„Ef þú segir eitthvað við mömmu þína þá drep ég hana“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. júní 2018 14:05 Áslaug María hélt erindi í dag á málþingi um heimilisofbeldi. Þar sagði hún frá kynferðislegri misnotkun og ofbeldi af hálfu foreldra sinna. VÍSIR/VILHELM Áslaug María markþjálfi og þolandi kynferðis- og heimilisofbeldis hélt fyrsta erindið á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda sem nú fer fram. Áslaug María varð fyrir ofbeldi tveggja foreldra nánast allt sitt líf og skömmin og niðurrifið hefur fylgt henni út í lífið. Í erindinu Hver er ég og hvar á ég heima, sagði Áslaug María frá átakanlegri reynslu sinni og lýsti þar ofbeldinu sem braut hana niður. Þegar hún hafði lokið erindi sínu stóð allur salurinn upp og klappaði fyrir hugrekki hennar. Áslaug María segir að það sé mikilvægt að opna augu samfélagsins fyrir því hvaða áhrif ofbeldið hefur á líf einstaklings. Hún hefur aldrei áður stigið fram opinberlega að ótta við að vera ekki trúað. „Mínar áhyggjur af því að ég væri að ljúga vegna þess að ég var kölluð lygari alla mína æsku“ Hún var misnotuð andlega, líkamlega og kynferðislega frá fjögurra ára alldri. „Andlegt ofbeldi hefur einkennt allt mitt líf.“Sagt að hún væri lygari Áslaug segir að á yfirborðinu hafi allt virst fullkomið en það hafi samt allt verið rotið undir. Móðir hennar beitti hana líkamlegu og andlegu ofbeldi og faðir hennar misnotaði hana kynferðislega frá því hún var lítið barn. Hann var á endanum dæmdur í fangelsi fyrir sín brot. „Ég fékk að heyra alla mína tíð hvernig ég var óskabarn pabba míns en ekki móður minnar“ Áslaug María segir að þau hafi alltaf þurft að virðast fullkomna fjölskylda út á við. Foreldrar hennar voru vinsæl og í flottri vinnu og börnin alltaf fín og prúð. Heima hjá sér fékk Áslaug María að heyra að hún væri ekkert annað en mella, aumingja, tussa, fársjúk, aumingi, heimsk, geðveik, lygasjúk. „Þú átt þetta skilið, þú átt skilið að deyja, ef þú segir eitthvað við mömmu þína þá drep ég hana.“ Þetta er bara brot af því sem Áslaug María þurfti að hlusta á meðfram ofbeldinu.Áslaug María hélt í æsku að öll börn upplifðu ofbeldi heima hjá sér, bara mismikið.Vísir/RakelVar byrjuð að vona að hún fengi að deyja Hún sagði frá nokkrum atvikum ofbeldisins sem hún man sterkt eftir. Eitt atvikið var frá árinu 1984, þegar hún var 11 ára gömul. Fjölskyldan var á leið út og Áslaug María átti að klæða sig í einhverja ákveðna peysu. Hún hafði lánað stelpu í skólanum peysuna en þorði alls ekki að segja frá því af ótta við afleiðingarnar. „Ég náttúrulega vissi upp á mig sökina, yppti öxlum og þóttist ekki vita það. […] Ef myndi segja sannleikann þá vissi ég hvað myndi gerast.“ Á endanum játaði hún fyrir móður sinni að peysan væri ekki á heimilinu heldur hjá skólasystur hennar. „Áður en ég vissi féll ég í gólfið þar sem ég hafði fengið hnefahögg frá móður minni og þar lá ég bara í blóði mínu“ Áslaug var svo tekin kverkataki og upplifði að hún væri að líða út af. „Ég hugsaði með sjálfri mér og sá þokuna færast yfir augun á mér, fann að mátturinn var að fara úr líkamanum mínum, „kannski fæ ég bara að fara““ Hún hafði samt á þessu skelfilega augnabliki áhyggjur af því hvað yrði um bróður hennar, að hann yrði þá bara tekinn næstur ef hún myndi deyja. Þá tekur einhver móður hennar af henni, hún nær að leggjast á hliðina og æla upp blóðinu sem hafði runnið ofan í hana. Faðir hennar hafði tekið móður hennar, farið með hana yfir í stofuna og beitti hana þar barsmíðum. Börnin þurftu þá að hlusta á hana emja vegna ofbeldisins.Faðir Áslaugar Maríu var á endanum dæmdur í fangelsi fyrir sín brot.Vísir/GettyHélt henni fram af svölunum Í öðru atviki brást móðir Áslaugar illa við þegar hún kom förðuð heim og fór með hana inn á baðherbergi. „Áður en ég vissi af þá eru höggin að dynja yfir mér í baðkarinu og það blæðir úr höfðinu á mér. Í svona atvikum var ég svo vön að fara út úr líkamanum mínum að ég fann ekki til.“ Móðir Áslaugar tók svo sturtuhausinn og sprautaði yfir hana alla á meðan hún skammaði hana. Áslaug sagði líka frá misnotkun föður síns í erindinu. Ofbeldið stóð yfir í mörg ár en hún sagði frá atviki þegar hún var viss um að ekkert væri eftir nema dauðinn. „Ég er 11 ára og ég og pabbi minn vorum ein heima eins og tíðkaðist oft. Þetta kvöld vildi hann fá sínum vilja framgengt og ætlaði að misnota mig.“ Áslaug var orðin sterkari á þessum tíma og barðist gegn honum að öllu afli. Hann reyndi að halda henni niðri en hún bugaðist ekki. Þau bjuggu á efstu hæð í blokk og hann tók hana þá upp og fór með hana út á svalir. „Hann lyfti mér yfir svalirnar og hann segir við mig, „ég mun sleppa þér, viltu að ég sleppi þér?““ Þá hugsaði hún með sjálfri sér, hvað myndi gerast ef hún myndi detta, hvort hún myndi deyja eða lifa af. Hann fór með hana inn aftur og gafst ekki upp fyrr en hún bugaðist. „Ég var dregin inn í herbergi á hárinu. Þar hélt hann mig kverkataki þangað til ég gat ekki meir.“Sýnt er frá málþinginu í beinni útsendingu hér á Vísi. Vísir/VilhelmMisnotuð inni í geymslu Það liðu mörg ár áður en Áslaug María sagði vinkonum sínum frá ofbeldinu og áður en það gerðist hafði lögreglan haft afskipti af föður hennar án þess að það kæmist upp um skelfinguna sem átti sér stað innan veggja heimilisins. Alla sína æsku hélt Áslaug að önnur börn væru að upplifa eitthvað svipað. „Ég hélt að ofbeldið væri normið og flest börn væru að fara í gegnum svona.“ Áslaug var alltaf send í búðina þegar hún var yngri en þegar hún kom til baka beið pabbi hennar oft niðri á jarðhæð fjölbýlishússins eftir henni. „Þá var ég dregin inn í geymslu þar sem misnotkunin átti sér þá stað.“ Hún var svo send upp á undan þar sem mamma hennar beið í íbúðinni og skammaði hana fyrir að vera svona lengi í búðinni. Áslaug reyndi að nýta hvert einasta tækifæri til að fá að gista hjá vinkonum sínum til að flýja aðstæðurnar. „Hvert sem ég sneri mér var ofbeldi“Hræddist að segja frá Áslaug sagði frá atviki þar sem lögreglan blandaðist inn í atburðarrásina. Faðir hennar sagðist ætla að sækja hana í strætóskýli. Hann mætti þangað þar sem hún beið og keyrði svo með hana á vinnustaðinn sinn, sem var einn af þeim stöðum sem misnotkunin átti sér stað á. Lögreglan kemur þar og handtekur hann og voru þau færð á lögreglustöð. Á lögreglustöðinni er Áslaugu sagt frá því að þessi maður sé grunaður um að ætla að nauðga barni undir lögaldri. Hún sagðist vera dóttir hans en sagði þeim ekki að þetta væri satt. „Ætti ég að segja frá eða ætti ég ekki að segja frá. Hræðslan mín við að segja frá var að það myndi enginn trúa mér vegna þess að ég var alin upp við að enginn myndi trúa mér.“ Hún óttaðist afleiðingarnar af því að segja frá, að hún yrði drepin eða jafnvel systkini hennar. Svo fengu þau að fara heim, þar sem faðir hennar nauðgaði henni svo. Eftir að Áslaug treysti vinkonum sínum fyrir leyndarmálinu fór af stað atburðarrás sem endaði fyrir dómstólum. Faðir hennar fór í fangelsi og tekin af heimilinu. „En ég var bara skilin eftir hjá ofbeldisfullri móður.“ Hún segir að það hafi verið erfitt að fara í gegnum þetta en að finna ekki fyrir styrk og öryggi heima. Allir vinir hennar og skólafélagar vissu hvað hefði gerst. „Þetta var fyrsta opinbera málið á Íslandi og mesti dómur sem hafði verið kveðinn í svona máli.“Áslaug María og Helga Arnardóttir fundarstjóri málþingsins.Vísir/VilhelmNáði loks að slíta keðjuna „Á mínum fullorðinsárum var mikið andlegt ofbeldi og það reyndist mér alveg gríðarlega erfitt. Ég ákvað að ég myndi aldrei koma svona fram við börnin mín,“ útskýrir Áslaug. Hún á endanum lokaði á sambandið við móður sína. „Fyrir 12 árum ákvað ég að það væri kominn tími til að slíta þessa keðju.“ Áslaug María segir að ofbeldið hafi mótað sitt líf, hún sé ótrúlega meðvirk og þurfi alltaf að vera til staðar fyrir aðra, góð og dugleg manneskja, finnst hún alltaf þurfa að vera trúður. „Að leitast við að vera fullkomin hefur gert mig gjörsamlega örmagna.“ Hún hefur sjálf lent í ofbeldissamböndum á fullorðinsárum og ekki þekkt rauðu ljósin eða séð hættumerkin. „Mörkin mín eru ekki skýr og þolmörkin mín allt of há“ Áslaug vonar að sín frásögn geti hjálpað öðrum og veki fólk til umhugsunar um að það sést ekki alltaf utan á einstaklingum að þeir eru að þjást. Það var þess vegna sem hún ákvað að stíga fram og segja sína sögu. „Í dag ætla ég að vera hetja.“Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá málþinginu hér á Vísi.Nánar verður svo rætt við Áslaugu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. MeToo Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir 79 prósent þeirra sem leita í Bjarkarhlíð hafa orðið fyrir endurteknu ofbeldi Ragna Björg Guðbrandsdóttir heldur erindi í dag á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda. 6. júní 2018 09:00 „Ég vil hefja nýjan kafla í mínu lífi“ Rúmu ári eftir að Sonja sótti um skilnað vegna heimilisofbeldis var maðurinn en með lögheimili hjá henni. 6. júní 2018 11:30 Bein útsending: Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda Í dag fer fram á málþing um ofbeldi í nánum samböndum og úrræðaleysi gagnvart gerendum. 6. júní 2018 13:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Áslaug María markþjálfi og þolandi kynferðis- og heimilisofbeldis hélt fyrsta erindið á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda sem nú fer fram. Áslaug María varð fyrir ofbeldi tveggja foreldra nánast allt sitt líf og skömmin og niðurrifið hefur fylgt henni út í lífið. Í erindinu Hver er ég og hvar á ég heima, sagði Áslaug María frá átakanlegri reynslu sinni og lýsti þar ofbeldinu sem braut hana niður. Þegar hún hafði lokið erindi sínu stóð allur salurinn upp og klappaði fyrir hugrekki hennar. Áslaug María segir að það sé mikilvægt að opna augu samfélagsins fyrir því hvaða áhrif ofbeldið hefur á líf einstaklings. Hún hefur aldrei áður stigið fram opinberlega að ótta við að vera ekki trúað. „Mínar áhyggjur af því að ég væri að ljúga vegna þess að ég var kölluð lygari alla mína æsku“ Hún var misnotuð andlega, líkamlega og kynferðislega frá fjögurra ára alldri. „Andlegt ofbeldi hefur einkennt allt mitt líf.“Sagt að hún væri lygari Áslaug segir að á yfirborðinu hafi allt virst fullkomið en það hafi samt allt verið rotið undir. Móðir hennar beitti hana líkamlegu og andlegu ofbeldi og faðir hennar misnotaði hana kynferðislega frá því hún var lítið barn. Hann var á endanum dæmdur í fangelsi fyrir sín brot. „Ég fékk að heyra alla mína tíð hvernig ég var óskabarn pabba míns en ekki móður minnar“ Áslaug María segir að þau hafi alltaf þurft að virðast fullkomna fjölskylda út á við. Foreldrar hennar voru vinsæl og í flottri vinnu og börnin alltaf fín og prúð. Heima hjá sér fékk Áslaug María að heyra að hún væri ekkert annað en mella, aumingja, tussa, fársjúk, aumingi, heimsk, geðveik, lygasjúk. „Þú átt þetta skilið, þú átt skilið að deyja, ef þú segir eitthvað við mömmu þína þá drep ég hana.“ Þetta er bara brot af því sem Áslaug María þurfti að hlusta á meðfram ofbeldinu.