WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júní 2018 08:28 Gengi íslensku flugfélaganna er ólíkt í nýrri úttekt Air Help. Vísir/Vilhelm Flugfélagið WOW Air er í neðsta sæti á nýjum lista fyrirtækisins AirHelp yfir bestu flugfélög heims. Fyrirtækið, sem sérhæfir sig í að aðstoða fólk við að sækja bætur frá flugfélögum, greinir árlega frá því hvaða flugfélög þykja þau bestu í heiminum þegar kemur að stundvísi, gæðum þjónustu og viðbrögðum við kvörtunum. Íslensku flugfélögin WOW og Icelandair rata bæði á hinn 72 flugfélaga lista AirHelp, sem opinberaður var á dögunum. Gengi þeirra er þó ólíkt, Icelandair ratar í 45. sæti listans en WOW rekur lestina og er í neðsta sætinu, því 72. AirHelp veitir flugfélögum einkunn út frá þremur, jafn veigamiklum kvörðum. Sá fyrsti er stundvísi en í útskýringu á vefsíðu félagsins eru skekkjumörkin sögð 15 mínútur. Leggi 85 prósent flugferða tiltekins félags af stað á réttum tíma hlýtur félagið einkunnina 8.5 í þessum lið.Íslensku flugfélögin hlutu sambærilega einkunn á þessum kvarða, Icelandair hlaut 7,8 í einkunn og WOW 7,5. Næsti kvarði lýtur að gæði þjónustunnar sem flugfélögin veita. AirHelp segir að þessi liður byggi á margvíslegum gögnum, þar með töldum þúsundum athugasemda frá viðskiptavinum. Þegar kemur að gæðum þjónustunnar hlaut Icelandair einkunnina 6,3 og WOW fékk 6,0. Aftur mjög sambærileg einkunn. Síðasti kvarðinn, viðbrögð við kvörtunum, byggir á þremur þáttum að sögn AirHelp: Hversu hratt flugfélag bregst við ábendingum, hversu skilvirkt flugfélagið er að vinna úr kvörtunum og hvað það er síðan lengi að greiða út bætur til farþega. Hér er hins vegar nokkur munur á einkunnum íslensku félaganna. Icelandair hlýtur einkunnina 8 fyrir viðbrögð sín við kvörtunum en WOW ekki nema 1,7. Aðeins Royal Jordanian Airlines og Easyjet fá lægri einkunn en WOW í þessum lið. Heildareinkunn Icelandair er 7,36 en WOW hlýtur heildareinkunnina 5,04 - sem er sú lægsta af flugfélögunum 72. Bestu flugfélögin, út frá þessum þremur kvörðum AirHelp, eru Qatar Airways sem fær 9,08 í heildareinkunn, Lufthansa með 8,57 og Etihad Airways sem hlaut 8,3.Með því að smella hér má nánar fræðast um mat AirHelp. Listann í heild sinni má svo nálgast hér. Fréttir af flugi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Flugfélagið WOW Air er í neðsta sæti á nýjum lista fyrirtækisins AirHelp yfir bestu flugfélög heims. Fyrirtækið, sem sérhæfir sig í að aðstoða fólk við að sækja bætur frá flugfélögum, greinir árlega frá því hvaða flugfélög þykja þau bestu í heiminum þegar kemur að stundvísi, gæðum þjónustu og viðbrögðum við kvörtunum. Íslensku flugfélögin WOW og Icelandair rata bæði á hinn 72 flugfélaga lista AirHelp, sem opinberaður var á dögunum. Gengi þeirra er þó ólíkt, Icelandair ratar í 45. sæti listans en WOW rekur lestina og er í neðsta sætinu, því 72. AirHelp veitir flugfélögum einkunn út frá þremur, jafn veigamiklum kvörðum. Sá fyrsti er stundvísi en í útskýringu á vefsíðu félagsins eru skekkjumörkin sögð 15 mínútur. Leggi 85 prósent flugferða tiltekins félags af stað á réttum tíma hlýtur félagið einkunnina 8.5 í þessum lið.Íslensku flugfélögin hlutu sambærilega einkunn á þessum kvarða, Icelandair hlaut 7,8 í einkunn og WOW 7,5. Næsti kvarði lýtur að gæði þjónustunnar sem flugfélögin veita. AirHelp segir að þessi liður byggi á margvíslegum gögnum, þar með töldum þúsundum athugasemda frá viðskiptavinum. Þegar kemur að gæðum þjónustunnar hlaut Icelandair einkunnina 6,3 og WOW fékk 6,0. Aftur mjög sambærileg einkunn. Síðasti kvarðinn, viðbrögð við kvörtunum, byggir á þremur þáttum að sögn AirHelp: Hversu hratt flugfélag bregst við ábendingum, hversu skilvirkt flugfélagið er að vinna úr kvörtunum og hvað það er síðan lengi að greiða út bætur til farþega. Hér er hins vegar nokkur munur á einkunnum íslensku félaganna. Icelandair hlýtur einkunnina 8 fyrir viðbrögð sín við kvörtunum en WOW ekki nema 1,7. Aðeins Royal Jordanian Airlines og Easyjet fá lægri einkunn en WOW í þessum lið. Heildareinkunn Icelandair er 7,36 en WOW hlýtur heildareinkunnina 5,04 - sem er sú lægsta af flugfélögunum 72. Bestu flugfélögin, út frá þessum þremur kvörðum AirHelp, eru Qatar Airways sem fær 9,08 í heildareinkunn, Lufthansa með 8,57 og Etihad Airways sem hlaut 8,3.Með því að smella hér má nánar fræðast um mat AirHelp. Listann í heild sinni má svo nálgast hér.
Fréttir af flugi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira