Stjórnarandstaðan fagnar tímabundnum sigri í veiðigjaldamálinu Heimir Már Pétursson skrifar 8. júní 2018 14:21 Oddný Harðardóttir er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Vísir/Anton Alþingi mun ljúka störfum snemma í næstu viku eftir að samkomulag tókst milli flokka á þingi um afgreiðslu mála fyrir sumarhlé. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir mestu muna um að tekist hafi að koma í veg fyrir lækkun veiðigjalda, en einnig var samið um að hver flokkur stjórnarandstöðunnar fái eitt af sínum forgangsmálum afgreidd. Þingflokksformenn og formenn flokka á Alþingi hafa setið á fundum alla þessa viku til að ná samkomulagi um hvaða mál verði afgreidd fyrir þinghlé og náðu loks niðurstöðu seint í gærkvöldi. Samkvæmt starfsáætlun átti þingi að ljúka í gær en nú er sennilegt að það dragist jafnvel fram á þriðjudag í næstu viku. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar er ánægðust með að tekist hafi að stöðva frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda upp á tæpa þrjá milljarða í upphafi næsta fiskveiðiárs hinn 1. september. „Það var gengið að öllum okkar kröfum varðandi það mál. En þótt við höfum komið í veg fyrir að útgerðin fengi tæpa þrjá milljarða í afslátt núna er deilunni ekki lokið. Henni er frestað til haustsins og ég hef áhyggjur af þessum tóni sem þau voru að slá, stjórnarmeirihlutinn, í þessu auðlindamáli,” segir Oddný.Stjórnarandstaðan ekki með í ráðum Helstu rök stjórnarmeirihlutans fyrir lækkun veiðigjaldanna voru að koma til móts við smærri og meðalstórar útgerðir vegna versnandi afkomu þeirra og að færa viðmið gjaldsins, það er að segja aflaverðmætið, nær þeim tíma sem gjöldin eru lögð á. En í dag nær viðmiðið allt að þrjú ár aftur í tímann.Er Það ekki eðlilegt markmið í sjálfu sér? „Jú, það er eðlilegt að skoða það en við í stjórnarandstöðunni höfum ekki fengið að koma að samningu þessa nýja frumvarps. Við vitum ekki hvað stjórnarmeirihlutinn hefur í huga. En við höfðum áhyggjur af því þegar þau ætluðu að þröngva hér í gegn afslætti fyrir stórútgerðina; að það verði eitthvað áþann veg sem nýja frumvarpið ber í sér,” segir þingflokksformaðurinn. Venja hefur skapast fyrir því á undanförnum kjörtímabilum að stjórnarandstöðuflokkar fái afgreidd eitt til tvö af forgangsmálum sínum hver flokkur og gert er ráð fyrir því í samkomulaginu frá því í gærkvöldi. „Samfylkingin fær breytingu á barnalögum á dagskrá, Miðflokkurinn fær mál um vexti og verðtryggingu á dagskrá, borgaralaunin hjá Pírötum, skattfrelsi uppbóta á lífeyri frá Flokki fólksins og Viðreisn fær þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta,” segir Oddný. Það þýði ekki að samkomulag sé um að öll þessi mál verði samþykkt en þau komist á dagskrá og fái afgreiðslu. Mörg smærri mál verða afgreidd fyrir þinghlé en einnig nokkur stórmál eins og frumvarp um persónuvernd og fjármálaáætlun en áætlað er að umræðum um hana ljúki um hádegisbil. „Ef allt gengur snuðrulaust og vinna í nefndum gengur vel um helgina ættum við að geta lokið hér störfum á mánudag eða þriðjudag. En síðan verðum við auðvitað bara að sjá til. Það er ekki búið fyrr en það er búið,” segir Oddný G. Harðardóttir. Alþingi Tengdar fréttir Leggur til óbreytt fyrirkomulag veiðigjalda til áramóta Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. 5. júní 2018 23:23 Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00 Frumvarp um lækkun veiðigjalda Alþingi veitti frumvarpi til laga um lækkun veiðgjalda flýtimeðferð á dögunum. 7. júní 2018 07:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Alþingi mun ljúka störfum snemma í næstu viku eftir að samkomulag tókst milli flokka á þingi um afgreiðslu mála fyrir sumarhlé. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir mestu muna um að tekist hafi að koma í veg fyrir lækkun veiðigjalda, en einnig var samið um að hver flokkur stjórnarandstöðunnar fái eitt af sínum forgangsmálum afgreidd. Þingflokksformenn og formenn flokka á Alþingi hafa setið á fundum alla þessa viku til að ná samkomulagi um hvaða mál verði afgreidd fyrir þinghlé og náðu loks niðurstöðu seint í gærkvöldi. Samkvæmt starfsáætlun átti þingi að ljúka í gær en nú er sennilegt að það dragist jafnvel fram á þriðjudag í næstu viku. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar er ánægðust með að tekist hafi að stöðva frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda upp á tæpa þrjá milljarða í upphafi næsta fiskveiðiárs hinn 1. september. „Það var gengið að öllum okkar kröfum varðandi það mál. En þótt við höfum komið í veg fyrir að útgerðin fengi tæpa þrjá milljarða í afslátt núna er deilunni ekki lokið. Henni er frestað til haustsins og ég hef áhyggjur af þessum tóni sem þau voru að slá, stjórnarmeirihlutinn, í þessu auðlindamáli,” segir Oddný.Stjórnarandstaðan ekki með í ráðum Helstu rök stjórnarmeirihlutans fyrir lækkun veiðigjaldanna voru að koma til móts við smærri og meðalstórar útgerðir vegna versnandi afkomu þeirra og að færa viðmið gjaldsins, það er að segja aflaverðmætið, nær þeim tíma sem gjöldin eru lögð á. En í dag nær viðmiðið allt að þrjú ár aftur í tímann.Er Það ekki eðlilegt markmið í sjálfu sér? „Jú, það er eðlilegt að skoða það en við í stjórnarandstöðunni höfum ekki fengið að koma að samningu þessa nýja frumvarps. Við vitum ekki hvað stjórnarmeirihlutinn hefur í huga. En við höfðum áhyggjur af því þegar þau ætluðu að þröngva hér í gegn afslætti fyrir stórútgerðina; að það verði eitthvað áþann veg sem nýja frumvarpið ber í sér,” segir þingflokksformaðurinn. Venja hefur skapast fyrir því á undanförnum kjörtímabilum að stjórnarandstöðuflokkar fái afgreidd eitt til tvö af forgangsmálum sínum hver flokkur og gert er ráð fyrir því í samkomulaginu frá því í gærkvöldi. „Samfylkingin fær breytingu á barnalögum á dagskrá, Miðflokkurinn fær mál um vexti og verðtryggingu á dagskrá, borgaralaunin hjá Pírötum, skattfrelsi uppbóta á lífeyri frá Flokki fólksins og Viðreisn fær þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta,” segir Oddný. Það þýði ekki að samkomulag sé um að öll þessi mál verði samþykkt en þau komist á dagskrá og fái afgreiðslu. Mörg smærri mál verða afgreidd fyrir þinghlé en einnig nokkur stórmál eins og frumvarp um persónuvernd og fjármálaáætlun en áætlað er að umræðum um hana ljúki um hádegisbil. „Ef allt gengur snuðrulaust og vinna í nefndum gengur vel um helgina ættum við að geta lokið hér störfum á mánudag eða þriðjudag. En síðan verðum við auðvitað bara að sjá til. Það er ekki búið fyrr en það er búið,” segir Oddný G. Harðardóttir.
Alþingi Tengdar fréttir Leggur til óbreytt fyrirkomulag veiðigjalda til áramóta Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. 5. júní 2018 23:23 Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00 Frumvarp um lækkun veiðigjalda Alþingi veitti frumvarpi til laga um lækkun veiðgjalda flýtimeðferð á dögunum. 7. júní 2018 07:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Leggur til óbreytt fyrirkomulag veiðigjalda til áramóta Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. 5. júní 2018 23:23
Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00
Frumvarp um lækkun veiðigjalda Alþingi veitti frumvarpi til laga um lækkun veiðgjalda flýtimeðferð á dögunum. 7. júní 2018 07:00