Áslaug María hélt í æsku að öll börn upplifðu ofbeldi heima hjá sér, bara mismikið.Vísir/RakelVar byrjuð að vona að hún fengi að deyja Hún sagði frá nokkrum atvikum ofbeldisins sem hún man sterkt eftir. Eitt atvikið var frá árinu 1984, þegar hún var 11 ára gömul. Fjölskyldan var á leið út og Áslaug María átti að klæða sig í einhverja ákveðna peysu. Hún hafði lánað stelpu í skólanum peysuna en þorði alls ekki að segja frá því af ótta við afleiðingarnar. „Ég náttúrulega vissi upp á mig sökina, yppti öxlum og þóttist ekki vita það. […] Ef myndi segja sannleikann þá vissi ég hvað myndi gerast.“ Á endanum játaði hún fyrir móður sinni að peysan væri ekki á heimilinu heldur hjá skólasystur hennar. „Áður en ég vissi féll ég í gólfið þar sem ég hafði fengið hnefahögg frá móður minni og þar lá ég bara í blóði mínu“ Áslaug var svo tekin kverkataki og upplifði að hún væri að líða út af. „Ég hugsaði með sjálfri mér og sá þokuna færast yfir augun á mér, fann að mátturinn var að fara úr líkamanum mínum, „kannski fæ ég bara að fara““ Hún hafði samt á þessu skelfilega augnabliki áhyggjur af því hvað yrði um bróður hennar, að hann yrði þá bara tekinn næstur ef hún myndi deyja. Þá tekur einhver móður hennar af henni, hún nær að leggjast á hliðina og æla upp blóðinu sem hafði runnið ofan í hana. Faðir hennar hafði tekið móður hennar, farið með hana yfir í stofuna og beitti hana þar barsmíðum. Börnin þurftu þá að hlusta á hana emja vegna ofbeldisins.Faðir Áslaugar Maríu var á endanum dæmdur í fangelsi fyrir sín brot.Vísir/GettyHélt henni fram af svölunum Í öðru atviki brást móðir Áslaugar illa við þegar hún kom förðuð heim og fór með hana inn á baðherbergi. „Áður en ég vissi af þá eru höggin að dynja yfir mér í baðkarinu og það blæðir úr höfðinu á mér. Í svona atvikum var ég svo vön að fara út úr líkamanum mínum að ég fann ekki til.“ Móðir Áslaugar tók svo sturtuhausinn og sprautaði yfir hana alla á meðan hún skammaði hana. Áslaug sagði líka frá misnotkun föður síns í erindinu. Ofbeldið stóð yfir í mörg ár en hún sagði frá atviki þegar hún var viss um að ekkert væri eftir nema dauðinn. „Ég er 11 ára og ég og pabbi minn vorum ein heima eins og tíðkaðist oft. Þetta kvöld vildi hann fá sínum vilja framgengt og ætlaði að misnota mig.“ Áslaug var orðin sterkari á þessum tíma og barðist gegn honum að öllu afli. Hann reyndi að halda henni niðri en hún bugaðist ekki. Þau bjuggu á efstu hæð í blokk og hann tók hana þá upp og fór með hana út á svalir. „Hann lyfti mér yfir svalirnar og hann segir við mig, „ég mun sleppa þér, viltu að ég sleppi þér?““ Þá hugsaði hún með sjálfri sér, hvað myndi gerast ef hún myndi detta, hvort hún myndi deyja eða lifa af. Hann fór með hana inn aftur og gafst ekki upp fyrr en hún bugaðist. „Ég var dregin inn í herbergi á hárinu. Þar hélt hann mig kverkataki þangað til ég gat ekki meir.“Sýnt er frá málþinginu í beinni útsendingu hér á Vísi. Vísir/VilhelmMisnotuð inni í geymslu Það liðu mörg ár áður en Áslaug María sagði vinkonum sínum frá ofbeldinu og áður en það gerðist hafði lögreglan haft afskipti af föður hennar án þess að það kæmist upp um skelfinguna sem átti sér stað innan veggja heimilisins. Alla sína æsku hélt Áslaug að önnur börn væru að upplifa eitthvað svipað. „Ég hélt að ofbeldið væri normið og flest börn væru að fara í gegnum svona.“ Áslaug var alltaf send í búðina þegar hún var yngri en þegar hún kom til baka beið pabbi hennar oft niðri á jarðhæð fjölbýlishússins eftir henni. „Þá var ég dregin inn í geymslu þar sem misnotkunin átti sér þá stað.“ Hún var svo send upp á undan þar sem mamma hennar beið í íbúðinni og skammaði hana fyrir að vera svona lengi í búðinni. Áslaug reyndi að nýta hvert einasta tækifæri til að fá að gista hjá vinkonum sínum til að flýja aðstæðurnar. „Hvert sem ég sneri mér var ofbeldi“Hræddist að segja frá Áslaug sagði frá atviki þar sem lögreglan blandaðist inn í atburðarrásina. Faðir hennar sagðist ætla að sækja hana í strætóskýli. Hann mætti þangað þar sem hún beið og keyrði svo með hana á vinnustaðinn sinn, sem var einn af þeim stöðum sem misnotkunin átti sér stað á. Lögreglan kemur þar og handtekur hann og voru þau færð á lögreglustöð. Á lögreglustöðinni er Áslaugu sagt frá því að þessi maður sé grunaður um að ætla að nauðga barni undir lögaldri. Hún sagðist vera dóttir hans en sagði þeim ekki að þetta væri satt. „Ætti ég að segja frá eða ætti ég ekki að segja frá. Hræðslan mín við að segja frá var að það myndi enginn trúa mér vegna þess að ég var alin upp við að enginn myndi trúa mér.“ Hún óttaðist afleiðingarnar af því að segja frá, að hún yrði drepin eða jafnvel systkini hennar. Svo fengu þau að fara heim, þar sem faðir hennar nauðgaði henni svo. Eftir að Áslaug treysti vinkonum sínum fyrir leyndarmálinu fór af stað atburðarrás sem endaði fyrir dómstólum. Faðir hennar fór í fangelsi og tekin af heimilinu. „En ég var bara skilin eftir hjá ofbeldisfullri móður.“ Hún segir að það hafi verið erfitt að fara í gegnum þetta en að finna ekki fyrir styrk og öryggi heima. Allir vinir hennar og skólafélagar vissu hvað hefði gerst. „Þetta var fyrsta opinbera málið á Íslandi og mesti dómur sem hafði verið kveðinn í svona máli.“Áslaug María og Helga Arnardóttir fundarstjóri málþingsins.Vísir/VilhelmNáði loks að slíta keðjuna „Á mínum fullorðinsárum var mikið andlegt ofbeldi og það reyndist mér alveg gríðarlega erfitt. Ég ákvað að ég myndi aldrei koma svona fram við börnin mín,“ útskýrir Áslaug. Hún á endanum lokaði á sambandið við móður sína. „Fyrir 12 árum ákvað ég að það væri kominn tími til að slíta þessa keðju.“ Áslaug María segir að ofbeldið hafi mótað sitt líf, hún sé ótrúlega meðvirk og þurfi alltaf að vera til staðar fyrir aðra, góð og dugleg manneskja, finnst hún alltaf þurfa að vera trúður. „Að leitast við að vera fullkomin hefur gert mig gjörsamlega örmagna.“ Hún hefur sjálf lent í ofbeldissamböndum á fullorðinsárum og ekki þekkt rauðu ljósin eða séð hættumerkin. „Mörkin mín eru ekki skýr og þolmörkin mín allt of há“ Áslaug vonar að sín frásögn geti hjálpað öðrum og veki fólk til umhugsunar um að það sést ekki alltaf utan á einstaklingum að þeir eru að þjást. Það var þess vegna sem hún ákvað að stíga fram og segja sína sögu. „Í dag ætla ég að vera hetja.“Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá málþinginu hér á Vísi.Nánar verður svo rætt við Áslaugu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
MeToo Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir 79 prósent þeirra sem leita í Bjarkarhlíð hafa orðið fyrir endurteknu ofbeldi Ragna Björg Guðbrandsdóttir heldur erindi í dag á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda. 6. júní 2018 09:00 „Ég vil hefja nýjan kafla í mínu lífi“ Rúmu ári eftir að Sonja sótti um skilnað vegna heimilisofbeldis var maðurinn en með lögheimili hjá henni. 6. júní 2018 11:30 Bein útsending: Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda Í dag fer fram á málþing um ofbeldi í nánum samböndum og úrræðaleysi gagnvart gerendum. 6. júní 2018 13:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
79 prósent þeirra sem leita í Bjarkarhlíð hafa orðið fyrir endurteknu ofbeldi Ragna Björg Guðbrandsdóttir heldur erindi í dag á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda. 6. júní 2018 09:00
„Ég vil hefja nýjan kafla í mínu lífi“ Rúmu ári eftir að Sonja sótti um skilnað vegna heimilisofbeldis var maðurinn en með lögheimili hjá henni. 6. júní 2018 11:30
Bein útsending: Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda Í dag fer fram á málþing um ofbeldi í nánum samböndum og úrræðaleysi gagnvart gerendum. 6. júní 2018 13:00