Hólmar: Þægilegt að spila bakvörð í þessu liði Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. júní 2018 23:00 Hólmar Örn í baráttunni í kvöld. vísir/vilhelm Það kom mörgum á óvart að sjá Hólmar Örn Eyjólfsson byrja í stöðu hægri bakvarðar í liði Íslands í vináttulandsleiknum gegn Gana í kvöld. Hólmar sjálfur vissi þó af áætlunum landsliðsþjálfarans. „Ég vissi að hann væri að gæla við þetta svo þetta kom mér ekki mikið á óvart. Tek því hlutverki sem mér er gefið og reyni að gera það eins vel og ég get,“ sagði Hólmar eftir leikinn í kvöld. Eftir að Ísland var 2-0 yfir í hálfleik var staðan 2-2 í leikslok. „Ég held þeir hafi viljað sjá mig og prófa mig þarna. Ég hef spilað þetta áður þó það séu þó nokkur ár síðan en ég held þeir þurfi að hafa „cover“ fyrir Birki og þurfa að sjá menn í alvöru leik fyrir það.“ En hvenær var það sem Hólmar spilaði síðast í hægri bakverðinum? „Ég held ég hafi spilað þarna einu sinni með Rosenborg, það var fyrir tveimur, þremur árum síðan.“ „Það er mjög þægilegt að spila bakvörð í þessu liði. Þú færð mikla hjálp frá Jóa og Kára, og Emma og Gylfa á miðjunni, og þér líður vel á vellinum.“ Íslenska liðið var sterkara í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var ekki eins góður. Hvað fór úrskeiðis í seinni hálfleik? „Við duttum allt of djúpt og leyfðum þeim að vera með boltann allt of mikið. Hefðum átt að stíga fyrr í þá og það var erfitt þegar við vorum að vinna boltann í okkar vítateig með níu menn, þá var erfitt að verjast pressunni.“ „Við ætluðum að keyra á þá og halda áfram að gera það sem við vorum að gera vel í fyrri hálfleik,“ sagði Hólmar aðspurður hvort liðið hafi ætlað að verja forskotið. „Ég veit ekki hvort þreyta eða eitthvað slíkt hafi spilað þar inn í.“ Íslenska liðið flýgur út til Rússlands á laugardaginn og mætir í stærsta verkefni íslenskrar fótboltasögu, HM í Rússlandi. Voru menn með það í huga í kvöld og hlífðu sér kannski meira en þeir hefðu gert í keppnisleik? „Við lögðum ekki upp með það. Það situr kannski í undirmeðvitundinni hjá mönnum að passa sig aðeins meira, ég veit það ekki. En það var ekki lagt upp með það, við ætluðum að gera þetta almennilega í dag. Við náum að gera það í fyrri hálfleik en það vantaði aðeins upp á í seinni hálfleik.“ Hólmar Örn er ekki einn af þeim sem hefur átt fast sæti í byrjunarliðinu síðustu ár. Gerir hann sér vonir um spilatíma í Rússlandi eftir að hafa spilað allan leikinn í kvöld? „Ég reyni bara að vera jákvæður og gera mitt besta og vera tilbúinn ef kallið kemur, en ég tek bara því hlutverki sem mér verður úthlutað,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Myndasyrpa: Strákarnir kvöddu með jafntefli Ísland spilaði ljómandi góðan fyrri hálfleik gegn Gana en gaf eftir í þeim síðari. 7. júní 2018 22:42 Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Sjá meira
Það kom mörgum á óvart að sjá Hólmar Örn Eyjólfsson byrja í stöðu hægri bakvarðar í liði Íslands í vináttulandsleiknum gegn Gana í kvöld. Hólmar sjálfur vissi þó af áætlunum landsliðsþjálfarans. „Ég vissi að hann væri að gæla við þetta svo þetta kom mér ekki mikið á óvart. Tek því hlutverki sem mér er gefið og reyni að gera það eins vel og ég get,“ sagði Hólmar eftir leikinn í kvöld. Eftir að Ísland var 2-0 yfir í hálfleik var staðan 2-2 í leikslok. „Ég held þeir hafi viljað sjá mig og prófa mig þarna. Ég hef spilað þetta áður þó það séu þó nokkur ár síðan en ég held þeir þurfi að hafa „cover“ fyrir Birki og þurfa að sjá menn í alvöru leik fyrir það.“ En hvenær var það sem Hólmar spilaði síðast í hægri bakverðinum? „Ég held ég hafi spilað þarna einu sinni með Rosenborg, það var fyrir tveimur, þremur árum síðan.“ „Það er mjög þægilegt að spila bakvörð í þessu liði. Þú færð mikla hjálp frá Jóa og Kára, og Emma og Gylfa á miðjunni, og þér líður vel á vellinum.“ Íslenska liðið var sterkara í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var ekki eins góður. Hvað fór úrskeiðis í seinni hálfleik? „Við duttum allt of djúpt og leyfðum þeim að vera með boltann allt of mikið. Hefðum átt að stíga fyrr í þá og það var erfitt þegar við vorum að vinna boltann í okkar vítateig með níu menn, þá var erfitt að verjast pressunni.“ „Við ætluðum að keyra á þá og halda áfram að gera það sem við vorum að gera vel í fyrri hálfleik,“ sagði Hólmar aðspurður hvort liðið hafi ætlað að verja forskotið. „Ég veit ekki hvort þreyta eða eitthvað slíkt hafi spilað þar inn í.“ Íslenska liðið flýgur út til Rússlands á laugardaginn og mætir í stærsta verkefni íslenskrar fótboltasögu, HM í Rússlandi. Voru menn með það í huga í kvöld og hlífðu sér kannski meira en þeir hefðu gert í keppnisleik? „Við lögðum ekki upp með það. Það situr kannski í undirmeðvitundinni hjá mönnum að passa sig aðeins meira, ég veit það ekki. En það var ekki lagt upp með það, við ætluðum að gera þetta almennilega í dag. Við náum að gera það í fyrri hálfleik en það vantaði aðeins upp á í seinni hálfleik.“ Hólmar Örn er ekki einn af þeim sem hefur átt fast sæti í byrjunarliðinu síðustu ár. Gerir hann sér vonir um spilatíma í Rússlandi eftir að hafa spilað allan leikinn í kvöld? „Ég reyni bara að vera jákvæður og gera mitt besta og vera tilbúinn ef kallið kemur, en ég tek bara því hlutverki sem mér verður úthlutað,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Myndasyrpa: Strákarnir kvöddu með jafntefli Ísland spilaði ljómandi góðan fyrri hálfleik gegn Gana en gaf eftir í þeim síðari. 7. júní 2018 22:42 Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00
Myndasyrpa: Strákarnir kvöddu með jafntefli Ísland spilaði ljómandi góðan fyrri hálfleik gegn Gana en gaf eftir í þeim síðari. 7. júní 2018 22:42
Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18