Ætla sér að styðja tiltekin mál án tillits til meirihlutasamstarfs Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2018 15:41 Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að styðja við þau mál sem flokkurinn setti á oddinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga án tillits til þess hvaða flokkar það verða sem mynda nýjan meirihluta. Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að styðja við þau mál sem flokkurinn setti á oddinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga án tillits til þess hvaða flokkar það verða sem mynda nýjan meirihluta. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sósíalistaflokknum en þar segir að flokkurinn hyggist styðja þau mál sem snúi að því að vinna gegn stéttaskiptingu í grunnskólum; að allar greiðslur nemenda fyrir námsgögnum, mat og tómstundum verði aflagðar. Sósíalistaflokkurinn hefur jafnframt í hyggju að styðja við þá hugmynd að leigjendur og fólk á biðlista eftir félagslegum íbúðum verði skipað í stjórn félagsbústaða, að uppkomin börn sem áður dvöldu á fósturheimilum verði skipuð í barnaverndarnefnd, og að strætófarþegar verði skipaðir í stjórn Strætó bs. Í aðdraganda kosninga talaði Sanna Magdalena Mörtudóttir ítrekað fyrir því að þeir sem þurfa að reiða sig á almenningssamgöngur ættu að ráða skipulagi þeirra.Í aðdraganda kosninga talaði Sanna Magdalena Mörtudóttir ítrekað fyrir því að þeir sem þurfa að reiða sig á almenningssamgöngur ættu að ráða skipulagi þeirra.Vísir/eyþórFlokkurinn ætlar að styðja við þau mál sem miða að félagsvæðingu húsnæðiskerfisins í Reykjavík: „Að Reykjavíkurborg stofni sjálf byggingafélag og byggi ódýrt húsnæði fyrir fólk þar til byrðum húsnæðiskreppunnar verði aflétt af þeim sem síst geta borið hana; láglaunafólki, fátæku eftirlaunafólki, öryrkjum, ungu fólki, innflytjendum og öðru valdalausu fólki.“ Þau fara þess á leit við aðra borgarfulltrúa að þeir hækki lágmarkslaun upp í 400 þúsund á mánuði og að stofnunum og fyrirtækjum borgarinnar verði bannað að kaupa vöru og þjónustu af fyrirtækjum sem greiða sínu lægst launaða fólki lægri laun. Þá segir jafnframt í fréttatilkynningu: „Að öll útvistun hjá Reykjavíkurborg og stofnunum hennar og fyrirtækjum sem hún á hlut í verði hætt. Allt starfsfólk skal ráðið til starfa af þeim stofnunum og fyrirtækjum þar sem það sinnir vinnu sinni og með öllum réttindum og kjörum sem fylgir fastráðningu.“ Sósíalistaflokkurinn krefst þess að öllu samkurli við „lóðabraskara, verktaka og einkarekin leigufélög varðandi skipulagsmál verði hætt og að það verði stefna borgarinnar að hrekja gróðafyrirtæki frá braski með íbúðarhúsnæði.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01 Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16 „Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum“ Það eru skiptar skoðanir á meðal Sósíalista um ágæti ákvörðunar flokksins um að sniðganga viðræður um myndun meirihluta. 30. maí 2018 13:59 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að styðja við þau mál sem flokkurinn setti á oddinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga án tillits til þess hvaða flokkar það verða sem mynda nýjan meirihluta. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sósíalistaflokknum en þar segir að flokkurinn hyggist styðja þau mál sem snúi að því að vinna gegn stéttaskiptingu í grunnskólum; að allar greiðslur nemenda fyrir námsgögnum, mat og tómstundum verði aflagðar. Sósíalistaflokkurinn hefur jafnframt í hyggju að styðja við þá hugmynd að leigjendur og fólk á biðlista eftir félagslegum íbúðum verði skipað í stjórn félagsbústaða, að uppkomin börn sem áður dvöldu á fósturheimilum verði skipuð í barnaverndarnefnd, og að strætófarþegar verði skipaðir í stjórn Strætó bs. Í aðdraganda kosninga talaði Sanna Magdalena Mörtudóttir ítrekað fyrir því að þeir sem þurfa að reiða sig á almenningssamgöngur ættu að ráða skipulagi þeirra.Í aðdraganda kosninga talaði Sanna Magdalena Mörtudóttir ítrekað fyrir því að þeir sem þurfa að reiða sig á almenningssamgöngur ættu að ráða skipulagi þeirra.Vísir/eyþórFlokkurinn ætlar að styðja við þau mál sem miða að félagsvæðingu húsnæðiskerfisins í Reykjavík: „Að Reykjavíkurborg stofni sjálf byggingafélag og byggi ódýrt húsnæði fyrir fólk þar til byrðum húsnæðiskreppunnar verði aflétt af þeim sem síst geta borið hana; láglaunafólki, fátæku eftirlaunafólki, öryrkjum, ungu fólki, innflytjendum og öðru valdalausu fólki.“ Þau fara þess á leit við aðra borgarfulltrúa að þeir hækki lágmarkslaun upp í 400 þúsund á mánuði og að stofnunum og fyrirtækjum borgarinnar verði bannað að kaupa vöru og þjónustu af fyrirtækjum sem greiða sínu lægst launaða fólki lægri laun. Þá segir jafnframt í fréttatilkynningu: „Að öll útvistun hjá Reykjavíkurborg og stofnunum hennar og fyrirtækjum sem hún á hlut í verði hætt. Allt starfsfólk skal ráðið til starfa af þeim stofnunum og fyrirtækjum þar sem það sinnir vinnu sinni og með öllum réttindum og kjörum sem fylgir fastráðningu.“ Sósíalistaflokkurinn krefst þess að öllu samkurli við „lóðabraskara, verktaka og einkarekin leigufélög varðandi skipulagsmál verði hætt og að það verði stefna borgarinnar að hrekja gróðafyrirtæki frá braski með íbúðarhúsnæði.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01 Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16 „Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum“ Það eru skiptar skoðanir á meðal Sósíalista um ágæti ákvörðunar flokksins um að sniðganga viðræður um myndun meirihluta. 30. maí 2018 13:59 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira
Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01
Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16
„Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum“ Það eru skiptar skoðanir á meðal Sósíalista um ágæti ákvörðunar flokksins um að sniðganga viðræður um myndun meirihluta. 30. maí 2018 13:59