Vinnualkar eða fjölskyldufólk? Jóhann Skagfjörð Magnússon skrifar 8. júní 2018 15:37 Kennslu á þessu skólaári er lokið. Nemendur eru farnir í frí og eftir sitjum við kennararnir og vinnum hin ýmsu verkefni. Sjálfur er ég ánægður og stoltur með veturinn. Stoltur af að starfa í frábærum starfsmannahópi Salaskóla og þeirri vinnu sem ég lagði á mig í vetur, en fyrst og fremst er ég stoltur af nemendum mínum sem hver og einn tók framförum og óx og dafnaði. Ég hefi tekið þátt í gleði og sorgum þeirra, lagt mig fram á hverjum einasta degi að láta þeim líða vel og kenna þeim allt milli himins og jarðar; frá almennum brotum til félagslegra samskipta. Mér þykir endalaust vænt um þau og þykist vita að þeim þyki líka vænt um mig. Ég er þó ekki svo hrokafullur að halda að það sé þeim fyrir bestu að eyða meiri tíma með mér og minni tíma með foreldrum sínum. Eða að þau myndu frekar kjósa samveru með mér en foreldrum sínum. Ég veit að gæðastundir fjölskyldunnar eru lykilatriði í að ala upp hamingjusamt barn og góðan nemanda. Sem foreldri veit ég líka að lífshamingja mín eykst ekki í takt við að eyða meiri tíma í vinnunni. Hún eykst í takt við þann tíma sem ég get notað í sjálfsrækt og samveru með vinum og fjölskyldu. En við hugsum ekki öll eins. Í grein í Fréttablaðinu þann 6. júní sagði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að frídagar barna umfram foreldra væru allt of margir og það væri of dýrt að senda börn á frístundaheimili, sumarnámskeið eða finna aðra afþreyingu. Þess vegna ætti að lengja skólaárið og um leið stytta skólaskyldu um eitt ár. Þá gætu launþegar verið meira í vinnunni og atvinnurekendur fengið litla þræla hagvaxtarins fyrr út á vinnumarkaðinn og stytt þannig áhyggjulaus æskuárin enn frekar. Fyrir utan að mála grunnskóla og tómstundastarfsemi upp sem geymslustaði fyrir börn fremur en staði þar sem þau vaxa og dafna, eflast og þroskast, þá fer framkvæmdarstjórinn einfaldlega með rangt mál í sumum tilvikum. Sumarfrí nemenda er t.d. ekki 14 vikur heldur 10,8. Og þó svo að sumarfrí nemenda í Danmörku sé 6 vikur skautaði höfundur framhjá þeirri staðreynd að í Danmörku eru tvisvar sinnum viku löng vetrarfrí, fyrir utan önnur frí sem við höfum ekki hér á landi. Var það gert viljandi eða óviljandi? Frístundaheimili og tómstundir kosta vissulega pening, en er ekki nærtækari og heilbrigðari leið að þrýsta á sveitarfélögin að lækka gjaldskrár sínar og þrýsta á ríkið að hækka barnabætur all verulega? Og já, frídagar barna eru fleiri en foreldra þeirra, en er þá ekki nærtækara að fjölga frídögum launþega? Hvað með að hafa þá 35 eins og í Danmörku?, svona fyrst framkvæmdarstjórinn vill bera okkur saman við Dani. Og ef við höldum samanburðinum áfram er vinnuvika Dana styttri en Íslendinga. En framkvæmdarstjórinn vill ekki fá svona staðreyndir inn í samanburðinn sinn. Hann velur það sem hentar honum best. Við Íslendingar þurfum að ákveða hvaða leið við viljum fara. Viljum við festa okkur enn betur í sessi sem sú Norðurlandaþjóð sem vinnur mest eða viljum við einblína á það sem skiptir mestu máli, börnin okkar? Ég veit hvaða leið ég vil fara.Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Kennslu á þessu skólaári er lokið. Nemendur eru farnir í frí og eftir sitjum við kennararnir og vinnum hin ýmsu verkefni. Sjálfur er ég ánægður og stoltur með veturinn. Stoltur af að starfa í frábærum starfsmannahópi Salaskóla og þeirri vinnu sem ég lagði á mig í vetur, en fyrst og fremst er ég stoltur af nemendum mínum sem hver og einn tók framförum og óx og dafnaði. Ég hefi tekið þátt í gleði og sorgum þeirra, lagt mig fram á hverjum einasta degi að láta þeim líða vel og kenna þeim allt milli himins og jarðar; frá almennum brotum til félagslegra samskipta. Mér þykir endalaust vænt um þau og þykist vita að þeim þyki líka vænt um mig. Ég er þó ekki svo hrokafullur að halda að það sé þeim fyrir bestu að eyða meiri tíma með mér og minni tíma með foreldrum sínum. Eða að þau myndu frekar kjósa samveru með mér en foreldrum sínum. Ég veit að gæðastundir fjölskyldunnar eru lykilatriði í að ala upp hamingjusamt barn og góðan nemanda. Sem foreldri veit ég líka að lífshamingja mín eykst ekki í takt við að eyða meiri tíma í vinnunni. Hún eykst í takt við þann tíma sem ég get notað í sjálfsrækt og samveru með vinum og fjölskyldu. En við hugsum ekki öll eins. Í grein í Fréttablaðinu þann 6. júní sagði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að frídagar barna umfram foreldra væru allt of margir og það væri of dýrt að senda börn á frístundaheimili, sumarnámskeið eða finna aðra afþreyingu. Þess vegna ætti að lengja skólaárið og um leið stytta skólaskyldu um eitt ár. Þá gætu launþegar verið meira í vinnunni og atvinnurekendur fengið litla þræla hagvaxtarins fyrr út á vinnumarkaðinn og stytt þannig áhyggjulaus æskuárin enn frekar. Fyrir utan að mála grunnskóla og tómstundastarfsemi upp sem geymslustaði fyrir börn fremur en staði þar sem þau vaxa og dafna, eflast og þroskast, þá fer framkvæmdarstjórinn einfaldlega með rangt mál í sumum tilvikum. Sumarfrí nemenda er t.d. ekki 14 vikur heldur 10,8. Og þó svo að sumarfrí nemenda í Danmörku sé 6 vikur skautaði höfundur framhjá þeirri staðreynd að í Danmörku eru tvisvar sinnum viku löng vetrarfrí, fyrir utan önnur frí sem við höfum ekki hér á landi. Var það gert viljandi eða óviljandi? Frístundaheimili og tómstundir kosta vissulega pening, en er ekki nærtækari og heilbrigðari leið að þrýsta á sveitarfélögin að lækka gjaldskrár sínar og þrýsta á ríkið að hækka barnabætur all verulega? Og já, frídagar barna eru fleiri en foreldra þeirra, en er þá ekki nærtækara að fjölga frídögum launþega? Hvað með að hafa þá 35 eins og í Danmörku?, svona fyrst framkvæmdarstjórinn vill bera okkur saman við Dani. Og ef við höldum samanburðinum áfram er vinnuvika Dana styttri en Íslendinga. En framkvæmdarstjórinn vill ekki fá svona staðreyndir inn í samanburðinn sinn. Hann velur það sem hentar honum best. Við Íslendingar þurfum að ákveða hvaða leið við viljum fara. Viljum við festa okkur enn betur í sessi sem sú Norðurlandaþjóð sem vinnur mest eða viljum við einblína á það sem skiptir mestu máli, börnin okkar? Ég veit hvaða leið ég vil fara.Höfundur er grunnskólakennari.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun