Ólafur Ingi: Þetta gefur þessum krökkum alveg rosalega mikið Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2018 13:30 Ólafur Ingi Skúlason var einn þeirra landsliðsmanna sem fór í golf með bakhjörlum KSÍ í gær. Landsliðshópurinn er fullur af góðum kylfingum en Ólafur Ingi er ekki einn þeirra. „Ég er ekki góður í golfi. Ég spilaði síðast fyrir fimm árum í Belgíu. Ég var lélegur þá og er enn þá lélegur. Þetta var samt bara gaman. Fyrir mig var gaman að slá nokkra bolta og reyndar slá þá langt út fyrir en það er allt í lagi,“ segir Ólafur Ingi léttur. „Það var smá pressa í upphafshöggunum hjá mönnum en aðallega var þetta bara til gamans gert. Við erum misgóðir í golfi en það voru allir í stuði sem er aðalatriðið.“Ólafur Ingi segist ekki góður í golfi.vísir/vilhelmVerður raunverulegra Aðeins níu dagar eru þar til heimsmeistaramótið í Rússlandi hefst en strákarnir okkar fara út á laugardaginn. Þetta verður bara raunverulegra með hverri mínútunni. „Nú er spennan og fiðringurinn að „kikka“ inn. Nú erum við aftur á móti að gera okkur klára fyrir leikinn á móti Gana. Það er gaman að fá Afríkuþjóð hérna heim. Það verður erfiður en skemmtilegur leikur og svo erum við bara á leiðinni út á laugardaginn,“ segir Ólafur Ingi. „Þegar að maður stígur upp í vélina verður þetta virkilega raunverulegt að við séum á leiðinni á HM. Undirbúningurinn hér heima er búinn að vera góður. Maður er ekkert búinn að hugsa of mikið um þetta hérna heima á Íslandi.“ Ólafur Ingi á son með Downs-heilkennið en hann var einn þeirra nemenda úr Klettaskóla sem leikmenn íslenska landsliðsins og þess norska leiddu inn á völlinn fyrir leik þjóðanna á laugardaginn. Ljóst var að hann og skólafélagar hans nutu stundarinnar gríðarlega.Ólafur Ingi í Laugardalnum í dag.vísir/böddi tgAllir rosalega glaðir „Hann ætlaði bara að taka miðjuna á móti Noregi,“ segir Ólafur Ingi og hlær við. „Þetta var alveg geggjað og frábært frumkvæði frá KSÍ að bjóða Klettaskóla að gera þetta. Allir þessir krakkar voru himinlifandi og foreldrar þeirra líka.“ „Þetta gefur þessum krökkum alveg ótrúlega mikið. Ég held að fólk átti sig ekki alveg á því hversu það gefur þessum krökkum að leiða leikmennina út, fá að vera með og vera aðeins í sviðsljósinu.“ „Það voru allir rosalega glaðir með þetta og sumir foreldrarnir áttu erfitt með að fá börnin úr landsliðsbúningnum. Sumir sváfu í honum einhverjar tvær til þrjár nætur,“ segir Ólafur Ingi Skúlason. Allt viðtalið við Ólaf má sjá í spilaranum hér að ofan. Magical moment with this very special boy❤ #nothingdownaboutit #russia2018 @skeinipappir A post shared by Emil Hallfreðsson (@emilhallfreds) on Jun 3, 2018 at 2:34pm PDT HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi getur ekki gert upp á mill Jóns Ragnars og Frikka Dórs | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson svaraði nokkrum laufléttum spurningum Hjörvars Hafliðasonar. 5. júní 2018 10:00 Emil svindlaði aðeins í golfi með strákunum | Myndir Emil Hallfreðsson er kallaður forgjafarsvindlarinn í hópnum í dag. 5. júní 2018 12:30 Íslensku búningarnir slá í gegn hjá stórum miðli Hið þekkta tímarit, Four Four Two, er með úttekt á búningum liðanna á HM og hreinlega slefar yfir báðum íslensku búningunum. 