Ætla að toppa sjálfa mig Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 5. júní 2018 21:30 „Þegar fólk sér verk mín tengir það ósjálfrátt við dýrið í sjálfu sér,“ segir Hrafnhildur. Vísir/Ernir „Ég brást nánast við eins og fótboltakappi sem fer niður á hnén og fagnar. Ég varð óskaplega glöð,“ segir Hrafnhildur Arnardóttir myndlistarkona sem verður fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í myndlist árið 2019, ásamt sýningarstjóranum Birtu Guðjónsdóttur. „Mig hefur alltaf langað til að sýna myndlist mína á Feneyjatvíæringnum. Ég er dálítill framagosi,“ segir Hrafnhildur og hlær. Hrafnhildur, sem er fædd árið 1969, hefur búið í Bandaríkjunum í 23 ár. Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín, en hún vinnur mikið með mannshár, sem verður í aðalhlutverki í verki hennar fyrir Feneyjatvíæringinn. „Ef maður er spretthlaupari sem fer á Ólympíuleikana þá fer maður ekki að keppa í kúluvarpi. Feneyjatvíæringurinn er Ólympíuleikar í myndlist og þar sýna listamenn sitt besta. Hárverkin eru mitt vörumerki og fólk nær sterkri tengingu við þau.“ Spurð nánar um verk sitt í íslenska skálanum í Feneyjum á næsta ári segir Hrafnhildur: „Í þetta skipti ætla ég að toppa sjálfa mig. Þegar fólk gengur inn í sýningarrýmið þá sér það ekki sjálft rýmið, heldur er inni í verkinu sem byggist upp á þremur hellum. Allt í kringum áhorfandann er loðið því hárið er alls staðar. Ég nota síðan æpandi liti sem skapa eins konar sjónrænan hávaða. Áhrifin eiga að kveikja í öllum taugaendum í höfði fólks og skapa hamingju.“ Hrafnhildur hefur tvisvar sinnum farið á Feneyjatvíæringinn. „Þar er mikið í gangi og til þess að setja mark sitt á alla ösina og kösina þarf maður að sýna sterkt verk. Ég er ekkert róleg í tíðinni þegar kemur að myndlist, verk mín eru groddaleg en um leið falleg og efniviðurinn höfðar til fólks af því við erum öll með hár á líkamanum. Þegar fólk sér verk mín tengir það ósjálfrátt við dýrið í sjálfu sér.“ Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ég brást nánast við eins og fótboltakappi sem fer niður á hnén og fagnar. Ég varð óskaplega glöð,“ segir Hrafnhildur Arnardóttir myndlistarkona sem verður fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í myndlist árið 2019, ásamt sýningarstjóranum Birtu Guðjónsdóttur. „Mig hefur alltaf langað til að sýna myndlist mína á Feneyjatvíæringnum. Ég er dálítill framagosi,“ segir Hrafnhildur og hlær. Hrafnhildur, sem er fædd árið 1969, hefur búið í Bandaríkjunum í 23 ár. Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín, en hún vinnur mikið með mannshár, sem verður í aðalhlutverki í verki hennar fyrir Feneyjatvíæringinn. „Ef maður er spretthlaupari sem fer á Ólympíuleikana þá fer maður ekki að keppa í kúluvarpi. Feneyjatvíæringurinn er Ólympíuleikar í myndlist og þar sýna listamenn sitt besta. Hárverkin eru mitt vörumerki og fólk nær sterkri tengingu við þau.“ Spurð nánar um verk sitt í íslenska skálanum í Feneyjum á næsta ári segir Hrafnhildur: „Í þetta skipti ætla ég að toppa sjálfa mig. Þegar fólk gengur inn í sýningarrýmið þá sér það ekki sjálft rýmið, heldur er inni í verkinu sem byggist upp á þremur hellum. Allt í kringum áhorfandann er loðið því hárið er alls staðar. Ég nota síðan æpandi liti sem skapa eins konar sjónrænan hávaða. Áhrifin eiga að kveikja í öllum taugaendum í höfði fólks og skapa hamingju.“ Hrafnhildur hefur tvisvar sinnum farið á Feneyjatvíæringinn. „Þar er mikið í gangi og til þess að setja mark sitt á alla ösina og kösina þarf maður að sýna sterkt verk. Ég er ekkert róleg í tíðinni þegar kemur að myndlist, verk mín eru groddaleg en um leið falleg og efniviðurinn höfðar til fólks af því við erum öll með hár á líkamanum. Þegar fólk sér verk mín tengir það ósjálfrátt við dýrið í sjálfu sér.“
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira