var alveg geggjað og frábært frumkvæði frá KSÍ að bjóða Klettaskóla að gera þetta. Allir þessir krakkar voru himinlifandi og foreldrar þeirra líka.“ „Þetta gefur þessum krökkum alveg ótrúlega mikið. Ég held að fólk átti sig ekki alveg á því hversu það gefur þessum krökkum að leiða leikmennina út, fá að vera með og vera aðeins í sviðsljósinu.“ „Það voru allir rosalega glaðir með þetta og sumir foreldrarnir áttu erfitt með að fá börnin úr landsliðsbúningnum. Sumir sváfu í honum einhverjar tvær til þrjár nætur,“ segir Ólafur Ingi Skúlason. Allt viðtalið við Ólaf má sjá í spilaranum hér að ofan. Magical moment with this very special boy❤ #nothingdownaboutit #russia2018 @skeinipappir A post shared by Emil Hallfreðsson (@emilhallfreds) on Jun 3, 2018 at 2:34pm PDT HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi getur ekki gert upp á mill Jóns Ragnars og Frikka Dórs | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson svaraði nokkrum laufléttum spurningum Hjörvars Hafliðasonar. 5. júní 2018 10:00 Emil svindlaði aðeins í golfi með strákunum | Myndir Emil Hallfreðsson er kallaður forgjafarsvindlarinn í hópnum í dag. 5. júní 2018 12:30 Íslensku búningarnir slá í gegn hjá stórum miðli Hið þekkta tímarit, Four Four Two, er með úttekt á búningum liðanna á HM og hreinlega slefar yfir báðum íslensku búningunum. 5. júní 2018 08:00 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason var einn þeirra landsliðsmanna sem fór í golf með bakhjörlum KSÍ í gær. Landsliðshópurinn er fullur af góðum kylfingum en Ólafur Ingi er ekki einn þeirra. „Ég er ekki góður í golfi. Ég spilaði síðast fyrir fimm árum í Belgíu. Ég var lélegur þá og er enn þá lélegur. Þetta var samt bara gaman. Fyrir mig var gaman að slá nokkra bolta og reyndar slá þá langt út fyrir en það er allt í lagi,“ segir Ólafur Ingi léttur. „Það var smá pressa í upphafshöggunum hjá mönnum en aðallega var þetta bara til gamans gert. Við erum misgóðir í golfi en það voru allir í stuði sem er aðalatriðið.“Ólafur Ingi segist ekki góður í golfi.vísir/vilhelmVerður raunverulegra Aðeins níu dagar eru þar til heimsmeistaramótið í Rússlandi hefst en strákarnir okkar fara út á laugardaginn. Þetta verður bara raunverulegra með hverri mínútunni. „Nú er spennan og fiðringurinn að „kikka“ inn. Nú erum við aftur á móti að gera okkur klára fyrir leikinn á móti Gana. Það er gaman að fá Afríkuþjóð hérna heim. Það verður erfiður en skemmtilegur leikur og svo erum við bara á leiðinni út á laugardaginn,“ segir Ólafur Ingi. „Þegar að maður stígur upp í vélina verður þetta virkilega raunverulegt að við séum á leiðinni á HM. Undirbúningurinn hér heima er búinn að vera góður. Maður er ekkert búinn að hugsa of mikið um þetta hérna heima á Íslandi.“ Ólafur Ingi á son með Downs-heilkennið en hann var einn þeirra nemenda úr Klettaskóla sem leikmenn íslenska landsliðsins og þess norska leiddu inn á völlinn fyrir leik þjóðanna á laugardaginn. Ljóst var að hann og skólafélagar hans nutu stundarinnar gríðarlega.Ólafur Ingi í Laugardalnum í dag.vísir/böddi tgAllir rosalega glaðir „Hann ætlaði bara að taka miðjuna á móti Noregi,“ segir Ólafur Ingi og hlær við. „Þetta var alveg geggjað og frábært frumkvæði frá KSÍ að bjóða Klettaskóla að gera þetta. Allir þessir krakkar voru himinlifandi og foreldrar þeirra líka.“ „Þetta gefur þessum krökkum alveg ótrúlega mikið. Ég held að fólk átti sig ekki alveg á því hversu það gefur þessum krökkum að leiða leikmennina út, fá að vera með og vera aðeins í sviðsljósinu.“ „Það voru allir rosalega glaðir með þetta og sumir foreldrarnir áttu erfitt með að fá börnin úr landsliðsbúningnum. Sumir sváfu í honum einhverjar tvær til þrjár nætur,“ segir Ólafur Ingi Skúlason. Allt viðtalið við Ólaf má sjá í spilaranum hér að ofan. Magical moment with this very special boy❤ #nothingdownaboutit #russia2018 @skeinipappir A post shared by Emil Hallfreðsson (@emilhallfreds) on Jun 3, 2018 at 2:34pm PDT
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi getur ekki gert upp á mill Jóns Ragnars og Frikka Dórs | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson svaraði nokkrum laufléttum spurningum Hjörvars Hafliðasonar. 5. júní 2018 10:00 Emil svindlaði aðeins í golfi með strákunum | Myndir Emil Hallfreðsson er kallaður forgjafarsvindlarinn í hópnum í dag. 5. júní 2018 12:30 Íslensku búningarnir slá í gegn hjá stórum miðli Hið þekkta tímarit, Four Four Two, er með úttekt á búningum liðanna á HM og hreinlega slefar yfir báðum íslensku búningunum. 5. júní 2018 08:00 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira
Gylfi getur ekki gert upp á mill Jóns Ragnars og Frikka Dórs | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson svaraði nokkrum laufléttum spurningum Hjörvars Hafliðasonar. 5. júní 2018 10:00
Emil svindlaði aðeins í golfi með strákunum | Myndir Emil Hallfreðsson er kallaður forgjafarsvindlarinn í hópnum í dag. 5. júní 2018 12:30
Íslensku búningarnir slá í gegn hjá stórum miðli Hið þekkta tímarit, Four Four Two, er með úttekt á búningum liðanna á HM og hreinlega slefar yfir báðum íslensku búningunum. 5. júní 2018 08:00