Nýr bæjarstjóri verði að hafa ástríðu fyrir svæðinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. júní 2018 12:02 Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, segir að flokkarnir í meirihluta stefni á að undirrita málefnasamning á þriðjudag. Vísir/Auðunn Níelsson Samfylking, Framsóknarflokkur og L-listi hafa náð saman um myndun meirihluta á Akureyri en málefnasamningur verður um helgina lagður fyrir bakland flokkanna til samþykktar. Að því gefnu að félagsmenn ljái samningnum samþykki sitt koma talsmenn meirihlutasamstarfsins til með að kynna efni nýs málefnasamnings fyrir bæjarbúum á þriðjudag, áður en bæjarstjórnarfundur er settur. Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, segir í samtali við Vísi að félagsmenn Samfylkingarinnar hefðu á undanförnum dögum komið að málefnavinnu meirihlutans en um helgina verður farið yfir málefnasamninginn á breiðari og formlegri grundvelli. Oddvitar flokkanna þriggja sögðu í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga að þeir vildu faglega ráðinn bæjarstjóra en Hilda Jana segir að flokkarnir séu enn sömu skoðunar. Áframhaldandi meirihluti kemur því til að auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra því Eiríkur Björn Björgvinsson, núverandi bæjarstjóri á Akureyri, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi starfa.Hér má sjá bæjarfulltrúa á Akureyri á komandi kjörtímabili.vísir/GvendurEn hvaða eiginleikum þarf nýr bæjarstjóri á Akureyri að búa yfir og eftir hverju leitið þið?„Við erum að leita að hinni fullkomnu mannveru,“ segir Hilda Jana og skellir upp úr. „Nei nei, við erum að leita að einhverjum sem annars vegar leiðir stjórnsýslu bæjarins og meirihlutasamstarfið en á sama tíma getur bætt við þann hóp sem er í meirihluta; er með aðra styrkleika sem eru mikilvægir. Þetta er ennþá ekkert ákveðið en ég held að það yrði líka mikilvægt að viðkomandi þekkti til stjórnsýslunnar hjá ríkisvaldinu af því það eru stór mál sem eru framundan: Millilandaflug, tengsl við Isavia, raforkuflutningsgjöld, stofnsamningar vegna öldrunarmála, menningarmál og fleira. Það er þetta sem ég hef á bakvið eyrað en við eigum eftir að setja þetta niður,“ segir Hilda Jana sem bætir við að nýr bæjarstjóri verði að hafa ástríðu fyrir svæðinu. Í málefnasamningi, sem verður kynntur ítarlega á þriðjudag, eru leikskólamálin í brennidepli: „Það gefur augaleið að það sem við töluðum öll mest um í kosningabaráttunni eru leikskólamálin. Það verður mikil áhersla á þau. Það er eitthvað sem allir eru sammála um að þurfi að taka alvarlega. Það er stóra málið.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hilda Jana um þátttöku í stjórnmálum: „Mér finnst ég hafa lifnað við aftur“ Hilda Jana hefur meiri áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af innanflokksátökum í bæjarstjórn Akureyrar. 27. maí 2018 15:36 Viðræður um myndun meirihluta ganga vel á Akureyri Flokkarnir hafa gefið sér tiltekinn tímaramma fyrir viðræðurnar og ætla að láta á það reyna hvort flokkarnir nái ekki saman fyrir mánaðamót. 29. maí 2018 16:42 L-Listi, Framsókn og Samfylking í meirihluta á Akureyri Oddvitar flokkanna tilkynntu um samkomulag sitt sameiginlega í kvöld. 31. maí 2018 23:03 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Samfylking, Framsóknarflokkur og L-listi hafa náð saman um myndun meirihluta á Akureyri en málefnasamningur verður um helgina lagður fyrir bakland flokkanna til samþykktar. Að því gefnu að félagsmenn ljái samningnum samþykki sitt koma talsmenn meirihlutasamstarfsins til með að kynna efni nýs málefnasamnings fyrir bæjarbúum á þriðjudag, áður en bæjarstjórnarfundur er settur. Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, segir í samtali við Vísi að félagsmenn Samfylkingarinnar hefðu á undanförnum dögum komið að málefnavinnu meirihlutans en um helgina verður farið yfir málefnasamninginn á breiðari og formlegri grundvelli. Oddvitar flokkanna þriggja sögðu í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga að þeir vildu faglega ráðinn bæjarstjóra en Hilda Jana segir að flokkarnir séu enn sömu skoðunar. Áframhaldandi meirihluti kemur því til að auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra því Eiríkur Björn Björgvinsson, núverandi bæjarstjóri á Akureyri, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi starfa.Hér má sjá bæjarfulltrúa á Akureyri á komandi kjörtímabili.vísir/GvendurEn hvaða eiginleikum þarf nýr bæjarstjóri á Akureyri að búa yfir og eftir hverju leitið þið?„Við erum að leita að hinni fullkomnu mannveru,“ segir Hilda Jana og skellir upp úr. „Nei nei, við erum að leita að einhverjum sem annars vegar leiðir stjórnsýslu bæjarins og meirihlutasamstarfið en á sama tíma getur bætt við þann hóp sem er í meirihluta; er með aðra styrkleika sem eru mikilvægir. Þetta er ennþá ekkert ákveðið en ég held að það yrði líka mikilvægt að viðkomandi þekkti til stjórnsýslunnar hjá ríkisvaldinu af því það eru stór mál sem eru framundan: Millilandaflug, tengsl við Isavia, raforkuflutningsgjöld, stofnsamningar vegna öldrunarmála, menningarmál og fleira. Það er þetta sem ég hef á bakvið eyrað en við eigum eftir að setja þetta niður,“ segir Hilda Jana sem bætir við að nýr bæjarstjóri verði að hafa ástríðu fyrir svæðinu. Í málefnasamningi, sem verður kynntur ítarlega á þriðjudag, eru leikskólamálin í brennidepli: „Það gefur augaleið að það sem við töluðum öll mest um í kosningabaráttunni eru leikskólamálin. Það verður mikil áhersla á þau. Það er eitthvað sem allir eru sammála um að þurfi að taka alvarlega. Það er stóra málið.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hilda Jana um þátttöku í stjórnmálum: „Mér finnst ég hafa lifnað við aftur“ Hilda Jana hefur meiri áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af innanflokksátökum í bæjarstjórn Akureyrar. 27. maí 2018 15:36 Viðræður um myndun meirihluta ganga vel á Akureyri Flokkarnir hafa gefið sér tiltekinn tímaramma fyrir viðræðurnar og ætla að láta á það reyna hvort flokkarnir nái ekki saman fyrir mánaðamót. 29. maí 2018 16:42 L-Listi, Framsókn og Samfylking í meirihluta á Akureyri Oddvitar flokkanna tilkynntu um samkomulag sitt sameiginlega í kvöld. 31. maí 2018 23:03 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Hilda Jana um þátttöku í stjórnmálum: „Mér finnst ég hafa lifnað við aftur“ Hilda Jana hefur meiri áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af innanflokksátökum í bæjarstjórn Akureyrar. 27. maí 2018 15:36
Viðræður um myndun meirihluta ganga vel á Akureyri Flokkarnir hafa gefið sér tiltekinn tímaramma fyrir viðræðurnar og ætla að láta á það reyna hvort flokkarnir nái ekki saman fyrir mánaðamót. 29. maí 2018 16:42
L-Listi, Framsókn og Samfylking í meirihluta á Akureyri Oddvitar flokkanna tilkynntu um samkomulag sitt sameiginlega í kvöld. 31. maí 2018 23:03