Finnst fínt að rétta kyndilinn til annara Benedikt Bóas skrifar 8. júní 2018 06:00 Valli var hress og kátur í veislunni í gær. Eðlilega. Það er alltaf gaman að eiga afmæli, hvað þá stórafmæli. Vísir/Sigtryggur „Næstu 50 árin verða ekki síður fjölbreytt og jafnvel fjölbreyttari þó hlutverk manns breytist. Trúlega fer ég meira að leiðbeina en að gera – eins fjölskyldulega séð, en ég verð afi í desember,“ segir Valgeir Magnússon, sem landsmenn þekkja undir nafninu Valli Sport eða Valli Pipar. Valli fagnaði 50 ára afmæli sínu á föstudaginn fyrir viku og bauð til sín sínu nánasta fólki og fjölskyldu. Alls mættu 50 manns til hans. En ekki hvað. Í gær var svo slegið upp veislu á auglýsingastofunni Pipar/TBWA þar sem Valli er stjórnarformaður. Þar voru vinnufélagar hans mættir en þeir eru um 100 þar sem Valli er með puttana í Ghostlamp og Nordic Angling auk Pipars/TBWA. „Venjulegur dagur hljómar þannig að ég vakna snemma og hleypi hundunum út og passa að hvolpurinn sé ekki búinn að gera þarfir sínar innandyra. Svo fer ég yfir helstu fréttir og er yfirleitt mættur í vinnu um átta.“„Þá liggja fyrir verkefni dagsins, hvort sem það eru fundir, að skrifa texta í auglýsingu, sjá um hlutafjárútboð, semja við skrifstofu í Dúbaí eða kenna einhverjum í Los Angeles hvernig á að nota áhrifavalda í auglýsingum.“ „Ég lifi fjölbreyttu lífi. Ég get fengið símtal frá tónlistarmanni sem vantar texta við lag og þá sest ég inn á kaffihús og skrifa texta, svo er ég að klára mína þriðju skáldsögu. Ef ég þarf að ná jarðtengingu fer ég á kajak og sigli seglskútu eða smíða eitthvað. Fer jafnvel til Hríseyjar þar sem við eigum hús og erum að koma af stað eggjabúi.“ Valli hætti sem framkvæmdastjóri hjá Pipar fyrir um 18 mánuðum og rétti Guð- mundi Pálssyni kyndilinn. „Ég held að það sé mikilvægt að geta fundið fólk sem getur gert hluti betur en maður sjálfur. Hæfileikarnir til að fara af stað eru ekkert endilega þeir hæfileikar sem þarf þegar það þarf að halda sjó. Ég held að ég sé góður að rétta kyndilinn áfram og breytast í leiðbeinanda frekar en stjórnanda.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
„Næstu 50 árin verða ekki síður fjölbreytt og jafnvel fjölbreyttari þó hlutverk manns breytist. Trúlega fer ég meira að leiðbeina en að gera – eins fjölskyldulega séð, en ég verð afi í desember,“ segir Valgeir Magnússon, sem landsmenn þekkja undir nafninu Valli Sport eða Valli Pipar. Valli fagnaði 50 ára afmæli sínu á föstudaginn fyrir viku og bauð til sín sínu nánasta fólki og fjölskyldu. Alls mættu 50 manns til hans. En ekki hvað. Í gær var svo slegið upp veislu á auglýsingastofunni Pipar/TBWA þar sem Valli er stjórnarformaður. Þar voru vinnufélagar hans mættir en þeir eru um 100 þar sem Valli er með puttana í Ghostlamp og Nordic Angling auk Pipars/TBWA. „Venjulegur dagur hljómar þannig að ég vakna snemma og hleypi hundunum út og passa að hvolpurinn sé ekki búinn að gera þarfir sínar innandyra. Svo fer ég yfir helstu fréttir og er yfirleitt mættur í vinnu um átta.“„Þá liggja fyrir verkefni dagsins, hvort sem það eru fundir, að skrifa texta í auglýsingu, sjá um hlutafjárútboð, semja við skrifstofu í Dúbaí eða kenna einhverjum í Los Angeles hvernig á að nota áhrifavalda í auglýsingum.“ „Ég lifi fjölbreyttu lífi. Ég get fengið símtal frá tónlistarmanni sem vantar texta við lag og þá sest ég inn á kaffihús og skrifa texta, svo er ég að klára mína þriðju skáldsögu. Ef ég þarf að ná jarðtengingu fer ég á kajak og sigli seglskútu eða smíða eitthvað. Fer jafnvel til Hríseyjar þar sem við eigum hús og erum að koma af stað eggjabúi.“ Valli hætti sem framkvæmdastjóri hjá Pipar fyrir um 18 mánuðum og rétti Guð- mundi Pálssyni kyndilinn. „Ég held að það sé mikilvægt að geta fundið fólk sem getur gert hluti betur en maður sjálfur. Hæfileikarnir til að fara af stað eru ekkert endilega þeir hæfileikar sem þarf þegar það þarf að halda sjó. Ég held að ég sé góður að rétta kyndilinn áfram og breytast í leiðbeinanda frekar en stjórnanda.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira