Fótbolti

Hannes: Sem betur fer voru þau ekki til 2007 því þá hefði ég verið jarðaður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heiðursgestur Pepsimarkanna í vikunni var landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson og Hörður Magnússon minntist á það þegar Pepsimörkin töluðu fyrir því á sínum tíma að Hannes yrði valinn í íslenska landsliðið.

„Pepsimörkin voru í tvö ár að kalla eftir því að þú yrðir valinn í landsliðið,“ sagði Hörður Magnússon og spurði síðan Hannes hvort hann myndi ekki eftir því.

„Já ég man eftir því. Ég horfði mikið á þáttinn og það kipptist alltaf til hjartað þegar það var minnst á nafnið mitt í samhengi við landsliðið, “ sagði Hannes.

„Ég man alveg eftir þessu 2008 tímabili þegar mér fór að ganga vel. Ég held að það hafi verið Maggi Gylfa og Tómas Ingi í settinu og þeir fóru að peppa þetta svolítið,“ sagði Hannes.

„Ég hef líka svolítið prísað mig sælann og þakkað guði fyrir það að Pepsimörkin voru ekki til 2007 því þá spilaði ég mitt fyrsta tímabil. Þá hefði ég verið jarðaður og örugglega ekki verið hér í dag,“ sagði Hannes í léttum tón.

Það má sjá allt svarið hans í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×