Lokatónleikarnir voru haldnir í Havarí, gamalli fjárhlöðu sem breytt hefur verið í veitinga- og menningarhús á bæ Prinsins í Berufirði. Á sama tíma voru lokatónleikarnir upphafið á tónleikahátíð sem mun standa yfir í allt sumar í Havarí.
Prinsinn, sem heitir réttu nafni Svavar Pétur Eysteinsson, ákvað því að hafa einungis lög eftir listamennina sem koma fram í Havarí í sumar á lagalista sínum þennan föstudaginn.
Margir þjóðþekktir listamenn koma þar fram, og spilaði t.d. Emmsjé Gauti þar síðasta föstudag. Vefþátt hans um tónleikana má sjá hér, en Gauti vinnur um þessar mundir vefþættina 13/13 samhliða tónleikaferðalagi sínu um landið.