Núverandi meirihlutatilraun í Reykjavík ekki gengið án fjölgunar borgarfulltrúa Heimir Már Pétursson skrifar 8. júní 2018 19:30 Þeir flokkar sem nú reyna að mynda meirihluta í Reykjavík hefðu ekki náð meirihluta borgarfulltrúa ef þeim hefði ekki verið fjölgað úr fimmtán í tuttugu og þrjá. Vinstri græn hefðu ekki náð inn manni. Í sveitarstjórnarkosningunum fyrir rúmri viku fengu þeir flokkar sem áður mynduðu meirihluta í Reykjavík og buðu fram í kosningunum tíu fulltrúa og eftir að Viðreisn hóf viðræður við þá hafa flokkarnir fjórir tólf fulltrúa, sem er lágmarksfjöldi til að mynda meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins hafa síðan tíu fulltrúa en Sósíalistaflokkurinn ákvað fljótlega eftir kosningar að taka ekki þátt í meirihlutaviðræðum. Borgarfulltrúum var fjölgað úr 15 í 23 eftir kosningarnar hinn 26. maí. Ef það hefði ekki verið gert hefðu þeir flokkar sem nú ræða myndun meirihluta ekki meirihluta borgarfulltrúa á bakvið sig því Vinstri græn hefðu ekki náð inn borgarfulltrúa og Viðreisn fengið einn en ekki tvo fulltrúa. Átta fulltrúa hefði þurft til að mynda meirihluta en Samfylkingin, Píratar og Viðreisn hefðu fengið sjö menn kjörna. Þá hefði Flokkur fólksins heldur ekki náð inn manni, Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið sex og Miðflokkurinn einn. Viðreisn hefði því hæglega getað myndað meirihluta með þessum tveimur flokkum, en þeir flokkar sem nú tala saman hefðu þurft á fulltrúa Sósíalistaflokksins eða Miðflokksins að halda til að ná að mynda meirihluta. Aðrar samsetningar hefðu vissulega verið mögulegar. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hefðu getað myndað stóran meirihluta og Píratar og Sósíalistar hefðu einnig getað farið í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn þótt það verði að teljast ólíklegt miðað við yfirlýsingar flokkanna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að ef ekki hefði verið fjölgað í borgarstjórn hefðu ef til vill færri flokkar boðið fram og atkvæði dreifst minna. „Það sést af þessu að það falla færri atkvæði dauð með nýja fyrirkomulaginu. Þannig að fleiri borgarfulltrúar endurspegla þá betur þau fjölbreyttu sjónarmið sem eru á meðal borgarbúa,“ segir Dagur. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Pawel sæmilega bjartsýnn Samfylking, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn hafa fundað stíft undanfarna daga í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 6. júní 2018 16:32 „Ég held hún yrði frábær borgarstjóri“ "Auðvitað vil ég einna helst sjá Lóu sem borgarstjóra af því að mér finnst hún frábær.“ 6. júní 2018 15:45 Ætla sér að styðja tiltekin mál án tillits til meirihlutasamstarfs Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að styðja við þau mál sem flokkurinn setti á oddinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga án tillits til þess hvaða flokkar það verða sem mynda nýjan meirihluta. 5. júní 2018 15:41 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira
Þeir flokkar sem nú reyna að mynda meirihluta í Reykjavík hefðu ekki náð meirihluta borgarfulltrúa ef þeim hefði ekki verið fjölgað úr fimmtán í tuttugu og þrjá. Vinstri græn hefðu ekki náð inn manni. Í sveitarstjórnarkosningunum fyrir rúmri viku fengu þeir flokkar sem áður mynduðu meirihluta í Reykjavík og buðu fram í kosningunum tíu fulltrúa og eftir að Viðreisn hóf viðræður við þá hafa flokkarnir fjórir tólf fulltrúa, sem er lágmarksfjöldi til að mynda meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins hafa síðan tíu fulltrúa en Sósíalistaflokkurinn ákvað fljótlega eftir kosningar að taka ekki þátt í meirihlutaviðræðum. Borgarfulltrúum var fjölgað úr 15 í 23 eftir kosningarnar hinn 26. maí. Ef það hefði ekki verið gert hefðu þeir flokkar sem nú ræða myndun meirihluta ekki meirihluta borgarfulltrúa á bakvið sig því Vinstri græn hefðu ekki náð inn borgarfulltrúa og Viðreisn fengið einn en ekki tvo fulltrúa. Átta fulltrúa hefði þurft til að mynda meirihluta en Samfylkingin, Píratar og Viðreisn hefðu fengið sjö menn kjörna. Þá hefði Flokkur fólksins heldur ekki náð inn manni, Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið sex og Miðflokkurinn einn. Viðreisn hefði því hæglega getað myndað meirihluta með þessum tveimur flokkum, en þeir flokkar sem nú tala saman hefðu þurft á fulltrúa Sósíalistaflokksins eða Miðflokksins að halda til að ná að mynda meirihluta. Aðrar samsetningar hefðu vissulega verið mögulegar. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hefðu getað myndað stóran meirihluta og Píratar og Sósíalistar hefðu einnig getað farið í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn þótt það verði að teljast ólíklegt miðað við yfirlýsingar flokkanna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að ef ekki hefði verið fjölgað í borgarstjórn hefðu ef til vill færri flokkar boðið fram og atkvæði dreifst minna. „Það sést af þessu að það falla færri atkvæði dauð með nýja fyrirkomulaginu. Þannig að fleiri borgarfulltrúar endurspegla þá betur þau fjölbreyttu sjónarmið sem eru á meðal borgarbúa,“ segir Dagur.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Pawel sæmilega bjartsýnn Samfylking, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn hafa fundað stíft undanfarna daga í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 6. júní 2018 16:32 „Ég held hún yrði frábær borgarstjóri“ "Auðvitað vil ég einna helst sjá Lóu sem borgarstjóra af því að mér finnst hún frábær.“ 6. júní 2018 15:45 Ætla sér að styðja tiltekin mál án tillits til meirihlutasamstarfs Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að styðja við þau mál sem flokkurinn setti á oddinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga án tillits til þess hvaða flokkar það verða sem mynda nýjan meirihluta. 5. júní 2018 15:41 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira
Pawel sæmilega bjartsýnn Samfylking, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn hafa fundað stíft undanfarna daga í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 6. júní 2018 16:32
„Ég held hún yrði frábær borgarstjóri“ "Auðvitað vil ég einna helst sjá Lóu sem borgarstjóra af því að mér finnst hún frábær.“ 6. júní 2018 15:45
Ætla sér að styðja tiltekin mál án tillits til meirihlutasamstarfs Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að styðja við þau mál sem flokkurinn setti á oddinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga án tillits til þess hvaða flokkar það verða sem mynda nýjan meirihluta. 5. júní 2018 15:41