Segja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar „pólitíska tálsýn og draumsýn“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. júní 2018 12:16 Frá blaðamannafundi Samfylkingarinnar í dag. Vísir/einar Þingflokkur Samfylkingarinnar segir fjármálaáætlun meirihlutans vera pólitíska tálsýn og draumsýn. Flokkurinn hefur lagt fram tíu breytingartillögur upp á rúmlega 23 milljarða sem yrðu að þeirra sögn að fullu fjármagnaðar með annarri forgangsröðun í skattamálum Þingmenn Samfylkingarinnar segja áætlunina byggða á að hér á Íslandi verði þrettán ára samfleytt hagvaxtarskeið, sem aldrei hafi gerst áður í Íslandssögunni, og gert sé ráð fyrir óbreyttu raungengi krónunnar næstu fimm árin. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar segir einnig ótrúlegt að samþykkja eigi þessa áætlun án þess að hnika til krónu. „Það vekur athygli að þetta er fjármálaáætlun upp á fimm þúsund milljarða króna og meirihluti þingsins ákveður að gera enga breytingu á þessari áætlun þrátt fyrir mikla vinnu á þinginu þannig að enn og aftur sést að Alþingi sé eingöngu stimpilstofnun ráðherranna.Hækkun barnabóta og bætt kjöraldraðra Samfylkingin hefur því lagt fram tíu breytingartillögur sem snúa að auknum framlögum til heilbrigðis-, mennta og samgöngumála. Til dæmis til Landspítala, hækkun barnabóta, til framhaldsskóla og bæta kjör aldraðra og öryrkja. Áhrif breytingartillagnanna eru rúmlega 23 milljarðar og yrðu að fullu fjármagnaðar með því að falla frá fyrirhugaðri lækkun tekjuskatts, niðurfellingu bankaskatts og með afnámi samsköttunar. Ágúst Ólafur segir meirihlutann ekki að standa við gefin loforð í velferðarmálum og finnst ótrúlegt að þingflokkur vinstri grænna skuli samþykkja hljóðalaust áætlun fjármálaráðherra. „Það kemur ótrúlega á óvart. Þetta er þvi miður enn eitt dæmið að sá flokkur hefur fórnað öllum prinsippum fyrir þrjá ráðherrastóla.“segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Ríkisstjórn Tengdar fréttir Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00 „Það á að ryðja þessu með ofbeldi í gegnum þingið“ Þorsteinn Víglundsson gagnrýnir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar harðlega og segir að hér séu eiginhagsmunir látnir ráða förinni. 3. júní 2018 15:59 Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Þingflokkur Samfylkingarinnar segir fjármálaáætlun meirihlutans vera pólitíska tálsýn og draumsýn. Flokkurinn hefur lagt fram tíu breytingartillögur upp á rúmlega 23 milljarða sem yrðu að þeirra sögn að fullu fjármagnaðar með annarri forgangsröðun í skattamálum Þingmenn Samfylkingarinnar segja áætlunina byggða á að hér á Íslandi verði þrettán ára samfleytt hagvaxtarskeið, sem aldrei hafi gerst áður í Íslandssögunni, og gert sé ráð fyrir óbreyttu raungengi krónunnar næstu fimm árin. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar segir einnig ótrúlegt að samþykkja eigi þessa áætlun án þess að hnika til krónu. „Það vekur athygli að þetta er fjármálaáætlun upp á fimm þúsund milljarða króna og meirihluti þingsins ákveður að gera enga breytingu á þessari áætlun þrátt fyrir mikla vinnu á þinginu þannig að enn og aftur sést að Alþingi sé eingöngu stimpilstofnun ráðherranna.Hækkun barnabóta og bætt kjöraldraðra Samfylkingin hefur því lagt fram tíu breytingartillögur sem snúa að auknum framlögum til heilbrigðis-, mennta og samgöngumála. Til dæmis til Landspítala, hækkun barnabóta, til framhaldsskóla og bæta kjör aldraðra og öryrkja. Áhrif breytingartillagnanna eru rúmlega 23 milljarðar og yrðu að fullu fjármagnaðar með því að falla frá fyrirhugaðri lækkun tekjuskatts, niðurfellingu bankaskatts og með afnámi samsköttunar. Ágúst Ólafur segir meirihlutann ekki að standa við gefin loforð í velferðarmálum og finnst ótrúlegt að þingflokkur vinstri grænna skuli samþykkja hljóðalaust áætlun fjármálaráðherra. „Það kemur ótrúlega á óvart. Þetta er þvi miður enn eitt dæmið að sá flokkur hefur fórnað öllum prinsippum fyrir þrjá ráðherrastóla.“segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Ríkisstjórn Tengdar fréttir Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00 „Það á að ryðja þessu með ofbeldi í gegnum þingið“ Þorsteinn Víglundsson gagnrýnir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar harðlega og segir að hér séu eiginhagsmunir látnir ráða förinni. 3. júní 2018 15:59 Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00
„Það á að ryðja þessu með ofbeldi í gegnum þingið“ Þorsteinn Víglundsson gagnrýnir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar harðlega og segir að hér séu eiginhagsmunir látnir ráða förinni. 3. júní 2018 15:59
Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19