„Ég hef ekki fundið svona lykt áður, þetta var eins og klósett,“ sagði erlendur starfsmaður fyrirtækis í Þórunnartúni sem Fréttablaðið ræddi við.
Annar starfsmaður stofnunar í nágrenninu sagði samstarfsfólk sitt hafa flúið inn og kúgast yfir lyktinni.

Fréttablaðið leitaði skýringa á vinnu dælubílsins, sem kemur víst þarna reglulega, og lyktinni sterku hjá Davíð Torfa Ólafssyni, framkvæmdastjóra Íslandshótela sem eiga og reka Fosshótelið í Þórunnartúni.
„Það er verið að tæma fitugildru sem tekur við affalli úr eldhúsi. Þetta er gert á þriggja mánaða fresti og eru hefðbundin vinnubrögð. Mismikil lykt myndast við þetta en það er vegna þess að hitun verður á fitunni þegar unnið er við þetta.“