5. júní 2018 08:00 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason var einn þeirra landsliðsmanna sem fór í golf með bakhjörlum KSÍ í gær. Landsliðshópurinn er fullur af góðum kylfingum en Ólafur Ingi er ekki einn þeirra. „Ég er ekki góður í golfi. Ég spilaði síðast fyrir fimm árum í Belgíu. Ég var lélegur þá og er enn þá lélegur. Þetta var samt bara gaman. Fyrir mig var gaman að slá nokkra bolta og reyndar slá þá langt út fyrir en það er allt í lagi,“ segir Ólafur Ingi léttur. „Það var smá pressa í upphafshöggunum hjá mönnum en aðallega var þetta bara til gamans gert. Við erum misgóðir í golfi en það voru allir í stuði sem er aðalatriðið.“Ólafur Ingi segist ekki góður í golfi.vísir/vilhelmVerður raunverulegra Aðeins níu dagar eru þar til heimsmeistaramótið í Rússlandi hefst en strákarnir okkar fara út á laugardaginn. Þetta verður bara raunverulegra með hverri mínútunni. „Nú er spennan og fiðringurinn að „kikka“ inn. Nú erum við aftur á móti að gera okkur klára fyrir leikinn á móti Gana. Það er gaman að fá Afríkuþjóð hérna heim. Það verður erfiður en skemmtilegur leikur og svo erum við bara á leiðinni út á laugardaginn,“ segir Ólafur Ingi. „Þegar að maður stígur upp í vélina verður þetta virkilega raunverulegt að við séum á leiðinni á HM. Undirbúningurinn hér heima er búinn að vera góður. Maður er ekkert búinn að hugsa of mikið um þetta hérna heima á Íslandi.“ Ólafur Ingi á son með Downs-heilkennið en hann var einn þeirra nemenda úr Klettaskóla sem leikmenn íslenska landsliðsins og þess norska leiddu inn á völlinn fyrir leik þjóðanna á laugardaginn. Ljóst var að hann og skólafélagar hans nutu stundarinnar gríðarlega.Ólafur Ingi í Laugardalnum í dag.vísir/böddi tgAllir rosalega glaðir „Hann ætlaði bara að taka miðjuna á móti Noregi,“ segir Ólafur Ingi og hlær við. „Þetta var alveg geggjað og frábært frumkvæði frá KSÍ að bjóða Klettaskóla að gera þetta. Allir þessir krakkar voru himinlifandi og foreldrar þeirra líka.“ „Þetta gefur þessum krökkum alveg ótrúlega mikið. Ég held að fólk átti sig ekki alveg á því hversu það gefur þessum krökkum að leiða leikmennina út, fá að vera með og vera aðeins í sviðsljósinu.“ „Það voru allir rosalega glaðir með þetta og sumir foreldrarnir áttu erfitt með að fá börnin úr landsliðsbúningnum. Sumir sváfu í honum einhverjar tvær til þrjár nætur,“ segir Ólafur Ingi Skúlason. Allt viðtalið við Ólaf má sjá í spilaranum hér að ofan. Magical moment with this very special boy❤ #nothingdownaboutit #russia2018 @skeinipappir A post shared by Emil Hallfreðsson (@emilhallfreds) on Jun 3, 2018 at 2:34pm PDT
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi getur ekki gert upp á mill Jóns Ragnars og Frikka Dórs | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson svaraði nokkrum laufléttum spurningum Hjörvars Hafliðasonar. 5. júní 2018 10:00 Emil svindlaði aðeins í golfi með strákunum | Myndir Emil Hallfreðsson er kallaður forgjafarsvindlarinn í hópnum í dag. 5. júní 2018 12:30 Íslensku búningarnir slá í gegn hjá stórum miðli Hið þekkta tímarit, Four Four Two, er með úttekt á búningum liðanna á HM og hreinlega slefar yfir báðum íslensku búningunum. 5. júní 2018 08:00 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Sjá meira
Gylfi getur ekki gert upp á mill Jóns Ragnars og Frikka Dórs | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson svaraði nokkrum laufléttum spurningum Hjörvars Hafliðasonar. 5. júní 2018 10:00
Emil svindlaði aðeins í golfi með strákunum | Myndir Emil Hallfreðsson er kallaður forgjafarsvindlarinn í hópnum í dag. 5. júní 2018 12:30
Íslensku búningarnir slá í gegn hjá stórum miðli Hið þekkta tímarit, Four Four Two, er með úttekt á búningum liðanna á HM og hreinlega slefar yfir báðum íslensku búningunum. 5. júní 2018 08:00