Eiginmaður Kate Spade segir frá baráttu hennar við þunglyndi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2018 22:53 Hjónin Andy Spade og Kate Spade. vísir/getty Andy Spade, eiginmaður heimsfræga hönnuðarins Kate Spade, sem fannst látin á heimili sínu í New York í vikunni sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann greinir frá áralangri baráttu konu sinnar við kvíða og þunglyndi. Spade framdi sjálfsvíg á þriðjudag, 55 ára að aldri. Hún stofnaði tískuvörumerkið Kate Spade New York árið 1993 ásamt manni sínum og hannaði handtöskur sem urðu fjótt afar vinsælar í New York. Eiginmaður hennar segir að hann og dóttir þeirra séu harmi slegin vegna fráfalls Spade og að þau botni ekkert í lífinu án hennar. „Kate barðist við þunglyndi og kvíða í mörg ár. Hún var að leita sér hjálpar og vann náið með læknum sínum til að fá lækningu við þessum sjúkdómi sem tekur alltof mörg líf. Við töluðum við hana kvöldið áður og hún hljómaði hamingjusöm. Það var ekkert sem benti til þess að hún myndi gera þetta, engin aðvörun. Þetta er algjört sjokk. Þetta var augljóslega ekki hún heldur var hún að berjast við djöfla,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur jafnframt fram að þrátt fyrir að hjónin hafi ekki búið saman síðustu tíu mánuði þá hafi þau hist eða talað saman á hverjum degi. „Dóttir okkar var í algjörum forgangi hjá okkur báðum. Við vorum ekki skilin og ræddum aldrei skilnað. Við vorum bestu vinir og vorum að reyna að takast á við vandamál okkar á þann hátt sem við töldum bestan. Við vorum saman í 35 ár. Við elskuðum hvort annað mjög mikið og þurftum einfaldlega að taka pásu. Þetta er sannleikurinn. Allt annað sem gengur þarna úti núna er rangt,“ segir í yfirlýsingu eiginmanns Spade. Þá leggur hann áherslu á að hún hafi ekki verið að misnota eiturlyf eða áfengi. Tengdar fréttir Heimsfrægur hönnuður fannst látinn á heimili sínu Kate Valentine var 55 ára gömul þegar hún lést. 5. júní 2018 16:34 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Andy Spade, eiginmaður heimsfræga hönnuðarins Kate Spade, sem fannst látin á heimili sínu í New York í vikunni sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann greinir frá áralangri baráttu konu sinnar við kvíða og þunglyndi. Spade framdi sjálfsvíg á þriðjudag, 55 ára að aldri. Hún stofnaði tískuvörumerkið Kate Spade New York árið 1993 ásamt manni sínum og hannaði handtöskur sem urðu fjótt afar vinsælar í New York. Eiginmaður hennar segir að hann og dóttir þeirra séu harmi slegin vegna fráfalls Spade og að þau botni ekkert í lífinu án hennar. „Kate barðist við þunglyndi og kvíða í mörg ár. Hún var að leita sér hjálpar og vann náið með læknum sínum til að fá lækningu við þessum sjúkdómi sem tekur alltof mörg líf. Við töluðum við hana kvöldið áður og hún hljómaði hamingjusöm. Það var ekkert sem benti til þess að hún myndi gera þetta, engin aðvörun. Þetta er algjört sjokk. Þetta var augljóslega ekki hún heldur var hún að berjast við djöfla,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur jafnframt fram að þrátt fyrir að hjónin hafi ekki búið saman síðustu tíu mánuði þá hafi þau hist eða talað saman á hverjum degi. „Dóttir okkar var í algjörum forgangi hjá okkur báðum. Við vorum ekki skilin og ræddum aldrei skilnað. Við vorum bestu vinir og vorum að reyna að takast á við vandamál okkar á þann hátt sem við töldum bestan. Við vorum saman í 35 ár. Við elskuðum hvort annað mjög mikið og þurftum einfaldlega að taka pásu. Þetta er sannleikurinn. Allt annað sem gengur þarna úti núna er rangt,“ segir í yfirlýsingu eiginmanns Spade. Þá leggur hann áherslu á að hún hafi ekki verið að misnota eiturlyf eða áfengi.
Tengdar fréttir Heimsfrægur hönnuður fannst látinn á heimili sínu Kate Valentine var 55 ára gömul þegar hún lést. 5. júní 2018 16:34 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Heimsfrægur hönnuður fannst látinn á heimili sínu Kate Valentine var 55 ára gömul þegar hún lést. 5. júní 2018 16:34