Tveir kokkar fylgja landsliðinu til Rússlands: „Erum með Rússa beint frá býli“ Anton Ingi Leifsson skrifar 6. júní 2018 17:45 Það verður rússneskur kokkur, búsettur á Íslandi til lengri tíma, sem mun hjálpa til við að elda ofan í strákana okkar ásamt kokki íslenska landsliðsins til nokkura ára, Hinriki Inga Guðbjargarsyni. Tíu dagar eru þangað til að flautað verður til leiks hjá landsliðinu en Ísland mætir Argentínu þann sextánda júní. Allt er að verða klárt og heldur íslenska liðið til Rússlands á laugardag. Það mun ekki væsa um strákana okkar ytra en ekki má taka neinn mat frá Íslandi til Rússlands eins og Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, benti réttilega á í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Það eru strangar reglur um flutning á matvælum á milli landa en það er óvenjulega strangt ástand núna útaf þessu viðskiptabanni. Það er ekki eins og við séum að fara svelta þarna,” sagði Klara í samtali við Reykjavík síðdegis. „Rússland er auðugt land af landbúnaði og ég er alveg viss um það að við megum eftir að fá góðan mat úr rússneskum hráefnum. Það er hægt að kaupa íslenskan mat í Rússlandi; lambakjöt og skyr til dæmis. Við mundum fá blöndu af því besta.” Hótelið í Gelendzhik, þar sem íslenska landsliðið dvelur á meðan HM stendur, mun ekki sjá um matinn heldur er landsliðið með tvo kokka sem munu sjá um allan mat fyrir strákana okkar og starfsliðið. „Við erum með tvo kokka. Við erum með sjálfbært eldhús. Þeir fóru út í morgun kokkarnir og þeir verða hagstæðir í innkaupum. Í stað þess að kaupa öll hráefni og þjónustu af viðkomandi eldhúsi þá munu þeir elda og versla sjálfir,” en eru einhverjar grænmetisætur í hópnum? „Enginn svo ég viti til en ég veit að flestir þeirra eru passasamir. Það eru einhverjir sem eru á paleo og borða kjöt og grænmeti. Þeir eru aðallega í hollustunni, blandað saman próteinum og kolvetnum og hvað sem þetta heitir allt.” „Það vill svo skemmtilega til að Ísland er lítið land að við erum með tvo kokka. Annar er Hinrik sem er búinn að vera okkar aðalkokkur síðustu tvö ár og einn af hans bestu vinum er yfirkokkur á matstöðustað niður í bæ.” „Hann er rússneskur og hefur búið hér frá tíu ára aldri. Hann fæddist á þeim stað þar sem við verðum í Rússlandi svo hann er íslenskur Rússi. Hann er beint frá býli og þekkir inn á svæðið. Einnig talar hann reip rennandi rússnesku og við erum ákaflega heppinn með þetta.” Allt viðtalið við Klöru má heyra efst í fréttinni. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Það verður rússneskur kokkur, búsettur á Íslandi til lengri tíma, sem mun hjálpa til við að elda ofan í strákana okkar ásamt kokki íslenska landsliðsins til nokkura ára, Hinriki Inga Guðbjargarsyni. Tíu dagar eru þangað til að flautað verður til leiks hjá landsliðinu en Ísland mætir Argentínu þann sextánda júní. Allt er að verða klárt og heldur íslenska liðið til Rússlands á laugardag. Það mun ekki væsa um strákana okkar ytra en ekki má taka neinn mat frá Íslandi til Rússlands eins og Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, benti réttilega á í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Það eru strangar reglur um flutning á matvælum á milli landa en það er óvenjulega strangt ástand núna útaf þessu viðskiptabanni. Það er ekki eins og við séum að fara svelta þarna,” sagði Klara í samtali við Reykjavík síðdegis. „Rússland er auðugt land af landbúnaði og ég er alveg viss um það að við megum eftir að fá góðan mat úr rússneskum hráefnum. Það er hægt að kaupa íslenskan mat í Rússlandi; lambakjöt og skyr til dæmis. Við mundum fá blöndu af því besta.” Hótelið í Gelendzhik, þar sem íslenska landsliðið dvelur á meðan HM stendur, mun ekki sjá um matinn heldur er landsliðið með tvo kokka sem munu sjá um allan mat fyrir strákana okkar og starfsliðið. „Við erum með tvo kokka. Við erum með sjálfbært eldhús. Þeir fóru út í morgun kokkarnir og þeir verða hagstæðir í innkaupum. Í stað þess að kaupa öll hráefni og þjónustu af viðkomandi eldhúsi þá munu þeir elda og versla sjálfir,” en eru einhverjar grænmetisætur í hópnum? „Enginn svo ég viti til en ég veit að flestir þeirra eru passasamir. Það eru einhverjir sem eru á paleo og borða kjöt og grænmeti. Þeir eru aðallega í hollustunni, blandað saman próteinum og kolvetnum og hvað sem þetta heitir allt.” „Það vill svo skemmtilega til að Ísland er lítið land að við erum með tvo kokka. Annar er Hinrik sem er búinn að vera okkar aðalkokkur síðustu tvö ár og einn af hans bestu vinum er yfirkokkur á matstöðustað niður í bæ.” „Hann er rússneskur og hefur búið hér frá tíu ára aldri. Hann fæddist á þeim stað þar sem við verðum í Rússlandi svo hann er íslenskur Rússi. Hann er beint frá býli og þekkir inn á svæðið. Einnig talar hann reip rennandi rússnesku og við erum ákaflega heppinn með þetta.” Allt viðtalið við Klöru má heyra efst í fréttinni.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira