Annað banaslysið á svipuðum stað á fimm mánuðum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. júní 2018 18:30 Einn lést og þrír eru á gjörgæsludeild eftir alvarlegt umferðarslys á Kjalarnesi í gærkvöldi. Kona og átta börn voru flutt á sjúkrahús vegna slyssins en virkja þurfti hópslysaáætlun Landspítalans. Átta hafa látist í umferðarslysum það sem af er ári. Tilkynning um slysið barst um tuttugu mínútur yfir sjö í gærkvöldi og fór mikið lið viðbragðsaðila á vettvang enda strax ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. Bílarnir tveir sem rákust saman voru fólksbíll og lítil hópferðabifreið og komu út gagnstæðri átt. Ökumaður fólksbílsins, karlmaður af erlendum uppruna lést í slysinu. Hann var á fertugsaldri og búsettur hér á landi. Í hópferðabílnum var móðir með sjö börn sín, á aldrinum eins og fimmtán ára og að auki eitt systkinabarn. Allir úr bílunum voru fluttir með sjúkrabílum á Landsspítalann í Fossvogi. Vegna slyssins var spítalinn settur á gult viðbúnaðarstig og segir yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans að kalla hafi þurft til fimmtíu heilbrigðisstarfsmenn á vakt.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku LandspítalaVísir/Stöð 2„Þeir voru kallaðir að heiman margir þeirra og voru að koma inn á svipuðum tíma og þeir slösuðu,“ sagði Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala. Viðbúnaðarstigi var aflétt skömmu síðar. Samkvæmt tilkynningu frá spítalanum nú undir kvöld dvelja þrír enn á spítalanum. Tveir á gjörgæsludeild og einn á almennri deild. Sex hafa verið útskrifaðir af spítala. Tildrög slyssins í gær eru ókunn og óskar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu eftir að vitni gefi sig fram. Fulltrúar rannsóknarnefndar samgönguslysa skoðuðu aðstæður á vettvangi í dag en nefndin og lögreglan hafa slysið til rannsóknar.Fulltrúar Rannsóknarnefndar samgönguslysa skoðuðu aðstæður á vettvangi slyssins í dag.Vísir/Jóhann K. JóhannssonAðstæður á vettvangi slyssins í gær eru þær sömu og var í dag. Þurr vegur, bjart og lítill vindur. Þetta er annað banaslysið á þessum vegarkafla, með aðeins nokkur hundruð metra millibili, á fimm mánuðum. Slysið í gær átti sér stað skammt frá afleggjaranum að bænum Enni en hitt slysið, sem átti sér stað í upphafi ársins, var á móts við bæinn Hvamm. Það sem af er ári hafa átta látist í umferðarslysum. „Það eru alltaf nokkrar sveiflur í þessu. Að hluta til getur það verið eðlilegt en það er vissulega nokkrar skýringar sem við höfum og eins er sú að umferð hefur verið að aukast eins og tölur hafa sýnt fram á,“ segir Sævar Helgi Lárusson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Miðað við þróunina það sem af er þessu ári, er ykkur farið að kvíða fyrir sumrinu? „Vissulega kvíðir manni fyrir sumrinu þegar veturinn er búinn að vera svona en við skulum vona það besta,“ segir Sævar. Tengdar fréttir Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34 Einn fullorðinn og átta börn í hópferðabílnum Fjórir eru enn á gjörgæslu. 5. júní 2018 11:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Sjá meira
Einn lést og þrír eru á gjörgæsludeild eftir alvarlegt umferðarslys á Kjalarnesi í gærkvöldi. Kona og átta börn voru flutt á sjúkrahús vegna slyssins en virkja þurfti hópslysaáætlun Landspítalans. Átta hafa látist í umferðarslysum það sem af er ári. Tilkynning um slysið barst um tuttugu mínútur yfir sjö í gærkvöldi og fór mikið lið viðbragðsaðila á vettvang enda strax ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. Bílarnir tveir sem rákust saman voru fólksbíll og lítil hópferðabifreið og komu út gagnstæðri átt. Ökumaður fólksbílsins, karlmaður af erlendum uppruna lést í slysinu. Hann var á fertugsaldri og búsettur hér á landi. Í hópferðabílnum var móðir með sjö börn sín, á aldrinum eins og fimmtán ára og að auki eitt systkinabarn. Allir úr bílunum voru fluttir með sjúkrabílum á Landsspítalann í Fossvogi. Vegna slyssins var spítalinn settur á gult viðbúnaðarstig og segir yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans að kalla hafi þurft til fimmtíu heilbrigðisstarfsmenn á vakt.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku LandspítalaVísir/Stöð 2„Þeir voru kallaðir að heiman margir þeirra og voru að koma inn á svipuðum tíma og þeir slösuðu,“ sagði Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala. Viðbúnaðarstigi var aflétt skömmu síðar. Samkvæmt tilkynningu frá spítalanum nú undir kvöld dvelja þrír enn á spítalanum. Tveir á gjörgæsludeild og einn á almennri deild. Sex hafa verið útskrifaðir af spítala. Tildrög slyssins í gær eru ókunn og óskar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu eftir að vitni gefi sig fram. Fulltrúar rannsóknarnefndar samgönguslysa skoðuðu aðstæður á vettvangi í dag en nefndin og lögreglan hafa slysið til rannsóknar.Fulltrúar Rannsóknarnefndar samgönguslysa skoðuðu aðstæður á vettvangi slyssins í dag.Vísir/Jóhann K. JóhannssonAðstæður á vettvangi slyssins í gær eru þær sömu og var í dag. Þurr vegur, bjart og lítill vindur. Þetta er annað banaslysið á þessum vegarkafla, með aðeins nokkur hundruð metra millibili, á fimm mánuðum. Slysið í gær átti sér stað skammt frá afleggjaranum að bænum Enni en hitt slysið, sem átti sér stað í upphafi ársins, var á móts við bæinn Hvamm. Það sem af er ári hafa átta látist í umferðarslysum. „Það eru alltaf nokkrar sveiflur í þessu. Að hluta til getur það verið eðlilegt en það er vissulega nokkrar skýringar sem við höfum og eins er sú að umferð hefur verið að aukast eins og tölur hafa sýnt fram á,“ segir Sævar Helgi Lárusson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Miðað við þróunina það sem af er þessu ári, er ykkur farið að kvíða fyrir sumrinu? „Vissulega kvíðir manni fyrir sumrinu þegar veturinn er búinn að vera svona en við skulum vona það besta,“ segir Sævar.
Tengdar fréttir Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34 Einn fullorðinn og átta börn í hópferðabílnum Fjórir eru enn á gjörgæslu. 5. júní 2018 11:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Sjá meira
Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34